Vikan - 28.08.1969, Síða 27
Afskaplega huggulegt, það vantar ekki. Stórfínt! Mér finnst þessi maxi-tízka alltaf hálf drusluleg, svo ég gef kápunni 0. Hitt er svo sem allt í lagi með.
Hárgreiðslan er skemmtileg, en allt ann- að bendir til þess að svona klædd dama sé heldur betur á eftir tímanum. En auð- vitað verður fólk að klæða sig eftir persónuleika. Virkilega skemmtilegur samkvæmis- klæðnaður, og ég vildi mjög gjarnan sjá fleiri stúlkur svona klæddar a hin- um betri veitingastöðum. Mjög franskt. Það er ákaflega óvíst hvort þessi maxi-tízka nær nokkurntíma sömu fótfestu og mini-tízkan. Skemmti- legar flauelsbuxur, sem eru mjög í tízku, þó íslenzkar stúlkur hafi ekki fallið fyr- ir þeim ennþá, enda flauel of dýrt. Skemmtileg peysa. Sem sagt: Skemmti- legur vetrarklæðnaður.
i 1 Svona mömmustelpur eru góðar í ævin- týrin. Hárið er þó skemmtilegt og blúnd- urnar fallegar. Mjög fallegur klæðnaður. Sérstaklega eru perlufestarnar og hálsmálið hug- næmt. Svona buxnasamfestingur er tví- mælalaust upplagður samkvæmisklæðn- aður. Jú, hún er hlýleg, og því finnst mér þetta skemmtilegur skólaklæðnaður á 14—16 ára táningsstelpu. Kápan er prýðileg, en buxurnar ekki. í staðinn fyrir svona skó myndi ég nota, eða mæla með, uppháum leðurstígvélum.
Skólabúningur? Ja, hún er mjög fínleg; upplagt í bíó og aðrar minniháttar skemmtanir. Klæðnaður af þessu tagi er virkilega fallegur og ágætur á betri skemmtistaði, ef hann er einlitur, það er að segja í hreinum lit, en ekki rósóttur og skræp- óttur. En auðvitað yrði herrann að vera í einhverju í stíl. Ennþá get ég ekki sætt mig við þessa maxi-tízku, og húfan finnst mér ekki falleg. En þetta er í lagi á stelpur 13—17 ára.
35. tbi. YIKAN 27