Vikan - 28.08.1969, Qupperneq 47
hverri nóttu við hljóðfæraleik og
svo átti ég við persónuleg vanda-
mál að etja út úr öllu þessu.
— Þá hætti ég í skólanum, missti
íbúðina og skildi við konuna, en
sneri mér að hljóðfæraleiknum af
fullum krafti. í rauninni sá ég ekki
neina framtíð í læknisfræðinni;
maður veit aldrei hvernig þetta fer,
og þegar maður þarf að vinna fyr-
ir sér sjálfur, þá er þetta ekkert
grín. Nú spila ég eingöngu og l(k-
ar vel. Hitt er annað mál, að það
er alls ekki meiningin að gera það
að framtíðarstarfi. Þegar maður er
algjörlega ómenntaður í músik,
getur maður ekki lifað á því. Ég
get ekki einu sinni lesið nótur svo
að gagni komi.
Þar að auki stangast þessi vinna
oft á við heimilislífið. Ég var gift-
ur áður, hún vann á daginn og ég
á kvöldin, þannig að við rétt sá-
umst. Auðvitað endaði það með
því að við fengum okkur lögfræð-
ing og slitum samvistum. Þetta var
ekkert heimilislíf. En nú gengur
mér betur: Við erum bæði heima
á daginn, svo þetta er allt í lagi."
Kona Vilhjálms er Kristrún Kirry
Halldórsdóttir, úr Reykjavík. Kirry
mun vera hebreska og þýða ann-
aðhvort sólarupprás eða sólsetur —
nema hvorttveggja sé. Móðir Krist-
rúnar var kölluð Kirry sem barn,
og þaðan er nafnið upprunnið.
„Jú, við kynntumst á Röðli,"
viðurkennir Vilhjálmur. „Og svo
giftum við okkur í marz síðast-
liðnum."
Jú, það er erfitt að standa á
sviðinu 5—6 kvöld í viku," heldur
hann áfram, „og æfa svo á dag-
inn. En sem betur fer er fólk farið
að gera sér grein fyrir því, að þetta
er ekki leikur eintómur. Svo kom-
ast á kreik alls konar kjaftasögur
um mann, en það venst. i þessum
„bransa" er aldrei talað vel um
mann. Enda er betra að illa sé tal-
að um mann en alls ekkert. Því
verr sem talað er um mann, því
hærra er maður skrifaður. En þetta
er bara svo skemmtilegt, að maður
sættir sig við allt svona blaður. Svo
lengi sem maður hefur hreina sam-
vizku sjálfur, þá er allt í lagi.
— Þegar ég var smá-patti, var
ég ákveðinn í að verða prófessor.
Og eins og fram hefur komið, þá
stefndi ég að því lengi vel. En ég
man líka eftir því, að þegar Ellý
(Vilhjálms) systir byrjaði að syngja,
ákvað ég að einhvern góðan veð-
urdag skyldi ég syngja líka. Nú
geri ég það, þótt ég eigi reyndar
örlítið bágt með að skilja það sjálf-
ur.
— Það er ákaflega mikils virði
að syngja — og syngja vel. Ég fæ
útrás í því, og ég get sungið mig
í svo gott sem hvaða skap sem er.
— Já, ég veit að ég hef þá
ímynd í augum almennings, að ég
sé fyrst og fremst söngvari fyrir
frúr á fertugs- og fimmtugsaldri.
Mér finnst það allt í lagi, en nú er
ég að reyna að ná til unga fólks-
ins. Mér finnst ég verða að ná til
þess líka, þar sem það er, jú, nær
mér. Ég hef aldrei haft nógu gott
tækifæri til að komast í samband
við unglingana, en nú, meðan ég
leik í Glaumbæ, er það gullið
tækifæri til þess.
— Að vísu verð ég þar aðeins
fram í lok ágúst, en þá fer ég með
hljómsveit Ólafs Gauks til Þýzka-
lands og verð þar í tvo mánuði.
Hljómsveitin er ráðin til að
skemmta í Hannover þennan tíma,
svo ég ætla að leita fyrir mér á
meðan, hvort ég get ekki komizt
að hjá einhverju flugfélagi."
Aður en lengra er haldið, er
eins gott að geta þess, að Vilhjálm-
ur hefir lokið atvinnuflugmanns-
prófi, og á lokaprófi í siglinga-
fræði í vor hlaut hann 92,8%, sem
var um leið hæsta einkunn það ár-
ið. [ verðlaun hlaut hann bók, árit-
aða af kennurunum.
„Ég var eitt ár að læra að fljúga,"
segir Vilhjálmur. „Mér fannst betra
að Ijúka þessu svona í hvelli, í
staðinn fyrir að vera að eltast við
þetta í mörg ár og klára kannske
aldrei. Jú, auðvitað var þetta rán-
dýrt, en ég vonast til að geta unn-
ið það upp fljótlega með flugi.
Hér heima er ekkert að gera fyrir
flugmenn, og þess vegna ætla ég
að leita fyrir mér í Þýzkalandi.
Það var Ómar Ragnarsson sem
smitaði mig af flugbakteríunni.
Hann bauð mér f flugferð fyrir
tveimur árum, og þar með var ég
orðinn ólæknandi. Omar er stór-
skemmtilegur, eins og reyndar flest
það fólk, sem er í þessum „bransa".
— Jú, það kemur alltaf eitthvað
skemmtilegt fyrir. Einu sinni fór til
dæmis hljómsveitin (Magnúsar Ingi-
marssonar) til Siglufjarðar og spil-
BÍLALÖKK |
■*«.u.s.fAT.o#r.. grunnfyllir, spartl, þynnir, 1 slípimassi, vinyllakk, málmhreinsiefni, álgrunnur7 1 silieone hreinsiefni OOÍ&BSl 1
aði þar á stóru móti. Þura (Þuríður
Sigurðardóttir) var veik, svo við
fengum Svanhildi Jakobs með okk-
ur í staðinn. Nú, þegar ballið er
búið, þá förum við Svanhildur út
að ganga, og ætlum að skoða bæ-
inn aðeins. En þá gerði svoddan
hellidembu, að við forðuðum okk-
ur inn í húsasund.
Þá sjáum við hvar kemur slag-
andi einn heilagleikinn, á jakkan-
um, svo augafullur, að lá við að
hann væri gegnsósa — bæði af
rigningunni og ölinu. „Blessaður
stattu ekki þarna úti f rigningunni,"
kallaði ég til hans, „þú verður
rennblautur."
„Vinur minn," svaraði hann, og
dró lengi á i-inu, „hér rignir drott-
ins náð. Við í minni stétt fáum
ekki of mikið af náðinni, svo ég
ætla bara að standa hér!"
— Annars finnst mér lang-
skemmtilegast að syngja inn á plöt-
ur, og þá sérstaklega plötuna með
Ellý systur. Ég held, að það sé eitt
það al-skemmtilegasta, sem ég hef
nokkru sinni gert.
Fyrst eftir að ég fór að heyra f
sjálfum mér í útvarpinu og þar
fram eftir götunum, fór það geysi-
lega í taugarnar á mér. Nú sætti ég
mig við það — en er alltaf að gagn-
rýna sjálfan mig. Mér finnst alltaf
að ég hefði nú getað gert betur
þarna og ennþá betur hécna."
—o—
Sú skoðun hefur lengi verið út-
breidd, að hljóðfæraleikarar og yf-
irleitt allir þeir sem koma eitthvað
nálægt skemmtiiðnaðinum, séu
heldur illa að sér f flestu öðru en
því sem viðkemur þeirra starfi.
Sem betur fer hefur orðið nokkur
hugarfarsbreyting í þessum efnum,
enda sjá allir heilvita menn hve
fáránleg þessi skoðun er. Eða eins
og einn skemmtikraftur söng í vet-
ur: ,, . . . Við erum venjulegir
menn "
Sú er allavega mín persónulega
skoðun eftir að hafa rabbað við
söngvarann, hljóðfæraleikarann,
heimspekinginn, dávaldinn, flug-
manninn og heimiiisföðurinn Vil-
hjálm Vilhjálmsson, fyrrverandi
stud. jur. og med. Hann er ákveð-
inn ög sjálfsöruggur ungur maður,
— á uppleið.
ó. vald.
35. tbi. yiKAN 47