Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 56

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 56
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað 'kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. um við öll því, sem við vil|um fá. Skilurðu það ekki? Hann starði ó okkur og hugsaði um þetta. Við stóðum þrjú stíf og þegjandi í eldhúsinu. Svo sagði hann hægt: — Eg skal segja þér svolítið, Camber, og þér líka, frú. Við erum öll að leika ankanalegan leik. Það er eins og við séum að gefa spil og ætlum að svindla og þá verðum við að vita við hvern við erum að spila. Hann faðir minn — Gustaf Shlakmann — hann var enginn eng- ill, en feiti maðurinn er verri. Fað- ir minn var djöfuls kvikindi. Hann naut þess að drepa. Þess vegna var hann í SS. Ég hef ekkert á móti SS, það gaf ýmsum gott tækifæri. En gamli maðurinn vildi ekki fó nein tækifæri, hann vildi aðeins vera doppmaður og drepa. Skiljið? Hann naut þess. Ég kinkaði kolli og Alísa sagðist skilja. — Gott, frú. Þú ert gófuð. Þú hugsar. Skilurðu mig? — Ég skil þig, sagði Alísa. — En feiti maðurinn er verri en faðir minn, — þegar til kastanna kemur. Ef maður drepur af því að hann hefur nautn af því, allt í lagi með það, það er mannlegt. En feiti maðurinn drepur ef honum finnst einhver vera til óþæginda. Bara svona; Hann smellti með fingrun- um: — Skiljiði? Við kinkuðum kolli. — Ég sný á feita manninn. Það þýðir að ég mó ekki gefa neinum tækifæri til að snúa á mig. Skiljiði það? — Þú vilt fá það sem er í hólf- inu fyrir þig sjálfan. — Fyrir mig sjálfan, frú. En ef þið svíkið mig, þá sver ég við guð að ég skal drepa hann, þig og krakkann. Trúirðu mér, frú? — Ég trúi þér, hvíslaði Alísa. — Gott. Þá er þetta ákveðið. Þeir sögðu þér að ná í bát, Camber. Ertu búinn að ná í hann? — Ég er búinn að því, sagði ég. — Hvar er hann? — I bátaleigunni. Á Hackensack ánni. — Allt í lagi. Áttu byssu? Ég hristi höfuðið. — Heimskingi, sagði hann og hristi höfuðið. — Þú ætlar að berj- ast við þennan félagsskap, en þú veizt ekkert hvað þú ert að gera. Allt í lagi. Við skulum gera það, án byssu. — Það er aðeins eitt — ég fer með ykkur, sagði Alísa. — Hvað? — Þið heyrðuð hvað ég sagði. Ég fer með ykkur. — Nei, heyrið mig nú, frú. Ég get ekki draslazt með neina tómata með mér. — Þetta er mitt barn og ég fer. Þú heyrir hvað ég segi, Shlakmann, og vogar ekki að tala svona við mig framarl — Hvernig? — Þegar þér talið við mig eða um mig er ég frú Camber. Ekki frú, ekki tómatur. Frú Camber, heyrið þér það? Shlakmann starði vantrúaður á hana. — Ég er ekkert hlessa á vöðvun- um þínum, sagði Alísa. — Ég gekkst inn á þetta vegna þess að ég elska barnið mitt og vil fá það lifandi. En annaðhvort hagar þú þér eins og siðuðum manni sæmir eða við riftum samkomulaginu. Skilurðu? — Allt í lagi, komdu þá með, frú. Haltu þér bara saman. Ég þoli ekkert andskotans þras. 10: ÁIN Það hvarflaði að mér hvað ger- ast myndi ef Pollý hefði ekki lyk- ilinn. Hvaðeina sem Alísa gerði stjórnaðist af því sem henni datt í hug, þá á stundinni og þar sem ég hafði verið lamaður á sál og lík- ama af tilhugsuninni um það hvaða afleiðingar það kynni að hafa í framtíðinni, var hún ánægð með að slá illu á frest. Framhald í næsta blaði. HÁRLAKKIÐ sem vandlátir velja Fæst í næstu kaupfélagsbúð 56 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.