Vikan


Vikan - 07.11.1968, Page 54

Vikan - 07.11.1968, Page 54
 ÞÁ ER VARLA UM ANNAÐ AÐ RÆÐA EN HIÐ LJÚFFENGA LIMMITS OG TRIMMETS MEGRUNARKEX. Fæst í apótekum um land allt — Heildsölubirgöir: G. Ölafsson, Aðalstræti 4. einangrunarfangabúðir. Gamli sauð- urinn er dauður. Djöfullinn hirði hann. Ég er lifandi. Ég vil fá lykil- inn. — Lykilinn, endurtók ég sauðar- lega. — Lykilinn, félagi... Hann lauk við bjórinn og lagði dósina frá sér. Svo glotti hann við, tók dósina upp aftur og kreisti hana milli fingra sér, án áreynslu. Dósin lagðist saman undan fingrum hans. Þetta bros gerði litla, náföla and- litið að ásjónu einhvers skriðkvik- indis, sem ekki er til í dýrafræð- inni. — Ég vil gera allt með góðu. sagði hann. — Ég vil alltaf gera allt með góðu. Hver kærir sig um ofbeldi og vandræði? Hversvegra léztu feita karlinn ekki hafa iyk.l- inn? Alísa hristi höfuðið vonleysis- lega. — Ég er ekki með neinn leik- araskap, sagði Shlakmann. — Feiti maðurinn er með leikaraskao. Pú ert heimskur, Camber, heimskur, og nú hefur feiti maðurinn náð I krakk- ann þinn og ég ætla að fá lykil- inn. Þú ert enginn maður til að leika þér við gamla manninn. Þið tvö kunnið ekki að þvo ykkur bak við eyrun, en ég skal leika mér við feita manninn. Heimskingi! Þú reyndir að pressa út úr honum tutt- ugu og fimm þúsund. Það var líka heimska. Feitur hefði skorið móður sína á háls fyrir tuttugu og fimm þúsund dollara. Nú áttu engan krakka og engan lykil. Hvar stend- urðu þá? Ha? Feitur bíður að fram- anverðu, en ég kom inn að aftan- verðu. Hvar stendurðu nú? And- skotinn hirði ykkur — heimskingj- arnir ykkar. Komið með lykilinn. — Við höfum hann ekki, hvísl- aði ég. — Það er gaman að ykkur, sagði Shlakmann og brosti. Tveir heimsk- ir hlandkoppar — og standið þarna og segið mér sögu. Hann tók aftur upp bjórdósina, lagði endana saman með vísifingri og þumalfingri og kreisti hana síð- an aftur eins og hún væri deig, sem ætti að fara að baka. — Sástu þetta? Ef ég tæki nú á þér handlegginn, Camber, bara si svona og færi að snúa upp á, held- urðu að þú létir mig hafa lykilinn þá? — Á ég að segja þér nokkuð, sagði Alísa. — Ég skal segja þér, Shlakmann, að þú ert jafn heimsk- ur og við. Já, ég held að það verði ekki vitglóra fundin með neinum ykkar — þér með vöðvana — Angie með hnúajárnin — og feita mann- inum með þessa lóðaríistík, sem hann á fyrir konu — mér verður óglatt af ykkur öllum. Shlakmann fór að flissa. — Cam- ber, sagði hann við mig. — Mér verður óglatt af ykkur. Heyrirðu það, tíkarsonur? Mér verður óglatt af ykkur. Honum þótti þetta fynd- ið og hann skellihló. — Óglatt, endurtók Alísa. — Þið þefjið allir af ævilangri dvöl ykkar í rennusteininum. Ég hef aldrei á ævi minni vitað fyrr að til væru menn eins og þið. Og þið hugsið ekki. Geturðu ekki skilið að ef við hefðum þennan djöfulsins lykil, þá hefðum við látið hann? Shlakmann hætti að hlæja: — Nei, frú. Hversvegna hefðuð þið átt að láta þá hafa hann? — Þótt ekki væri nema af þeirri einföldu ástæðu, að koma í veg fyr- ir að apar eins og þú kæmuð hing- að til að hafa í hótunum við okkur. — Frú, þessi lykill er gull. — Okkur aðeins sorg. — Gull, frú, gull. Hann þreif um handlegginn á mér og kreisti og ég gretti mig af sársauka. — Hættu þessu! hrópaði Alísa. Hlustaðu á mig. Hann sleppti mér og kinkaði kolli. — Allt í lagi, frú, ég hlusta! — Viltu fá lykilinn? — Éq vil fá hann. — Gott. Þú vilt fá lykilinn, við viljum fá barnið. Ertu með feita manninum eða móti honum? — Ég er með mér, frú, og ég vil fá hann fyrir mig. — Gott. Lykillinn er ekki hér. Hlustaðu og farðu ekki að misnota þessa vöðva þína. í morgun lagði ég lykilinn einmitt hér á borðið. Shlakmann gekk að borðinu og starði fast á punktinn, sem Alísa hafði bent á. — Já, hér, sagði Alísa. — Svo skildi ég litlu stúlkuna mína eftir hér og fór aftur inn í svefnherberg- ið. Svo fór ég með stúlkuna í skól- ann og þegar ég kom aftur var lykillinn horfinn. Það var þess vegna, sem við gátum ekki látið Angie hafa hann og það var þess vegna, sem þeir tóku barnið okkar. — Og tuttugu og fimm þúsund dollararnir, frú? — Við urðum að segja Angie eitthvað. Hann hefði drepið okkur — svo við lugum að honum. — Aðeins til að fá nokkurra klukkustunda frest, Shlakmann, sagði ég. — Við lugum að Angie. Guð veit að ég vildi ekkert frem- ur en losna við þennan lykil, en við gátum ekki fundið hann. Hann var horfinn. — En nú hafið þið fundið hann. — Nei, sagði Alísa, — en ég veit hvar hann er. Litla stúlkan mín tók hann og hún er með hann í vasan- um. Það hlýtur að vera, vegna þess að hann getur ekki verið annars staðar. Og ef þú vilt fá hann get- urðu fengið hann. Við viljum að- eins fá barnið. Ef þú finnur hana máttu fá lykilinn. — Kannske veiztu hvar hún er, Shlakmann, sagði ég og greip fram í. Þetta er skynsamlegt og við högn- umst öll á því. Þú færð lykilinn og við fáum Pollý. — Og á ég að trúa þessu? hreytti Shlakmann út úr sér. Þið segið mér þetta, en á ég að trúa því? — Þú verður að trúa því, sagði ég. — Þú átt ef til vill engin börn, Shlakmann, en þú hefur lesið um fólk, sem börnunum hefur verið rænt frá. Líttu á okkur, erum við að Ijúga að þér? Líttu bara á okkur. Við höfum mátt þola helvíti, við lifum í martröð. — Bíðið andartak, sagði Shlak- mann og lyfti kjötkrofunum. Bíðið aðeins andartak. Honum var greini- leg óreynsla af því að hugsa. Hann gat ekki hugsað án þess að líkam- inn væri með. Andlitið varð skrímsl- islegra en nokkru sinni fyrr, meðan hann setti stút á varirnar, blés í kinnarnar og pirði augun á okkur. — í þessu hólfi er meira en tveggja dollara virði. Þið látið Angie ekki hafa lykilinn, svo hvers- vegna ættuð þið heldur að láta mig hafa hann? Það getur verið að þið séuð að Ijúga. Ég skal hrista úr ykk- ur lýgina, sagði hann ákveðinn í bragði. Hann lagði af stað í áttina til mín. — Hlustaðu! hrópaði Alísa. — Hlustaðu, Shlakmann, og láttu ekki eins og fffl. Þú gætir drepið okkur með berum höndunum, er það ekki rétt? Shlakmann brosti: — Rétt, frú. Sjáðu hvað ég geri við hann. Það gefur þér nokkra hugmynd. — Hlustaðu nú á mig. Þú sýnir okkur hvar barnið er og við förum með þér. Ef Pollý hefur ekki lykil- inn geturðu drepið okkur eða gert við okkur hvað sem þú vilt. Mynd- um við reyna að snúa á þig þegar við vitum hvernig þú getur farið með okkur? Hann hugsaði andartak. — Haf- iði ekki kallað í lögguna? — Nei. Við viljum aðeins fá barnið eins og við vorum að segja þér. Þú vilt fá lykilinn. Við getum fengið hvorttveggja. Ef þú lemur okkur sundur og saman núna glöt- 54 VIKAN—AFMÆLTSBLAÐ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.