Vikan


Vikan - 28.08.1969, Síða 34

Vikan - 28.08.1969, Síða 34
um hvíta kynstofninn og fer lesturinn fram í bílakirkju- garði, en á meðan eru hvítar stúlkur skotnar allt um kring. Leikstjórinn, Jean-Luc Godd- ard, er þekkt.ur fyrir að fara sínar eigin götur í kvik- myndagerðinni, og það gerir hann svo sannarlega að þessu sinni líka. ☆ Dave Dee hættir Framhald af bls. 25. þannig, að ekki er hann á flæðiskeri staddur. Annars hefur hann mestan áhuga á því að koma fram sem ein- söngvari og að leika í kvik- myndum. Þess má geta, að áður en Dave Dee gerðist söngvari, var hann lögreglu- þjónn í litlu plássi úti á landi. Félagar hans í hljómsveitinni, sem eftir verða, ætla ekki að verða sér úti um söngvara í stað Dave. Þeir munu halda áfram að koma fram og leika inn á hljómplötur, og mun hljómsveitin framvegis heita „D-B-M-og-T“. Segjast þeir ætla að halda sig við „rokk- ið“ í framtíðinni. ☆ Led Zeppelin Framhald af bls. 24. innar er nú ofarlega á lista yfir vinsælustu hæggengu plötur í Englandi. Hljóm- sveitin hefur farið í hljóm- leikaferð til Bandaríkjanna, þar sem henni var tekið með kostum og kynjum, og sama er raunar að segja um hljóm- leikaferðir þeirra félaga í heimalandi sínu. Jimmy Page þykir mjög slyngur gítarleik- ari og fjölhæfur. Hann hefur m.a. leikið á plötum Tom Jones, og sýnir það, að hann einskorðar sig ekki við tor- skildari og þyngri músik eins og þá, sem hljómsveit hans flytur. Sönn ást eSa stundarhrifning Framhald af bls. 21. 25—50 stic/: Seztu aðeins niður og hugsaðu þig um. Þú ert hrifin af honum, en þú elskar hann ekki. Auðvitað getur þessi hrifning þín þró- azt í ást með tímanum, en þú 34 VIKAN «• Hafioiiathutiít ýimi- & 'Utikurli? H □. VILHJÁLMBBDN RÁNARBÖTU 12 5ÍMI 19669 V.____________________________________________________________________________________________/ skalt ekki ana út í hjónaband sem þú átt kannske síðar eftir að harma. Bíddu heldur að- eins, en ef þú vilt endilega gifta þig þá skaltu gera það — það er oft þess virði. 2J+ stiq og minna: Þú ert ástfangin af kærleikanum en ekki honum, og ástæðan til þess að þú vilt gifta þig er sú, að þig langar í gullhring. Mundu að hjónaband er elcki aðeins það að eiga fallegt heimili og ala upp börn. Það er félagsskapur sem á að vara það sem eftir er ævinnar. Reyndu að endurskoða af- stöðu þína og sjá hvort þú sérð ekki eitthvað meira við hann en bankabókina hans og öryggið sem hann veitir. i ☆ Skeggjaði lögreglumaðurinn Framhald af bls. 17. byssuna þína og stjörnuna hjá skrif- stofumanninum.'' Ég gat ekkert gert nema staSið þarna meS kreppta hnefana. Svo gekk ég út og inn í hitt herbergið; skellti dyrunum svo fast aftur, að ég bjóst við aS glerinu úr hurðinni myndi rigna yfir mig. Strákarnir horfðu á mig. „Hvað gerðist, Pete?" „Ég vætti varirnar. „Ég hef verið leystur frá störfum — rekinn — um óákveðinn tíma," svaraði ég, en trúði því varla sjálfur. „Kauplaust!" „Sko!" saqði Augie. „Ég var bú- inn að segja þér, að þú hefðir gengið of langt ( þetta skiptið." „Þeir geta ekki gert mér þetta." Mér fannst ég eiga erfitt með að tala. „Það sýnir sig nú." „Við skulum sjá til," sagði ég svo hörkulega. „Við skulum sjá til." „Ef mér leyfist að gefa þér gott ráð," sagði Augie, „þá skaltu raka þennan hýjung af þér og fara inn til Janine og biðja hann afsökunn- ar. Þá sleppir hann þér kannske með áminningu — eina enn." „Nei," sagði ég. „Þú getur bölv- að þér upp á, að það geri ég ekki. En ég skal segja ykkur hvað ég ætla að gera." Þeir störðu á mig, óttaslegnir á svip. „Ég ætla að fara til McKenna, ritstjórans á The Sentinei. Og ég ætla að segja honum nákvæmlega hvað hefur gerzt hér. Ef ég þekki McKenna rétt, þá klessir hann þessu þversum á forsíðuna." „Úff," sagði Cliff og hristi höf- uðið mæðulega. „Pete," byrjaði Augie. „Þú getur þetta ekki. Þeir . . ." „Ekki það?" svaraði ég. „Við skulum nú sjá." „Pete . " Ég stormaði út úr skrifstofunni og skellti byssunni minni og stjörnunni á afgreiðsluborðið hjá Baumann, sem skildi hvorki upp né niður ! neinu, um leið og ég æddi út. Ég var sár. Gott og vel, kann- ske ég hafi gengið full langt [ þetta skipti, en ég var sko búinn að fá nóg af Janine og þessum úr sér gengnu hugmyndum hans um drottnunarvald hnefaréttarins. Ég var búinn að fá nóg af því að vera settur ( skítverkin og ég var búinn að fá nóg af þv( að þurfa að taka á mig allt sem úrskeiðis gekk á stöðinni. Ég vissi ástæðuna, en það breytti engu þar um. Janine lagði fæð á mig vegna þess að ég var háskólagenginn og hafði numið hjá FBI-akademíunni. Og vegna þess, að ég þekkti og notaði orð, sem hann gat ekki einu sinni stafað. Ég held meira að segja að hann hafi öfundað mig fyrir þetta. Hann hafði byrjað sem bíl- stjóri á stöðinni, og í hans augum var bezti árangurinn ! lausn ráðgáta miðaður við sem flesta brotna hausa. Ég vissi, að hinum strákunum lík- aði jafnilla við Janine og mér, fyrir ýmsar aðrar ástæður, en þeir voru of hræddir um að missa vinnuna eða voru hreinlega of blauðir til að láta það of mikið í Ijósi. Mér hafði tekizt að bæla niður í mér óánægj- una og reiðina yfir Janine hingað til, en nú hafði ég fengið nóg. Leysa mig frá störfum, ha? Við skyldum nú sjá til hver hrósaði sigri að lokum. Sam McKenna var meira en ánægður að sjá mig, þegar éq kom á ritstjórnarskrifstofurnar hjá The Sentinel. Hann hlustaði á sögu mína og er ég hafði útskýrt hana f smá- atriðum, klappaði hann mér á bak- ið: „Hafðu engar áhyggjur, Pete," sagði hann. „Við munum sjá til þess, að þú fáir leiðréttingu mála þinna. Við höfum verið að leita að ástæðu til að setja ofan í við þenn- an þverhaus, Janine,- nú finnst mér hún vera komin." Daginn eftir var heljarmikil árás- argrein ( blaðinu. McKenna hafði aldeilis skvett úr klaufunum. Hvert stefndi löggæzla borgarinnar, skrif- aði hann, þegar ungur, efnilegur lögregluþjónn var látinn hætta störfum fyrir það eitt að hann lét sér vaxa skegg? Var það einhver mælikvarði á ágæti viðkomandi að- ila hvernig hann var rakaður? Sag- an var sem kafli úr endurminning- um Gyðings sem hafði lent í hönd- unum á Gestapo. McKenna réðist síðan harkalega á Janine og líkti honum við Himmler. í heild var greinin stórkostleg blaðamennska, full af háði. Bitru, nagandi háði. Ég sat heima í tvo daga og beið. Ekkert gerðist. Ekki einu sinni símahringing. Unnusta mín, Carole, sagði við mig á öðrum degi, að hún væri alls ekki frá því, að ég ætti að fara og raka af mér skeggið og biðjast síð- an afsökunar — jafnvel þótt það gerði mig ráðsettari útlits. Þegar á allt var litið, sagði hún, þá gat þetta verið ákaflega hættulegt fyrir framtíð mína í lögreglunni. En ég stóð fastur fyrir, jafnvel þó ég væri farinn að efast örlítið sjálfur um ágæti ákvörðunar minnar. Samt sem áður fannst mér ég hafa gengið of langt til að snúa við úr þv( sem komið var. Sam McKenna hringdi að kvöldi annars dags. „Almenningsálitið er þér alqjörlega í vil," sagði hann. „En æðstu kopparnir ( búrinu eru

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.