Vikan


Vikan - 07.11.1968, Síða 34

Vikan - 07.11.1968, Síða 34
r OG HOBBÝ fínt fólk, segir Halldór og hlær góðlótlega. — Þó var Vesturbærinn sveit, allt í smátúnum og flestir með einhvern búskap. — Það hafa verið komin drög að helztu götunum, var það ekki? — Túngatan var komin, og Vest- urgatan. En til dæmis Sólvallagat- an og Melarnir — það voru engar götur þar. Bræðraborgarstígurinn var kominn og Kaplaskiólsvegur- inn, en svo voru ekki aðrar götur — bara tún. Og nóttúrlega norðar, Vesturgatan og það hverfi var kom- ið. En fró Garðastræti og vestur að sjó voru engar götur. Landakot átti þarna mikið tún, sem náði frá Oldugötunni suður að Sólvallagötu, og frá Garðastræti og hér um bil vestur að Bræðraborgarstíg. Okkar hús stóð við Túngötuna, og mínir beztu leikfélagar voru hestarnir í Landakoti. — Þar hefurðu komizt í kynni við hestana. — Já, þar kynntist ég þeim fyrst. Ég man sérstaklega eftir einum, hel- víti fallegum hesti, sem þeir áttu, hann hét Fix. Við vorum mjög hændir hvor að öðrum. Ég átti litla, rauða húfu, dálítið áberandi, og hvar sem hann sá húfuna, kom hann hlaupandi til mín. Ég var oft að gefa honum. — Svo þú hefur alizt upp í sam- blandi af borg og sveit. En fórstu svo ekki í alvöru sveit, þegar þú óxt úr grasi? — Jú, þegar ég var 10 ára fór ég í sveit, og síðan á hverju sumri, þar til ég varð 18 ára, til föður- systur minnar og hennar manns, sem var prestur á Setbergi. Og þar hélt kunningsskapurinn við hestana áfram. Þá var þetta sveit, sko. Eng- ir bílar eða traktorar eða þvíum- líkt. Það er alveg búið að eyði- leggja alla sveitamennsku núna. Engin rómantík lengur. — Heldurðu, að rómantíkin hafi ekki yfirfærzt neitt á jeppa og traktor? — Æi, nei. Það er ekki hægt að vera rómantískur á traktor. Þó að Rússarnir þykist vera það. — I hverju var þessi gífurlega rómantík hestanna, orfanna og hríf- anna fólgin? — Ég veit satt að segja ekki, hvernig á að skilgreina það. Nátt- úrlega kom engin rómantík til greina hjá mér, ég var svo ungur. Ekki í þeirri merkingu, sem talað er um rómantík núna. Og kannski er þetta meira, að fjarlægðin geri fjöllin blá. — Skólaganga? — Ég byrjaði náttúrlega í barna- skóla, eins og lög gera ráð fyrir, og fór þaðan í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem þá hét, hann var í Vonarstrætinu. Svo fór ég í fjórða bekk menntaskólans eftir það. Að honum loknum fór ég til Danmerk- ur og var þar í skóla í þrjú og hálft ár. — Og hvar á þessari leið byrjað- irðu að teikna? — Ég hef sennilega byrjað að teikna áður en ég man eftir mér. — Ég meina af viti. — Af viti? svarar Halldór og hlær. — Það fer eftir því, hvað þú kallar vit. Nú þykja barnateikning- ar hreinasta listin. — Líka þær, sem verða til, þeg- ar óviti nær í blýant og tjáir sig á vegginn? — Ég segi það nú ekki. Það eru til myndir eftir mig síðan ég var þriggja ára, og það er hægt að sjá, hvað það á að vera. Og það fyrsta, sem ég teiknaði, man ég eftir, var hestur. Mamma geymdi þetta, en nú veit ég ekkert hvað er orðið af því. Hún var aldrei í vafa um, hvað ég myndi verða. Hún var mjög flinkur teiknari sjálf. Einhvers stað- ar kemur danskt blóð inn í móður- ættina mína, þótt ég kunni ekki að segja frá hvernig, og á einhvern hátt er ég skyldur Christian Köbke, sem á sínum tíma var einn allra bezti málari Dana. Ég hef séð marg- ar myndir eftir hann,- hann var and- skoti góður málari. Og ég held mér sé óhætt að segja, að þessi gáfa, ef nokkur er, hún er úr móðurætt- inni. — Og mamma þín hefur ýtt und- ir þig. — Já, já. Við vorum í tímum saman hjá Júlíönu Sveinsdóttur, það var þegar ég var kominn í gagn- fræðaskóla. En þegar ég var smá- strákur, var ég í tímum hjá Guð- mundi Thorsteinsson, Mugg. Ég man mjög lítið eftir því. Þá bjó hann i kjallaranum á Galtafelli, á Laufás- veginum. Halldór þegir smástund, ræskir sig svo og verður kankvís á svip- inn: — Ég man eiginlega ekkert eftir því, nema að við hliðina á mér sat helvftis peyi, sem var allt- af að stríða mér, og hann hét Hreið- ar! En ég hef ekki orðið var við hann sfðan. — Svo þér er þá illa við nafnið. — Það er alltaf dálítið kalt í kringum það. — Hvenær byrjaðirðu á karríka- túr? — Ég veit það eiginlega ekki. Ég byrjaði mjög ungur að teikna mannamyndir. Ég man eftir mynd, sem ég teiknaði af pabba, þegar ég var smástrákur. En það var ekki karrikatúr. Sennilega hef ég byrjað ó honum í menntaskólanum. Ég teiknaði í skólablaðið. Það var lé- legt. Það var fjölritað, og ég varð f-------------------------------------v 1 Það cr þægllegt að fá fórnarlömþ- in inn í stofu hjá scr, án þcss að þan viti, scgir Halldór. Hcr cru fjiigur góðkunn andlit úr sjónvarp- inu: Björn Th. Björnsson, Guðrún Á. Símonar, Ólafur Jónsson og Eg- ill Jónasson. V________________________________„V og vont. Þegar ég varð stúdenl '38, fór ég til Kaupmannahafnar og var þar í skóla í þrjá vetur. Þar lagðí ég stund á auglýsingateikningar. Ann- ars var námið víðara en aðeins aug- lýsingateikning, það var meira undr- irstaða í teikningu. — Varla hefur verið mikill grund- völlur fyrir auglýsingateiknara hér þá- — Nei, eigínlega enginn. Eini teiknarinn, sem starfaði hér semi teiknari, var Tryggví Magnússon. En systir mín, Ágústa, sem er tveimur árum eldri en ég, var á undan mér á þessum sama skóla. Á eftir komu bæði Atli Már og Ásgeir Júlíusson, og fleiri hafa verið þar síðan. Þeg- ar ég kom heim, settum við systi kinin upp teiknistofu sa'maw og) rákum hana, þar til ég fór til Ame- ríku ó gamlaárskvöld 194'1'.. I Bandaríkjunum var ég svo í þrjú og hálft ár á almennum listaskólfe, lærði svartlist, málaralist og náttúr-- lega teikningu. — Voru einhver sérstök tildrög til’ þess, að þú fórst einmitt á gaml- árskvöld af stað vestur um haf? — Ég ákvað nokkuð snögglega að fara til Ameríku, og ferðir voru stopular á þessum árum. Og það var nánast tilviljun, að ég fékk far með þessu skipi. Við vorum i skipa- lest, og ferðin tók 17 daga, sem þótti gott á þessum tíma. En á leið- inni tvístraðist lestin, og einn morg- uninn, þegar við vöknuðum, var ekkert skip sjáanlegt annað en gamli Lagarfoss, ó hraðri ferð í þveröfuga átt! Þessa nótt var mjög: vont veður, og þar við bættist, að> við vorum alltaf að heyra um kaf- báta hér og kafbáta þar. Upp frá því vorum við einskipa á leiðar- enda, en þá voru ekki nema tveir dagar eftir til New York. Þegar vestur kom, fór ég beint til Minnea- polis. Valdimar Björnsson hafði út- vegað mér pláss á listaskóla þar. I Minneapolis voru nokkrir (slenzk- ir stúdentar fyrir, meðal annarra Orlygur Sigurðsson, er hann var á listaháskólanum, en ég fór ó skóla, sem var í sambandi við listasafnið í borginni. Þar var ég, það sem; eftir var þessa vetrar, en fór um vorið til New York og var þar næstu þrjú ár. I New York leigð- um við okkur íbúð saman, ég ogi Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleik- ari og hans kona, og þetta voru af- skaplega góð og skemmtileg þrjú ár. — Það hefur aldrei staðið til að reka þig í herinn, þarna fyrir vest- an? — Nei, það kom aldrei til. Ein- hverjir Islendingar lentu nú i vandræðum út af þessu. En við Rögnvaldur vorum lausir við það. Stundum fengum við þó orð í eyra — fullfrískir strákar ó herskyldu- aldri — en það var furðu lítið um það. En ég býst við, að margt sé breytt í New York núna — ekki vildi ég fara þangað aftur! Það er allt orðið vitlaust alls staðar. Við bjuggum rétt hjá Harlem, negra- hverfinu, og þurftum að fara þar í 34 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.