Vikan - 07.11.1968, Page 46
Sparið fé og fyrirhöfn . .
og bjóðið heimilisfólkinu samt
betri mat!
DJÚPFRYSTING er bezta og fljótlegasta geymsluaðferðin,
og þér getið djúpfryst hvað sem er: kjöt, fisk, fugla, grænmeti,
ber, mjólkurafurðir, brauð, kökur, tilbúna rétti o.s.frv. — og
gæðin haldast óskert mánuðum saman.
HUGSIÐ YÐUR KOSTINA: Þér getið aflað matvælanna, þegar
þau eru fersk og góð og verðið lægst. Þér getið búið í hag-
inn með því að geyma bökuð brauð og kökur eða tilbúna
rétti — og allt er við hendina, þegar til á að taka, ef þér
eigið frystikistu eða -skáp.
Takið því FERSKA ákvörðun: Fáið yður frystikistu eða frysti-
skáp — og látið KALDA skynsemina ráða: V e I j i ð . . . .
ATLÁS
vegna gæðanna
vegna útlitsins
vegna verðsins
3
3
3
SAMBYGGÐRA KÆU- OG FRYSTISKÁPA
STÆRÐIR
FRYSTIKISTA
STÆRÐIR
FRYSTISKÁPA
STÆRÐIR
NYJAR
GERÐIR
*
N/, þynnri en betri einangrun, sem veitir
stóraukið geymslurými og meiri styrk.
Sérstakt hraðfrystihólf og hraðfrystlsti11ing.
Margir aðrir einkennandi ATLAS kostir.
*
BETRA
V E R Ð
I SÍMl 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK.
Gamall harmur greip mig, svo l
að mér lá við gráti, harmur, án 1
ljósrar orsakar. Ég barðist af al-
efli við að halda tárunum innan <
sinna vébanda, en þegar það <
tókst ekki, þá missti ég einnig ;
vald á tungu minni, og ég hvæsti, l
stjórnlaus af blygðun og ónátt- l
úrulegri reiði: l
— Þú skalt ekki halda, að ég
sé að syrgja þig. Ég hefi aldrei i
séð eftir þér. Þú mættir fara alla l
leið til helvítis fyrir mér. Kann- i
ski sagði ég ekki nákvæmlega
þetta, en ég sagði eitthvað ljótt
og reyndi að skýla viðkvæmni
minni og sorg bak við það. Af
nærgætni við mig leit hún aldrei
á mig meðan ég var að jafna mig.
4(5 VIKAN—ÁFMÆLISBLAÐ
Loks hvíslaði hún, eins og upp
úr órólegum svefni:
— Vertu ekki vondur við mig,
Gústaf. Ég kom til þín, af því að
ég á engan að. Skugginn hennar
á veggnum hallaðist áfram og
iíktist gamalli konu, sem rýnir
blindum augum inn í eilífðina
bak við dauðann.
Úti var skollið á haglél, og
gegnum dyn þess á glugganum
heyrðist klukkan frammi í borð-
salnum slá.
— Hún sló tólf, sagði Eyja og
reis á fætur.
— Ertu að fara? spurði ég.
— Ef þú vilt, svaraði hún.
— Ég vil ekki, að þú farir,
sagði ég og slökkti ljósið.
Undir morguninn, þá lá hún
enn ósnert við hlið mína og svaf.
Tunglsbirtan, sem síaðist gegnum
grisjulegt gluggatjaldið, varpaði
gulum blæ á brjóst hennar og
andlit. Hún hvíldi hreyfingar-
laus og minnti á líkneskju úr
vaxi. — Friðjón, hugsaði ég. —
Það er hann, en ekki ég, sem þú
leitaðir eftir í gærkvöldi, eða
varstu á flótta frá honum?
Þegar hún opnaði augun, starði
hún fyrst á mig í spenntri eftir-
væntingu, og augu hennar lýstu í
hálfrökkrinu. Henni var bersýni-
lega ekki ljóst, hvar hún var.
Hvað ég hataði hana og þennan
ljóma, sem annar maður hafði
tendrað fyrir löngu.
Láttu þér ekki missýnast,
þetta er Gústaf Óskarsson, sagði
ég biturlega. Bjarminn slokknaði
í svip hennar, hann varð grár
eins og tjörn undir hrönnuðum
himni.
— Gústaf, Gústaf, ég vissi ekki
að þú varst svona góður, and-
varpaði hún vonsvikin og gróf
andlitið í koddann til þess að
leyna því, sem hún fann, að stóð
þar letrað. Hún hélt svo áfram
í sömu stellingum:
—- Gústaf, taktu mig, ef þú
vilt, ég vissi ekki, að þú værir
svona góður.
—- Ég er að minnsta kosti of
góður til að vera notaður sem
plástur á marin fingraför Frið-
jóns Dalamanns, slöngvaði ég
framan í hana. Hún byrjaði að
gráta, hljótt og hljóðlega, án þess
þó að sleppa tökum á hálmstrá-
inu sínu, hinni fjarstæðu von um
endurreisn hamingjunnar:
Gústaf, við g'ætum orðið
hvort öðru góð, og hjálpað hvort
öðru.
— Of seint, of seint. Tveim
árum of seint, greip ég fram í
fyrir henni.
Við skulum gleyma því,
sem liðið er. Við erum svo ung
og getum byrjað lífið að nýju,
hélt hún áfram, með barnsleg-
um þráa, gegnum grátinn.
—- Kjaftæði. Ég vissi, að hún
laug, og ég vissi líka að hún
trúði ekki sjálf á það, sem hún
sagði. Hún var aðeins á örvænt-
ingarfullum flótta, undan sinni
eigin tortímingu. Sömu örlögin
biðu okkar beggja, munurinn var'
einungis sá, aS ég flýði ekki, ég
hélt til móts við það, sem ég
vissi, að var óumflýjanlegt.
— Eyja, sagði ég. — Þegar þú
komst hingað í vetur, þá flögraði
gegnum meðvitund mína reikul
minning um sæludraum, sem mig
dreymdi endur fyrir löngu, og
rétt í svip greip mig sú hugsun,
að enn gæti hann átt eftir að
rætast. Nú veit ég annað og héð-
an af munu slíkar hillingar ekki
blekkja mig eða vekja mér bráð-
feigar vonir. Það sama lærir þú,
áður en lýkur. Við gætum að
vísu bundizt heitum, en aldrei
náð saman, aldrei til dauðans.
Þú yrðir eins og ský á himnum,
en ég eins og jörðin. Skugginn
þinn yrði hjá mér, en ekki þú
sjálf. — Ég þagnaði, og það varð
löng þögn. Senn hlaut fólkið í
húsinu að fara að vakna. Loks
leit hún upp, og tár hennar runnu
í lýsandi straumum niður eftir
vaxgulum vöngunum.
Eigum við þá aldrei að hitt-
ast meir? spurði hún eins og úti
á þekju, og ég fann, mér til ang-
urs, að henni var svo hjartanlega
sama um svar mitt, hugur hennar
var allt annars staðar en hjá mér.
— Nei, svaraði ég hranalega,
en það gerði ekkert til, hún veitti
því sjálfsagt ekki athygli. Litlu
seinna klæddi hún sig í svarta
pilsið sitt og grænu peysuna, og