Vikan


Vikan - 07.11.1968, Side 67

Vikan - 07.11.1968, Side 67
verða af þeirri heimsókn, ef hann mætti ráða, en sökum meðfæddr- ar háttvísi sagði hann: — Þú gætir kannski komið og borðað með okkur miðdegisverð á morgun. Klukkan hálf átta á hótelinu. . . . Holly og faðir hennar komu til Oxford með hádegislestinni. Þetta var fyrsta heimsókn Hollyar til háskólabæjarins, og hún virti bróður sinn fyrir sér með aðdáun. Eftir hádegisverðinn sýndi Jolly þeim bæinn. — Já, það er ann- ars rétt, sagði hann eins og út í bláinn, — ég neyddist til að bjóða þessum Val Dartie að borða með okkur í kvöld. Hann vildi endi- lega bjóða okkur til hádegisverðar á stúdentagarðinum sínum. Mér fannst hentugra að bjóða honum heldur að borða með okkur, þá þurfum við ekki að heimsækja hann. En ég er ekkert sérlega hrif- inn af honum. Holly roðnaði upp í hársrætur. — Hversvegna ekki? spurði hún með hægð. O, ég veit það ekki . . . mér finnst hann spjátrungslegur. Hvernig er fólkið hans, pabbi? Jo gat ekki komizt hjá því að brosa. — Spurðu Holly, hún hefur líka séð móðurbróður hans. — Mér líkar vel við Val, tautaði Holly. —- En Soames frændi . . . ja, hann er allt öðruvísi. Það voru ekki skrautleg salarkynni á gamla hótelinu, þar sem feðginin bjuggu. Litla stofan var dimm, á veggjunum var gömul eikarklæðning. Þar sat Holly, alein, klædd hvítum kjól, og beið eftir gestinum. Val tók varlega í hönd hennar, eins og það væri fiðrildi sem hann héldi í lófa sér. Svo greip hann gardeniu, sem hann bar í hnappagatinu, rétti henni hana og spurði hvort hún vildi ekki setja hana í hárið, það myndi fara henni svo vel. . . . — Ó, nei — nei, takk, sagði Hollv, en tók samt vð blóminu, því að hún mundi hvernig Jolly hafði lýst honum, og hún var viss um að bróður hennar fannst það spjátrungslegt að bera blóm í hnappa- gatinu. Henni var mikið í mun að þeir feðgarnir fengju aðra hug- mynd um Val. — Ég hef ekki sagt þeim frá reiðtúrnum okkar, Val. — Nei, við skulum halda því leyndu, okkar á milli.. . . Það var greinilegt að hann var taugaóstyrkur, og það jók á sjálfs- traust hennar, og hún fylltist viðkvæmri þörf til að gleðja hann. Segðu mér eitthvað um Oxford. Það hlýtur að vera yndislegt að vera hér. Val viðurkenndi að það væri gott, því að hér gat maður gert það sem mann lysti. Það var ekki tekið svo alvarlega með fyrirlestrana, og hann hafði eignazt marga skemmtilega félaga. — En samt vildi ég geta horfið til London, þá gæti ég heimsótt þig, bætti hann hlý- iega við. Holly leit feimnislega niður, en í því komu feðgarnir inn. Þar með var rómantíkin fokin út í veður og vind og gerði ekki aftur vart við sig þetta kvöld. Það var eitthvað sem olli því, að kvöldið var ekki sérlega vel heppnað. Jo var ekki lengi að finna kalann sem hafði myndazt á milli ungu mannanna, já, jafnvel Holly var eitthvað annarleg. Rétt eftir miðdegisverðinn fékk Jo bréf, sem gerði hann hugsandi og þöglan, það sem eftir var kvöldsins. Þegar Val og Jolly fóru, gekk hann spottakorn með þeim, en staðnæmdist undir götuljós- keri á leiðinni heim, og las bréfið aftur. Þetta var neyðarkall frá Irenu, og það truflaði sálarró hans. Hvað átti hann að gera? Honum kom til hugar að snúa sér til June dóttur sinnar. Ef til vill gæti hún hjálpað. Irene hafði þó einu sinni verið bezta vinkona hennar. Hann ákvað að senda skeyti til June og biðja hana um að hitta sig á Paddington stöðinni, næsta dag. Á leið sinni heim að hótelinu reyndi hann að skilgreina sínar eigin tilfinningar. Hefði honum orðið svona mikið um, ef þetta hefði verið einhver önnur kona? Nei, það var alveg ljóst að hann hefði tekið þessu létt, ef einhver önnur en Irene hefði átt í hlut. . Jo gekk beint til herbergis síns, en hann var of eirðarlaus til að fara að sofa. Hann fór ekki úr frakkanum, en settist við gluggann og leit yfir þökin í þessum fagra bæ, sem nú var baðaður í tungl- skininu . . í næsta herbergi lá Holly, og hún gat heldur ekki sofið. Hún hugsaði um það fram og aftur hvað hún gæti gert svo bróður henn- ar líkaði betur við Val. Ilmurinn af gardeníunni fyllti litla her- bergið, og hún var sæl, vegna þess að hún fann tengslin við Val, fann nálægð hans, þegar hún handlék blómið. Á stúdentagarðinum stóð Val við gluggann í herbergi sínu og horfði niður í tunglskinsbjartan garðinn. En það var Holly sem hann sá, — Holly, þar sem hún sat við arininn, í hvíta kjólnum, og beið hans. . . . Framhald í næsta blaði. GEFJUN KIRKJUSTRÆTI / ; Þer soarið með áskrift VIKAN Skipholtl 33 - sími 35320 V / VIKAN—AFMÆLISBLAÐ «7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.