Vikan - 28.08.1969, Side 6
Minnimáttarkennd
Sæll, kæri Póstur!
Þakka þér og Vikunni fyrir
allt gamalt og gott. Mig langar
til að biðja þig að hjálpa mér í
sambandi við vandamál sem ég
á við að stríða. Ég er frekar
fullorðinsleg, og allir halda að
ég sé 3—4 árum eldri en ég í
rauninni er. En aðalvandamálið
er, að þegar ég skrepp t. d. út
í búð eða sjoppu, og einhverjar
stelpur á mínu reki eru þar fyr-
ir, þá taka þær alltaf (yfirleitt)
til við að setja út á mig og stríða
mér. Mér þykir þetta að vonum
ákaflega leiðinlegt, og nú er svo
komið, að ég hef fengið mikla
minnimáttarkennd.
Eg er með sítt, ljóst og þykkt
hár, og finnst ég megi vera
grennri. Þó ég segi sjálf frá, þá
er ég ekki ófríð. Ég á enga vini
né vinkonur, og þess vegna leið-
ist mér þetta allt saman og lífið
yfirleitt.
Mig langar til að biðja þig,
elsku Póstur, að hjálpa mér við
að ráða fram úr þessu vanda-
máli.
Ein 13 ára.
Málið er grafalvarlegt. En ég sé
enga ástæðu fyrir þig að hafa
minnimáttarkcnnd, þótt þú lítir
út fyrir að vera eitthvað eldri
en þú í rauninni ert. Sumir væru
því sárfegnir. Því vil ég ráð-
leggja þér það eitt að láta sem
þú heyrir ekki þegar þessar van-
þroska jafnöldrur þínar eru að
stríða þér. En þú verður að
hjálpa til: Náðu af þér þessum
fáu pundum, sem þér finnst of-
aukið, brostu og vertu einlæg og
vingjamleg. Þá eignast þú nóg
af félögum og vinum — góðum
vinum.
Lengi býr
að fyrstu gerð
Pósturinn, Vikunni.
E'g á litla dóttur, sem er mjög
kelin, og ég er varla fyrr kom-
inn heim á kvöldin en hún klifr-
ar upp í fangið á mér og hjúfrar
sig þar. Eg hef alltaf áltið þetta
eðlilegt og sjálfsagt og látið vel
að henni í staðinn, en kunningja-
fólk okkar, sem var heima hjá
okkur eitt kvöldið, segir að ég
geri stelpunni minni óleik með
þessu. Þau segja, að stúlkubörn
sem keli of mikið við feður sína,
þegar þau séu lítil, leiti mjög
eftir líkamlegri snertingu þegar
þau verða stærri, og verði þar
með lauslátar. Er þetta rétt?
Með fyrirfram þökk fyrir
svarið.
B. D.
Samkvæmt uppeldisbókum okk-
ar er þessu alls ekki svo varið.
Að vísu verður ekkert ráðið af
bréfinu um aldirr litlu dóttur
þinnar, en sé hún innan 10 ára,
hefur hún einmitt mjög gott af
foreldraástúð í flestum mynd-
um. Talið er, að konur verði
miklu fremur vergjamar af
þeirri ástæðu, að þær hafi skort
ástúð og umhyggju í bernsku,
sem komi svo út í eilífri, ófull-
nægðri Ieit að uppbót á það ást-
arsvelt. Sumir telja, að stúlkur
sem nutu góðrar föðurástar á
barnsárunum velji einmitt maka
sína af mikilli kostgæfni og eigi
þess utan auðveldar með að
samlagst þeim og aðstæðum sín-
um yfirleitt á fullorðinsámnum
og verði allajafna hamingju-
samari. Lengi býr að fyrstu
gerð.
Að snæða
eða snæða ekki
Kæra Vika!
Ég er ekki aldinn að árum, en
hef undanfarin tvö ár dvalið
mikið erlendis. Þar hef ég auð-
vitað átt mínar vinkonur, og
einu sinni lenti ég í dálitlum
vandræðum, sem ég er ekki viss
um, að ég hafi ráðið fram úr af
fyllstu kurteisi. Nú langar mig
til að leita álits hjá þér um þetta
mál. Sagan er svona:
Ég bauð ungri gullfallegri
stúlku út að borða, og hún pant-
aði nautasteik, miðlungs steikta
(medium). Ég pantaði hins veg-
ar humar í sósu. Þegar matur-
inn kom, reyndist steikin „rare“
í meira lagi, það er mjög blóð-
steikt. Það var farið með hana
fram aftur, og nú kemur spurn-
ingin? Hvað átti ég að gera við
humarinn? Gófla hann í mig,
meðan stúlkan hafði ekkert
nema glasið sitt, eða láta hann
verða kaldan og fráhrindandi?
Þakka svo fyrir svarið, ef það
verður vit í því.
Vassi.
56 LÍTRA OFN
MEÐ UÓSI,
yfir- og undirhlta
stýrt með hita-
stilli. Sérstakt
glóðarsteikar-
element (grill).
Klukka með
Timer.
6 VIKAN
35. tbl.