Vikan


Vikan - 28.08.1969, Side 28

Vikan - 28.08.1969, Side 28
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 21. HLUTI Dornford bauff Dinny og Clare aS koma með sér inn í réttarsal- inn, meSan á réttarhöldunum stóS, til þess að þær gætu fengið nokkra hugmynd um hvernig slík réttarhöld færu fram.... Dómarinn sat það lágt, að lítið annað en andlit hans var sjáan- legt. Dinny tók eftir því að yfir vitnastúkunni var eins konar hlíf. Þegar þau komu út, sagði Dornford: —- Ef þú stendur aftarlega, Clare, þá sést ekki vel framan í þig, en gerðu þér far um að tala skýrt; dómararnir eiga það til að verða ergilegir, ef þeir heyra ekki vel. Það var næsta morgun að Dinny fékk bréf, sem var boðsent til South Square. Burtons Club: Kæra Dinny! Ég vildi gjarnan fá að tala við þig í nokkrar mínútur. — Nefndu tíma og stað, sem þér hentar. É'g þarf ekki að segja þér að þetta varðar Clare. Þinn einlægur, Gerald Corven. Michael var ekki heima, svo hún fór að tala við Fleur. — Eg myndi tala við hann, Dinny. Það getur verið áríðandi. Láttu hann koma hingað, þegar Clare er ekki við. Clare og Dinny bjuggu báðar hjá Fleur og Michael, þangað til réttarhöldunum yrði lokið. — Eg þori ekki að hætta á það að hann hitti Clare. Eg held ég verði heldur að tala við hann annars staðar. Hún sendi honum boð um að hitta sig næsta dag klukkan þrjú, á veitingastofunni Rima, og hún var alltaf að brjóta heilann um það hvað hann vildi sér. Það var heitt þennan dag, og hún sá hann strax fyrir utan veit- ingahúsið. Hún fékk hjartslátt þegar hún sá hann, og hún var hálf hissa á því. Hann rétti henni ekki höndina. — Fallega gert af þér að koma, Dinny. Eigum við að róla um hérna fyrir utan, meðan við tölum saman? Þau gengu inn í Hyde Park. — Það er viðvíkjandi þessu máli, Dinny, sagði hann snögglega. — Eg vil helzt hætta við það. Hún leit á hann út undan sér. — Hvers vegna gerir þú það þá? Þú veizt að þú hefur þau fyrir rangri sök. — Mér var sagt annað. — Forsendurnar kannski; en ekki sannleikurinn. — Ef ég dreg málið til baka, vill Clare þá koma aftur til mín? Hún getur sett sín eigin skilyrði. — Ég skal spyrja hana, en ég held hún fallist aldrei á það. Eg myndi ekki gera það. — Þið eruð óbilgjörn fjölskylda! Dinny svaraði ekki. — Elskar hún þennan Croom? — Ég get ekki rætt tilfinningar þeirra. — Getum við ekki verið hreinskilin, Dinny? Það er enginn sem heyrir til okkar, nema þessar endur þarna á pollinum. — Krafa þín um skaðabætur hefur ekki beinlínis gert okkur hlýtt til þín. — Ó, það! Ég er fús til að draga þetta allt til baka, ef hún vill koma til mín. — Með öðrum orðum, sagði Dinny, og horfði beint í augu hans, — er þetta eins konar fjárkúgun. Hann pírði augun, svo þau voru eins og mjótt strik. — í hreinskilni sagt, þá leit ég ekki þannig á það. Sannleikurinn er sé, að ég þekki Clare betur en lögfræðingur minn og njósnati hans, og ég er ekki öruggur um að þessar líkur hafi við nokkuð að styðjast. — Þakka þér fyrir. — Já, en ég sagði þér, eða að minnsta kosti Clare, að ég hvorki vildi eða gæti búið við það að hafa ekki hreinar línur. Ef hún kem- ur til mín, þá skal ég aldrei minnast á þetta framar. Ef hún gerir það ekki, þá verð ég að halda áfram með málið. Það er sanngjarnt og alls ekki fjárkúgun. — En ert þú nokkuð betur settur, ef hún vinnur málið? — Nei. — Þú gætir látið leysa upp hjónaband ykkar með meiri háttvísi, ef þú óskaðir þess. — Já, á því verði sem ég óska ekki að greiða. Dinny nam staðar. — Jæja, ég skil þig ekki, en ég skal færa þetta í tal við Clare. Það er bezt að ég kveðji þig, ég get ekki séð annað en að það sé þýðingarlaust að tala frekar um þetta. Hann horfði á hana, og það var ekki laust við að svipur hans snerti hana; sársauki og undrun lýsti af andliti hans. Hún flýtti sér til baka að South Square. Fleur kom á móti henni. — Jæja? — Eg er hrædd um að ég geti aðeins rætt þetta við Clare eina. — Eg geri ráð fyrir að hann sé reiðubúinn til að draga málið til baka, ef hún kemur til hans. Ef hún er skynsöm, þá gerir hún það. 28 VIKAN 35- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.