Vikan


Vikan - 07.11.1968, Side 57

Vikan - 07.11.1968, Side 57
ÚRVAL SÝNINGAVÉLA OG MYNDAVÉLA og mapgl íleira ASHI PENTAX VÉLAR OG FYLGIHLUTIR FILBVIUR PERUR Framhald af bls. 19 næstum búinn að gleyma dul- málslyklinum, sem Robert hafði krafizt að yrði notaður á þessari viðkvæmu línu. Er Zimmermann hafði náð valdi yfir sinni rugl- ingslegu ensku og þar næst dul- málinu, rak Robert upp fagnað- aróp. — Þetta var B-dagur, brjóstahaldaradagur. Hann þaut yfir í rannsóknar- deildina. Tvær örmagna stúlkur hölluðu sér upp að borðinu. Önn- ur hlaut að hafa verið að störf- um alla nóttina. Hún neri á sér augun og deplaði þeim þreytu- lega. Ein var að nudda á sér brjóstin og anda djúpt, eins og í tilraunaskyni til að gá hvort nokkuð hefði sprungið. Doktor Zimmerman sneri sér við til að taka á móti Robert. Fögnuðurinn á andliti hans leyndi sér ekki. Bak við gleraug- un skinu augun, sjálfsagt af geðs- hræringu. Hann dró af sér gúmmíhanskana og kastaði þeim á bekkinn, ekki sem ögrun, held- ur ánægjulega. Robert þorði ekki að segja neitt. Það var Zimmerman sem fyrst- ur talaði. — Jæja! hrópaði hann. Önnur stúlknanna hrökk við og færði sig fjær. - Því er lokið. Við höfum margprófað þetta og það er enginn vafi lengur. Við er- um búin að prófa það tuttugu sinnum. Önnur stúlkan kinkaði kolli þurrlega tii samþykkis. — Tutt- ugu sinnum og alltaf fáum við sama árangurinn. • - - Og þeir sögðu að þetta væri ekki hægt. Þeir sögðu að þetta stríddi á móti eðli náttúrunnar sjálfrar. — Vísindin viðurkenna engin takmörk lengur. Ekki eftir dag- inn í dag. Robert var tregt um tungu af geðshræringu. Hann sá að Zimmerman var eins farið. — Eruð þér viss? Þetta var of gott til að vera satt. Hann myndi ekki trúa því meðan nokkur minnsti grundvöllur væri fyrir efa. — Eruð þér viss um að það hrífi. — 'É'g var að segja það, sagði Zimmerman. — Það verkar alveg eins og það á að gera. Prófað. Ég var að segja yður það. Við erum búnir að prófa það tuttugu sinnum. — Á mannlegri veru? Zimmerman sneri sér hátíð- lega að stúlkunni, sem nær hon- um var. — Doktor Kronhausen! DANISH GOLF Nýr stór! góctur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! SmávindilljSem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og heíir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kauþid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3 stk. þakkanum. SGANDINAVIAN TOBAGCO COMPANY DENMARK VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 57

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.