Vikan


Vikan - 07.11.1968, Page 52

Vikan - 07.11.1968, Page 52
VEED V- BAR KEÐJUR er rétta Iausnin Það er staðreynd að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetrí og balda bílnum stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. Sendum i póstköfu um allt land. KIUVIIW t.lDWSO\ II.F. Klapparstíg 25—27 — Laugaveg 168. Sími 12314 — 21965 — 22675. Það var upphafið, en ég lét það allt bitna á Dave. — Johnny, hvað hefði byssan gert gott? Hún hefði áreiðanlega ekki orðið okkur til neins góðs. Við getum ekki hætt að vera það sem við erum, sama hvað kemur fyrir Pollý. Heldurðu að þú getir miðað byssu á einhvern og tekið í gikk- inn. Eg íhugaði þetta um stund, áður en ég svaraði: — Nei, ég gæti það ekki. — Eg er fegin, sagði hún og kinkaði kolli. — Vegna þess að ég duga ekki í tilfellum eins og þessu, verð að engu gagni? — Vegna þess að þú ert það sem þú ert. Svo sagði ég henni frá Lenny Montez og rauða Benzinum. Ég sagði henni allt og dró ekkert und- an. Og hún var þögul í eina eða tvær mínútur áður en hún svaraði. Þegar hún tók til máls var hún undarleg I háttum. Hana langaði að vita nákvæmlega um tilfinning- ar mína I garð Lenny Montez. — Þær eru ekki til, nákvæmlega ekki til. — Þú hefðir getað neytt hana til að koma með þér á lögreglustöðina, sagði hún hægt. Ungfrú Clementine s? hana þegar hún tók Pollý. Gerð- irðu þér það Ijóst, Johnny? Eða gerðirðu þér það ekki Ijóst? — Nei, ég gerði mér ekki grein fyrir því. Ég hafði aldrei séð svona svip á andliti Alísu, blöndu af skelfingu og fyrirlitningu. , — Ég segi það satt að ég mundi ekkert eftir því. Ég kalla guð mér til vitnis, Alísa, að mér datt aldrei í hug að ungfrú Clementine hefði getað borið vitni gegn Lenny. - Nei? Tár reiði og getuleysis voru að brjótast fram í augankrókana. — Nei. Nei. Nei. Hvað heldurðu að ég sé? Hverskonar skrímsli held- urðu að ég sé? — O Johnny, ég veit það ekki lengur. Ég veit ekki hvað ég á að halda. — Það er sama hvað ég hefði gert, sagði ég biðjandi. Þeir hefðu haft Polly. — Johnny, ó Johnny, skilurðu það ekki? Við hefðum haft þessa meri og það hefði verið tækifærið, sem við vorum að bíða eftir, tæki- færið sem hefði getað réttlætt það að við færum til lögreglunnar og skýrt frá öllu saman. — Hvað ertu að reyna að segja mér? Að ég hafi með þessu undir- skrifað dauðadóm minnar eigin dóttur? Ertu að reyna að segja mér það? — Ég er ekki að segja það, Johnny. Þú segir það. ■— Þú sýnir enga vægð! — Þú vildir ekki vorkunnsemi, sagði Alísa. Við sátum þegjandi í setustof- unni, biðum eftir að tíminn liði og við yrðum að láta til skarar skríða. Klukkan var næstum orðin hálf níu en tíminn var genginn úr öllu sam- hengi við raunveruleikann. Ég hefði getað sagt við sjálfan mig að það væru aðeins tuttugu og fjórar klukkustundir liðnar síðan gamall maður að nafni Shlakmann, fyrr- verandi SS-maður og fangabúða- VELJUM ÍSLENZKT-^^ft ÍSLENZKAN IÐNAÐ Uk/J H/F SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN SlRIUS H/F BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI stjóri, greip í mig á neðanjarðar- brautarpallinn og sárbændi mig að hjálpa sér, en þessháttar upprifj- un hefði raunar verið gagnslaus. Ég var þrjátíu og fimm ára að aldri, en ef öll mín ævi hefði verið lögð á vogarskál móti deginum í dag, hefði dagurinn orðið þyngri og enzt leng- ur. Við höfðum setið þarna í tuttugu mínútur, en það voru ekki venju- legar tuttugu mínútur; það voru verstu tuttugu mínútur allrar minn- ar ævi, verstu tuttugu mínútur allr- ar þessarar martraðar lykilsins. Ekk- ert sem gerzt hafði var eins þrúg- andi og óbærilegt og þessar tutt- ugu mínútur; ekkert sem gerast myndi sambærilegt við þær. Ég var dæmdur maður, prófaður og dæmd- ur fundinn um glæpsamlega vit- leysu, sekur um morð á barninu mínu. Setjið ykkur í mín spor og reynið að ímynda ykkur hvernig þetta er, ef þið viljið vita hvernig mér leið. Alísa vissi hvernig mér leið. Hún reyndi ekki að létta mér byrðina; það var tilgangslaust og hún sagði ekki að hún hefði haft rangt fyrir sér og gerði ekkert til að létta mér byrðar þjáningar og heimsku á nokkurn hátt; en eftir að tuttugu mínútur voru liðnar, sagði hún næstum hversdagslega: — Ég skal segja þér Johnny, að meðan þú varst í burtu var ég að hugsa um lykilinn .... Ég sagði ekkert þegar hún þagn- aði. — Ég hélt ófram að hugsa um hann, vegna þess að ef við hefðum aðeins einhverja hugmynd um hvar hann er, stæðum við betur að vígi. En ég held að ég viti hver tók hann. — Heldurðu það? — Ég held að ég viti það, ég er ekki viss. En þeim mun meira sem ég hugsa um þetta, þeim mun trú- legra fannst mér þ«að. — Hver tók hann, Alísa? — Pollý. - Pollý? — Já. Eftir að þú hringdir í morg- un setti ég lykilinn á eldhúsborðið og svo fór ég aftur út, en Pollý varð eftir inni. Pollý sá mig láta hann á borðið. Hún spurði mig hvað þetta væri og ég sýndi henni hann. — Þetta er skrýtinn lykill, sagði hún. — Hann er flatur. Ég sagði henni að þetta væri lykill að stað, þar sem menn geymdu sína dýrmætustu hluti, mjög dýrmæta hluti, eins og beztu brúðurnar hennar. Hún hlýtur að hafa orðið hrifin af lyklinum. Ég skildi hana eftir I eldhúsinu og þegar ég var tilbúin að fara gekk ég bara að bakdyrunum og kall- aði til hennar: — Komdu Pollý, komdu, annars verðum við of sein- 52 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.