Vikan


Vikan - 07.11.1968, Page 69

Vikan - 07.11.1968, Page 69
■\ r efindum ]nnum, en mœtti gjurnan temja sér eölilegri kurteisi. Sértu ungur og laglegur sveinn, er hún elskuleg. Ef þú ert ókurteis eöa frekur á hún til aö bíta frá sér. Hún lætur ógjarnan snúa á sig í peningasökum. Sértu samstarfsmaöur hennar lœtur liún reiöi sína bitna á þér, þegar viöskiptavinirnir gera henni gramt í geöi. En aftur á móti kippir liún sér ekki upp viö þaö, þótt þú gjaldir í sömu mynt. Á laugardögum er hún vís til þess aö kyssa þ'ig á vangan eftir lokunina. Á mánu- dagsmorgnana er aftur ekki víst aö hún anzi, þótt þú bjóöir góöan dag. Á kvöldin vill Reykjavikurstúlkan hafa frí. Pá' viU húú skemmta sér. Þó hjálpar hún mömmu sinni viö heimilisstörfin, ef liún er beöin þess, en er löt aö stoppa í sína eigin sokka. I versta tilfelli gerir iiún þaö á morgn- ana. 1 staö þess aö sitja lieima, býr hún sig í sín- ar beztu flíkur og fer út. Henni er annt um uö vera vel til fara. Kjólar, hattar og kápur eru henni meira viröi en fæöi og húsnceöi. Hún fylgir tízkunni eins vel og hún getur, og grenn- ir sig meö sulti, ef á þarf aö halda. Hún er vel heima í flestu, er lýtur aö nýtízku kven- snyrtingu. Hún er lagleg dsýndum. Erlendir gestir liafa í gamni taliö henni trú um þaö, aö him sé falleg, og hún tekiö þaö í alvöru. 1 samrœmi viö þaö leggur hún rækt viö and- litsfegurö sína, en gleymir aö til er kvenlegur yndisþokki, sem er allri fegurö skœöari í sam- keppni. Hún er sæmilega vaxin og stolt af þvi aö liafa snotra fœtur. Ef hún hefur breiöan og fallegan hnakka gengur hún meö drengja- koll, annars meö hálfsítt liár. Öliöaö hár þolir hún ekki. Andlitsduft notar hún mikiö, en þó tiltölulega meira varlit, slæma tegund. Tenn- urnar liiröir hún sœmilega. Neglurnar laklcar hún meö ódýru lakki, en er trassi aö skafa undan þeim, AÖ ööru leyti er hún hrein og þokkaleg. Föt liennar eru venjulega dýrari en hún hefur efni á aö lcaupa, sérstáklega kápan. Þó notar hún oft ódýra tegund af sokkum og gengur þá í þeim úthverfurn. Lykkjuföll ]>eirra eru liennar versti óvinur. Hún gengur oftast á hœlaliáum skóm, jafnt d götunni sem innan- húss, snýr ]iá stundum, en hiröir sœmilega. Úti á götunni gengur liún hratt, og ber sig vel. Þó er þaö siöur 'hennar aö ganga licegt umhverfis tjörnina þegar fer aö halla sumri. KveÖju þinni svarar hún meö litilli hneigingu og brosi. Hún er álltaf niöursokkin í samræö- ur viö stallsystur sínar, en gefur þá nákvæmar gœtur aö liverjum, sem hún mœtir. Hún er mannglögg og minnug á föt annarra. Ef þú telcur elcki eftir henni d götu er hún móöguö, /iar til þú heilsar henni næst. Á götunni lítur 'hún oft um öxl. Á skemmtunum er Reykjavíkurstidkan kát og skemmtileg. Hún vill leggja lag sitt viö þaö, sem hún kállar „betra fólk“, en þaö er teygjanlegt hugtale. Hún dansar vel, og gerir þá kröfu til allra karlmanna, aö þeir geri þaö Hka. Hún syngur ekki mikiö og velur lielzt lög eins og „Kátir voru karlar“ eöa önnur /tess háttar. Vín er hún til meö aö smákka, en þolir ekki milciö. Aftur reykir hún sígarettur á viö hvern karlmann og fær því oft gula fingur. Af gosdrykkjum vill hún helzt sítrón og appelsín, en sœtar rjómakölcur eöa tertu meö kaffinu. Henni þykir vænt um ef dálítiö er dekraö viö hana, en ef herrann er blankur vill hún gjarnan borga aö sínum hluta, þó elclci á skemmtistaönum. Fylgi herrann lienni heim, er henni ekkert á móti skapi, aö liann reyni aö kyssa hana í bílnum eöa i forstofunni. Takizt þaö ekki, er þuö annaöhvort fyrir klaufaskap lians, eöa aö henni fellur hann ekki í geö. Reykjavíkur- stúlkan slær ekki hendinni á. móti þannig lög- uöum smáœvintýrum aö ástœöulausu. Veröi hún seint. fyrir hjá vin'i sínum og komi heim undir morguninn, er hún sleip aö sannfœra pabba og mömmu um, aö hún hafi veriö á balli í Hafn- arfiröi og misst uf öllum bílum. Reykjavíkurstúllcan er vinur vina sinna, Hún tekur svari þeirra og er hjálpfús ef í nauö- irnar rekur. Kyhniist ]ni henni vel, vill liún gjarnan talu um alvarleg efni og láta í Ijósi skoöanir sínar, sem hún dregur endranœr í hlé, en þœr eru nær œtíö skynsamlegar niöur- slööur af liennar eigin reynslu og athugana. Hún er eklti trúhneygð en oft talsvert pólitíslc. Siöferöiskröfur hennar eru ekki strangar frá trúarlegu sjónarmiöi, en hagkvæmar og í sam- Framhald á bls. 50. Vikan fylgdist vel með tízkunni á þess- um árum eins og oítast síðar. Þar er m. a. viðtal við tvær merkar konur, sem verið hafa erlendis, og segja þar lesendum VIK- UNNAR frá þvi, sem er að gerast í þeim málum þar. Frú Gunnlaug Briem hafði verið á ferðalagi til að kynna sér tízkuna í Eng- landi, Þýzkalandi og á Norðurlöndum. — Ilún er spurð: Hvað sáuð þér eftirtektarverðast af kven- tízku í Þýzkalandi? Um tízku cr tæplega að ræða, því að stjórn- in hvetur kvenfólk óspart til að klæðast ein- kennisbúningum national-sosialista-kvennasam- bí.ndsins. Athafnamestu menn í tízkuiðnaðinum hafa löngum verið Gyðingar, en nú hafa þeir orðið að flýja úr landi, enda flestir eða allir misst verzlunar- eöa iðnaðarleyfi sín. Tízkuhúf? þau, sem þeir hafa rekið, eru þó rekin áfram, að nokkru leyti með sama starfsfólki, og þar er margt fallegt að sjá, þó að lítið gæti þess varnings á götum úti. — En svo fóruð þér til Norðurlanda? Já, þar kveður strax við annan tón — tóm lífsgleöi, þó að nokkuð gæti í Danmörku ótta um framtíð Suður-Jótlands. — En það var tízkan ? — Já, alveg rétt. Við ætluðum að tala um tízk- una, en hún er ekkert einstakt fyrirbrigði, sem skýrð verður án samhengis við aðra viðburði og ástands. Tízkan verður að sjálfsögðu barn sinn- ar tíðar, ekki verk einstakra ,,tízkukónga“, sem stinga sanicn nefjum suður í París, heldur af- leiðing af hugsunarhætti, sem mótast og breyt- ist í samræmi við aldarháttinn.“ Þetta eru ummæli, sem enn má hafa í huga. Viðtal er við Dýrleifu Ármann, sem sett hefur á stofn kvensaumastofu í Reykja- vík og hún spurð, hvenær henni hafi fyrst dottið í hug að læra að sauma. „ — Eiginlega þegar ég var þrettán ára göm- ul, og síðan saumaði ég mest allt á sjálfa mlg. Sautján ára gömul komst ég inn á Mode Palæet í Kaupmannahöfn, en ég varð að segja, að ég hefði saumað í þrjú ár, en það var nú ekki satt. Það var nú sama. Ég komst þar að og fékk rúmlega hundrað krónur á mánuði, svo að ég gat lifað mjög sómasamlegu lífi. Ég verð aldrei svo gömul að ég gleymi fyrsta kjólnum, sem ég saumaði. Það var ljósblár samkvæmiskjóll með hringskornu pilsi, en það hafði ég aldrei séð fyrri. Það gekk ekki sem bezt. En eftir þrjá mánuði komst allt í lag.“ Hún segist einu sinni hafa saumað þrjá kjóla einn daginn, en oftast taki það tvo daga, og endar viðtalið á þann hátt, r rð hún er spurð, hvort hana langi ekki til að fara héðan. ,, — Nei, langt frá því. En ef guð og gjaldeyrisnefndin leyfa, þá langar mig til að fara út í sumar — helzt til Parísar — og vera þar á tveggja mánaða saumanámskeiði, en koma síðan hingað aftur. Hór er allra bezt að vera!“ r >v V________________________________ SUOHA-EKKI SVONA Eitt af föstu efni á kvennasíðunni var grein, sem ncfndist „Svona — ekki svona". Þar segir á cinum stað: Ef þér eruð hálslangar, þá skuluð þér ekki ganga með hatt, sem situr aftur í hnakkanum, hcldur flatan hatt með niðurbrettu barði. Hárið skuluð þér hafa sítt. í flegnum kjól megið þér ckki ganga. Ef þér hafið ljóta húð, skuluð þér forðast áberandi hatta, sem eru hnýttir með böndum undir hökuna. — Hatturinn þarf að vera lát- laus með beinum línum. Þér skuluð mála varirnar laglega og bera sterkan kinnafarða á kinnarnar, en til litarins verðið þér að vanda. Önnur augnabrúnin má ekki koma hærra en hin, því að þá sýnist and- litið skakkt. Klæðnaðurinn á að vera blátt ófram — forðizt allar rykkingar og fellingar. Hér cr mynd af þcim DouRlas Fairbanks, yngri og Ginger Rogers, scm birt var yfir hálfa síðu í VIKUNNI í fyrsta árgangi hennar. Annars voru það kvikmyndaleikkonurnar, sem teknar voru til fyrirmyndar á þcim árúm, t. d. Lilian Harvcy, Dorothy Lamour, Jean Har- low, Darbara Stanwick, Joan Dlondell, Claudctte Colbert, Sonja Henie, Deanne Ilurbin og svo auövitað aðalstjarnan, Greta Garbo. Snmar þeirra eru líka ímynd nútímastúlku tízku- frömuðanna í dag. VIKAN—AFlNfÆLISBLAÐ 69

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.