Vikan - 28.08.1969, Qupperneq 14
sápu og vatn. Hann læknaði
menn aí' sjúkdómum og þeg-
ar einhverjir sýndu honum
fjandskap, brosti hann við
þeim og fór sínu fram.
Xegrarnir voru alveg hlessa
á þessum hvíta manni sem
hjálpaði öllum, sem til hans
komu en krafðist aldrei neins
í staðinn. Ilann treysti þeim
og ekki leið á löngu áður en
]jeir fóru að treysta honum.
Hann gekk að eiga konu að
nafni Mary og' var dóttir
Moffats trúboða, þess hins
sama og stofnsett hafði Kuru-
man. Þau eignuðust fjögur
börn, en síðan tekk hann hana
ti! að flytjast til Bretlands
með börnin. Könnunarleið-
angrar voru nú orðnir hans
megináhugamál, og í þá vildi
hann ekki leggja nema að
hann vissi fjölskylduna full-
komlega örugga.
Hann fór ekki hratt yfir,
enda var Afríka álíka veglaus
og Island um það leyti og eitt-
hvað toríarnari. Stundum ók
hann í vagni, sem uxuin var
beitt fyrir, stundum fór hann
eftir ám og vötnum í léttum
eintrjáningum. Hann hafði
tvær veiðibvssur til að afla
sér og mönnum sínum vista
og einnig til að geta varið
leiðangurinn, ef i harðbakka
shegi. Hann hafði með sér
kaffi, te, kex og sykur, tösku
fulla af lyfjum, tvær aðrar
töskur íullar með föt, sextant,
tvo áttavita, tímamæli og tvo
sjónauka, lógarytmatöflu og
siglingaalmanak, til að geta
reiknað út staðsetningu sína
eins og sæfari.
Líka flutti hann með sér
dagbók sína, sem var átta
hundruð blaðsíður. Á hverju
kvöldi skrásetti liann í hana
athuganir sínar og enn i dag
er hún varðveitt sem minnis-
merki lífsstarfs hans. Dag-
bókina, kortin, bréf öll og
verðmætari tæki geymdi hann
í vatnsþéttu málmskríni, til
að hvítmaurarnir ætu þetta
ekki upp. Þessar gráðugu
skepnur eru ein af mörgum
plágum álfunnar, og sagt hef-
ur verið að hefði Afríka
verið gerð úr tré, hefðu maur-
ar þessir fyrir löngu étið hana
upp til agna.
Livingstone hafði líka með
sér vöndla af bómullardúk-
um og glerperlum til að gefa
negrunum og ávinna sér
þannig hylli þeirra. Fyrst í
David Livingstone. Fyrir hans daga
var Afríkukortið að mestu hvítur
flekkur frá Sahara til Kalaliarí.
Brotnu línurnar á kortinu sýna leið-
ir Livingstones um Afríku.
stað ofbauð honum stundum
hve ferðin gekk hægt og hve
gífurlegar fjarlægðirnar voru.
En fljótlega vandi liann sig
á að taka þessu eins og negr-
arnir, gleyma því einfaldlega
að til væri nokkuð sem héti
tími.
Ein meginástæðan til að
hann lagði út í þetta var um-
hyggja fyrir kristniboðinu,
eins og að líkum lætíir. Hann
sannfærðist fljótlega um að
til lítils væri að skíra sem
allraflesta negra og skilja þá
svo eftir án trúarlegs eftirlits
í þorpunum þar sem þeir fljót-
lega á nýjan leik hneigðust að
öndum og djöflum forfeðr-
anna. Til þess að kristnin festi
rætur í þessu ólíklega um-
hverfi þurfti að stofnsetja
sem flestar trúboðsstöðvar og
mennta innfædda til að vinna
áfram að trúboðinu.
Hann byrjaði að hrinda
þessu í framkvæmd með þ\’í
að stofna trúboðsstöð við Ma-
botsa-fljót, tvö hundruð míl-
ur norðaustur af Kuruman.
Skömmu eftir komu lians
þangað réðist á hann ljón og
braut vinstri handlegg hans.
Handleggurinn greri illa og
var honum aldrei jafngóður.
Engu að síður hélt hann ó-
trauður áfram verki sínu og
stofnsetti fleiri kristniboðs-
stöðvar lengra norður frá. Á
einum staðnum urðu vin-
sældir lians slíkar að þegar
14 VIKAN »•