Vikan


Vikan - 07.11.1968, Side 44

Vikan - 07.11.1968, Side 44
SJfNHARPSHORNID Raðsett, sem má breyta eftir aðstæðum. Framleiðandi og seljandi: mn Hverfisgötu 74 — Sími 15 1 02. lokið við að binda um hann, var honum ekið inn í stofu við hliðina. En eftir smástund voru dyrnar ó milli opnaðar, og sjúklingurinn kom gangandi fram og heimtaði eitthvað að éta! — Og þú ætlar að setjast þarna að fyrir fullt og allt? Ekki koma hingað heim með fullar hendur fjór og veita því í fjörug fyrirtæki? — Ég geri róð fyrir, að ég verði um kyrrt í Jóhannesarborg. Ég hef komið mér þar vel fyrir og þykir gott að vera þar. "k Flýt þér, drekk út Framhald af bls. 13 fyrir tveimur árum var hún trú- lofuð Friðjóni úr Dölum. Hann tók hana frá mér um það leyti sem ég hætti að sjá sólina fyrir henni. Kannski hefur honum gengið gott til. Kannski hefur hann viljað koma í veg fyrir, að ég fölnaði upp í of mikilli for- sælu. Þegar kaffið er heitt, kemur Eyja. Hún fer enn hjá sér, þeg- ar ég lít á hana og setur bakk- ann þegjandi á borðið eins og kostgangararnir eiga heimtingu á, að vinnukonurnar geri. — Heyrðu, segi ég og stöðva hana um leið og hún ætlar að fara. —• Staldraðu ögn við, Eyja, þú skalt ekki vera hrædd um, að þú orsakir sólmyrkva lengur. —- Hvað meinarðu, Gústaf? spyr hún og nemur hikandi stað- ar. — Ekkert, en ég er veikur, lýg ég. — Ég hefi tóbakseitrun eins og fluga. Mig dreymdi líka hásumar og sólskin. Það kvað vera fyrir dauða. — Jæja, segir hún, — þú ætt- ir að reykja og drekka minna en þú gerir, Gústaf, þú eyðileggur heilsu þína, eins og þú lifir. Því fyrr, því betra. Þetta er bara alltof seinvirk aðferð til þess að ná því marki. Ef ekki hefði verið gripið fram fyrir hendurnar á mér hérna um ár- ið, þú manst, þá væri þetta löngu afstaðið. Nú er ég of kjarklaus til þess að hrista það af í skyndi. Ekki vera að hræða mig, Gústaf. Þér er ekki meiri vork- unn að lifa heldur en okkur hin- um. — Vorkunn! Það er engum vorkunn, hvort heldur hann lifir eða deyr. Við erum öll sköpuð til þess að líða undir lok, svaraði ég. -— Ekki segja svona, Gústaf, bað hún um leið og hún fór. Röddin var þreytt og hljómlaus. 10. febrúar. Eyja er farin úr vistinni, ég veit ekki vegna hvers. Nú vinnur hún á saumaverk- stæði og lei.gir sér herbergi vest- ur í bæ. Ég hefi aldrei komið þar og sé hana sjaldan, en þótt undarlegt megi virðast, get ég enn ekki hætt að hugsa um þessa stúlku, og mér hefir tekizt að afla mér nokkurra nýrra upp- lýsinga um hana: Fyrir þrem mánuðum síðan kom hún að vestan með skipi, og þeir segja, að skipstjórinn hafi lánað henni kojuna sína alla leið. Þeir töluðu líka um wiskílykt og fleira, sem ég vildi ekki leggja eyrun að. Nú spyr ég sjálfan mig: — Hvar er hann Friðjón hennar? Hvers vegna yfirgaf hún Dalina hans? Og hvað kom henni til að velkja sínar fínu hendur við vinnu- konuverk? Þessu hefur enginn svarað ennþá, og raunar læt ég mig ekki neinu skipta. 20. febrúar. Ég mætti henni á götunni í dag. Kápan hennar var óhneppt, og hún var í svörtu pilsi og grænni peysu innan und- ir. Hún virtist vera kát. Brjóst- in hennar bifuðust, ung og lif- andi, þegar hún hló, og hún spurði mig, hvort ég vildi koma með sér á skemmtun í gamla skólanum okkar austur í sveit á morgun. — Ef þú finnur þér engan betri, svaraði ég. Kjáninn þinn, sagði hún hlæjandi og gaf mér vingjarn- lega utan undir, svo var hún hlaupin af stað. - Það er klukkan sex, kall- aði hún til baka. — Ég læt bíl- inn taka þig heima hjá þér. Eftir örfá augnablik var hún horfin fyrir næsta horn, og ég stóð einn eftir á götunni dálítið óviss og utan við mig. 21. febrúar. Ég hefi hugsað meira um Friðjón í dag heldur en hana, ég sá nefnilega trúlof- unina hans tilkynnta í blöðun- um í morgun. En nú flautar bíll- inn við dyrnar, og ég er neydd- ur til að fara, úr því ég lofaði því í gær. 22. febrúar. Ég veit ekkert, hvert stefnir, —■ gef fjandann í allt, sem þar að lýtur, en ég hefi erft veðurvísi minna loðnu for- feðra, finn að eitthvað leggst illa í mig. — Ég sá Eyju sjaldan í dansinum, hún hélt sig að mestu annars staðar, en á heimleiðinni var einum farþega fleira í bíln- um en sæti hans rúmuðu, og ég sat undir henni. Það lék ofurlítið stríðnisbros um málaðar varir hennar, og ég var í efa um, hvort ég ætti að nálgast hana nokkuð. Að, síðustu gerði ég tilraun og dró hanzkann af hönd hennar. Hún leyndi framkvæmd minni undir kápulafinu sínu, en höndin var líflaus. Hún var hvorki heit eða köld og svaraði ekki atlotum mínum nema að litlu leyti. Það var eins og hún hefði orðið fyrir lömun og skynjaði ekki snert- inguna. — Fari hún í helvíti, hugsaði ég og hratt henni frá mér; við vorum líka komin heim að húsdyrum hjá henni. — Þú veizt, hvar ég bý, kallaði ég á eftir henni um leið og hún steig út úr bílnum. - - Ég heimsæki þig annað kvöld, svaraði hún rólega og hvarf inn í húsið. 24. febrúar. Klukkan er 8 að morgni, og ég er einn. Eyja er farin fyrir klukkutíma. Ég var óþreyjufullur meðan ég beið hennar í gærkvöldi, og til þess að stytta mér stundir, tók ég það til bragðs að skrifa upp öll bæjarnöfnin, sem ég mundi, úr fæðingarsýslunni minni fyrir norðan. Allt í einu var hún kom- in. — Trufla ég þig? spurði hún um leið og hún smeygði sér úr kápunni sinni. — Já, svaraði ég og fleygði blýantinum frá mér. Græna peys- an hennar minnti mig á full- sprottna ekru í ágústmánuði, þegar golan bylgjar grasið. Hún 44 VIKAN—AFMÆLTSBLAÐ

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.