Vikan - 07.11.1968, Side 47
KEYNSÐ ÞESSAR FRAMÚRSKARANDI
RAFHLÖÐUR NÆST OG REYNIÐ MUNINN
RafbOFð sf.
Reykjavík - Sími 11141
nú voru hvarmar hennar þurrir
orðnir.
Svo hvarf hún út um dyrnar
eins og skuggi.
— Þakka þér fyrir allt, Gústaf,
sagði hún dapurlega og rétti mér
hendina.
— Ekkert að þakka, sagði ég.
Framhald af bls. 38
iafn gaman af að sitja á þeim?
— Mér finnst það gaman, já. Ég
hef bara lítið gert af því, síðan ég
var strákur í sveit. Þetta er svo
mikið umstang og vesen. Fyrir ut-
r n
HVAR ER
QRKIN HANS
NÓA?
Það er alltaf sami leikur-
inn í henni Yndisfríð okk-
ar. Hún hefur falið örkina
hans Nóa einhvers staðar í
blaðinu og heitir góðum
verðlaunum handa þeim,
sem getur fundið örkina.
Verðlaunin eru stór kon-
fektkassi, fullur af bezta
konfekti, og framleiðand-
inn er auðvitað Sælgætis-
gerðin Nói.
Siðast er dregið var hlaut verð-
launin:
Hulda Gissurardóttir,
Niálsaötu 52 B, Rvík.
Nafn
Heimili
Örkin er á bls.
Vinninganna má vitja í skrif-
stofu Vikunnar. 42.
V,_______________________________J
an allt, sem maður verður að eiga.
Þeir eru orðnir svo fínir, þessir
reiðmenn núna; þeir eru eins og
brezkir lordar á refaveiðum! En ég
skil vel, að menn hafi gaman af
þessu, þetta er alveg afskaplega
skemmtilegt, held ég. Ég blóðöf-
unda þá. En ég verð að segja alveg
eins og er: Mér finnst fullt eins
gaman að horfa ó hestana, eins og
að sitja á þeim. Ef ekki meira gam-
an. Mér þykir gaman að öllum dýr-
um, undantekningalaust. Ég er af-
skaplega áhugasamur um Afríku og
það dýralíf allt, sem þar er. Aldrei
hef ég nú samt komizt þangað.
— Við skulum tala um karrika-
túrinn.
— Ég hef eiginlega aldrei gert
karrikatúr í þeirri merkingu, sem
almenningur leggur í það orð. Með
karríkatúr álítur almenningur, að átt
sé við skrumskælingu, tildæmis að
tífalda stórt nef eða þessháttar. Ég
hef aldrei fengizt við þvíumlíkt. Ég
hef reynt að ná sérkennum manna
og karakter.
— Að teikningarnar þínar dragi
fram karakterinn og séu góðlátleg
kímni.
— Já, meira það. Ja — hversu
góðlátleg — það skal ég ekki segja.
Það er að minnsta kosti aldrei nein
persónuleg illgirni við það. Ég er
alltaf að reyna að gera teikning-
arnar þannig, að hægt sé að sjá
hvernig maðurinn hreyfir sig, hvern-
:g hann talar — hvernig hann hugs-
ar, jafnvel — heldur en beinlínis
þetta ytra borð.
— Hafa þeir, sem þú hefur teikn-
að án þeirra vitundar, nokkurn
tíma orðið reiðir og hótað að berja
Þig?
— Nei, aldrei hefur mér verið
hótað barsmíð, og enginn hefur
snúið sér til mín með kvartanir.
En ég hef heyrt utan að mér, að
ýmsum er ekkert vel við það.
— Og það hefur aldrei borið
við, að fyrir þetta eða gegnum
þetta, hafirðu átt í erfiðleikum með
að fá víxil í banka, eða þess hátt-
ar?
— Nei, nei. Og af því máttu
ráða, að ég hef ekki verið sérstak-
lega vondur við þá. Ég man aðeins
einu sinni eftir að hafa fengið
skammir fyrir mynd, sem ég gerði
í þessu sambandi. Einhvern tíma
var kvartað un.dan því í blaði, að
erfitt hefði verið að ná símasam-
bandi við Selfoss, því stúlkurnar
hefðu truflazt af einhverju smádýri,
mink mús, eða þess háttar. Og ég
teiknaði í Spegilinn mynd af því.
Daginn eftir að blaðið kom út, var
hringt til mfn frá Selfossi, og ein-
hver símadaman skammaði mig eins
og hund fyrir að vera að svívirða
þær.
En ég hafði alltaf forðazt að
láta nota mig sem innlegg í póli-
tískar deilur — nema náttúrlega
upp á kaup í Morgunblaðinu fyrir
kosningar. Annars hefur það komið
fyrir, að menn, sem hafa átt í úti-
stöðum, hafa beðið mig að teikna
fyrir sig mynd til að klekkja á and-
stæðingnum — ég hef alltaf neitað
þv.í. Það gegnir öðru máli með
Spegilinn, því hann gerir grín að
öllum — og öllum jafnt, og það
var ekkert persónulegt við það.
— Þú sagðir áðan, að Páll Skúla-
son hefði yfirleitt lagt þér upp í
hendurnar, það sem þú áttir að
teikna fyrir Spegilinn. En sú þjálf-
un, sem þú fékkst þar, hefur þó
komið þér til góða annars staðar?
— Efni teikninganna var venju-
lega afráðið á ritstjórnarfundi, en
svo hafði ég frjálsar hendur með
að útfæra hugmyndina. Og þetta
komst mjög mikið upp í vana. Þetta
voru sömu mennirnir aftur og aft-
ur, og fólkið þekkti orðið, að þessi
samsetning af linum þýddi Ólaf
Mjólkin er bezt
MEÐ
ROYAL búðing
Reynið ROYAL
„Milk-shake"
Lci'ðbeiningar
aftan á
pökkunum
VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 47