Vikan


Vikan - 15.03.1979, Síða 8

Vikan - 15.03.1979, Síða 8
og hugsa því öðruvísi. Eldri mennirnir vöndust miklu óbrotnari lífsvenjum en nú tíðkast. Þeir þustu ekki út í ibúðabyggingar strax og þeir komust á giftingaraldur. En það eru einmitt þessar brjáluðu húsbygg- ingar ungra manna sem er einn aðalóvinur allrar félagsstarfsemi. Ungir menn sem eru að byggja gera ekki mikið annað á meðan. Hvað þá að þeir séu að velta stöðu sinni fyrir sér og sinna samfélaginu. Þeir eru að brjótast um í skuldafeni fram á síðustu ár. Verkamannaheimili fyrr á árum saman- stóðu af dívan, stólum og borði. Það getur hver og einn borið það saman við það sem þekkist i dag. Húsgögn tilheyra eftir- striðsárunum. — Fátækt? Það er miklu meiri fátækt á íslandi en fólk almennt gerir sér grein fyrir og þá helst i Reykjavík. Það er fólkið sem vinnur eftir lægstu verkamannatöxtum og hefur ekki yfirvinnu. Það er fólkið sem ein- hverra hluta vegna hefur skerta starfsgetu. Og þegar þar við bætist að það hefur ekki miðað rétt í verðbólgunni þá er þetta fólk ákaflega snautt, illa statt og í einu orði sagt fátækt. Þetta fólk stundar ekki leikhús né aðrar listir. Áður en Breiðholtið kom til bjó þetta fólk í gamla bænum og yfirleitt i heilsuspillandi húsnæði. í framhaldi af þessu get ég ekki látið hjá líða að minnast á þessa „idíótísku rómantíkera”, sem kalia sig vinstri menn og eru nú farnir að dýrka Lindargötuna og aðrar slíkar götur og telja sig geta lesið einhverja menningu út úr þeim húsum sem þar standa. Ég skil ekki hvernig menning getur skinið út úr heilsu- spillandi húsnæði. — Ég vil minnast á annað sem tengist þessu og gæti orðið alvarlegt mál innan — Eldri verkamenn eru miklu betur meðvitaðir um stöðu sína en þeir ungu. Þetta er andstætt við skólamenn sem eru róttækir í æsku en hægja svo á ferðinni. Það eru afskaplega skörp skil milli eldri manna og þeirra yngri hvað þetta áhrærir, Eldri mennirnir eru miklu meiri hugsjónamenn og það er eins og MartinLuther King sagði, þeir hafa átt sinn draum. Draum um atvinnuöryggi, um rétt barna sinna til menntunar, um launajöfnuð og meiri réttindi. Það er þessi þjóðfélagssýn sem er ákaflega sterk í þeim. Ungu mennirnir spretta aftur á móti upp úr öðrum jarðvegi Ég skil ekki hvernig menning getur skinið út úr heilsuspillandi húsnæði. 8 Vikan Xl.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.