Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 63
verður maður kafari? Er aldurs- takmark? Hvernig væri að fá plakat með John Travolta eða Meatloaf? Þú afsakar allar stafsetningarvillur. 936639 um umsögn um sjónvarpið. Þó er í því margt bitastætt, en eins og þú segir allt of lítið efni fyrir börn og unglinga. Einhvern veginn vill það nú fara svo í okkar þjóðfélagi að þeir sem hafa aðstöðu til að þrýsta á ná sínum málum fram en hinir sitja eftir. Því mun seint miða í málefnum barna og unglinga, því á þessum vettvangi eru þau heldur atkvæðalitill þrýsti- hópur. Líklega mætti forða mörgum unglingum frá „því að lenda í skralli” ef sjónvarpsefni um helgar væri meira við þeirra hæfi. Hvað spurningar þínar um námsleiðir varðar getur Pósturinn aðeins bent þér á að tala við kennarann þinn eða jafnvel námsráðgjafa. Eftir 9. bekk grunnskóla eru margir möguleikar og því erfitt að ráðleggja þér í þvi efni í litlum bréfadálki. Geta foreldrar bannað? Kæri Póstur! Þetta er í fyrsta skipti, sem ég skrifa þér, og mig langar að vita hvort þú getur svarað nokkrum spurningum. Þær hljóða þannig: Á hvaða aldri er maður sjálfráða? Geta foreldrar bannað manni að reykja og drekka, þegar maður er sjálf- ráða? Ein forvitin Sjálfráða verður þú við sextán ára aldur og þá á einstaklingur- inn að vera orðinn nógu þroskaður til að velja og hafna sjálfur. Hins vegar er það nú svo að flestir þiggja með þökkum aðstoð foreldranna, bæði fjárhagslega og á fleiri sviðum og þá ætti ekki að vera fráleitt að hlusta á ráðleggingar þeirra líka, því reynslan er einmitt öll þeirra megin. Foreldrarnir geta bannað þér að reykja og drekka á heimilinu, því það er þeirra eign og vafasamt er að þér sé einhver ávinningur að því að gera það utan heimilisins. Vill verða kafari Hæ, nú er ég reiður. Þú svaraðir mér ekki síðast. Jæja, þér er fyrirgefið. Hvernig Fyrirgefðu, það var ekki ætlunin að reita þig til reiði. Köfun er kennd á námskeiðum og ef þú hefur mikinn áhuga skaltu hafa samband við einhvern úr Kafarafélagi íslands. Einnig hefur Jóhannes Briem hjá Hafrannsókna- stofnuninni kennt köfun og hjá honum færðu líklega þær upplýsingar sem þig vantar. Plakat með Travolta hefur þegar birst í Vikunni og plakat með hinum sérstæða Meatloaf er í bígerð. Já, á meðan þú ert að gera upp við þig hvað þú verður í framtíðinni ættir þú endilega að læra betur bæði skrift og stafsetningu. Fyrra bréfið þitt birtist ekki vegna þess að Pósturinn eyddi heilum morgni í að reyna að lesa það og skilja en varð að lokum að gefast upp. M. R. Dobroslav Böhm, Jakutska 17, 100.00 Praha 10, Czechoslovakia er 52ja ára gamall og óskar eftir pennavinum. Hann safnar póstkortum og skrifar á ensku. Mr. Hans- Werner Brachvogel, D.D.R. 402 Halle, Rockendorferweg, 3, German Democratic Republic. Hann er 28 ára íþrótta- og reikningskennari, hefur áhuga á póstkortum og vantar pennavini. Mrs. Marion Sutton, 271 Main St. W. Hamilton, Ontario Canada L8P IjS óskar eftir pennavinum. Hún skrifar á ensku og safnar póstkortum og frí- merkjum. Mrs. Carita Wesslin, Stravágen 5,6tr. S 17544 Járfafla Sverige óskar eftir aö skrifast á viö íslenskar konur. Hún er 30 ára og skrifar á sænsku, finnsku og ensku. Agústa Beagad, Njarövfkurbr. 31, Innri- Njarövfk, óskar eftir pennavinum á aldrinum 10-19. Svarar öllum bréfum. Sigurður Georgsson Öldugötu 1 Skaga- strönd óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 13-14 ára. Er sjálfur 14 ára. Hefur margvísleg áhugamál og mynd fylgi fyrsta bréfi. Sigrún Erla Þorleifsdóttir Borgargaröi 755 Stöðvarflröi óskar eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum. Er 18 ára og svarar öllum bréfum. Arnar Karlsson Hamraborg 22, 200 Kópavogi vill skrifast á við 16 ára og eldri. Er sjálfur á tvítugsaldrinum. Anna Alessio Viale XXIV Naggio 31 10093 Collegno (to) Italy, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 17-18. Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir Borgargarði, 755 Stöðvarfirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál margvísleg. Sjálf er hún 13 ára. Svarar öllum bréfum. Guðrún Ásdfs Ásmundsdóttir, Skarðs- hlið 24,600 Akureyri, óskar að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Verður sjálf 13 ára á þessu ári. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Jóna Petra Magnúsdóttir, Undralandi, 755 Stöðvarfirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 10-12 ára. Er sjálf 10 ára. Áhugamál eru íþróttir og steinaleit í fjörum og fjöllum. Svarar öllum bréfum. Sigurður Þór Sigurðsson, Kolbeinsgötu 54, 690 Vopnafirði, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 14-15 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Dick Billups, 2552 Telgraph, Steckton, Calif. 95204 U. S. A., óskar eftir að komast í samband við stúlku á aldrinum 18-40 ára, sem hefði áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna. Hann er 36 ára gamall og ógiftur. Milton J. Christensen, Box W.R. River- side Dr. Jreen Bay, Wisc. 54305 U.S.A. er 23ja ára gamall ameríkani, sem óskar eftir bréfasambandi við unga og hressa stúlku. Russel W. Martin, P.O. Box 838, Garden Grove, Calif. 92642 U.S.A., óskar eftir bréfasambandi við íslenska konu með nánari kynni í huga. Hann er 42 ára gamall, einhleypur rithöfundur og hefur mikinn áhuga á kvikmynda- sögu. Rainer Gekre, Postfach 50, DDR — 808 Dresden, óskar eftir pennavinum á íslandi. Hann er 35 ára gamail, ein- hleypur, 193 cm á hæð og hefur áhuga á frimerkjum, þjóðbúningadúkkum, póst- kortum og fleiru. Charles R. Trescott og Lesliee Crumfs óska eftir pennavinum á Islandi. Hann er 70 ára og finnst hann ekki eldri en 25 ára Hann hefur margvisleg áhugamál. Hún er 50 ára, er að hefja nám í háskóla og hefur mestan áhuga á fiskveiðum, ferðalögum og ljósmyndun. Þau eru ógift og heimilisfangið er D&T Mining Corporation, P.O. Box 831, Grants Pass, OR. 97526. Michael C Muffel, Box 868, Cape ,Coast, Ghana, West Africa, er átján ára gamall og óskar eftir pennavinum á tslandi. Hann hefur skrifað áður en ekki fengið nein svör. Áhugamál hans eru dans, sund og ferðalög og hann skrifar á ensku. Þorsteinn Guðmundsson, Bakkastig 3b, 735 Eskifirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur eða stráka á aldrinum 12-14 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi og hann svarar öllum bréfum. Brian Clark, 55 Ballindean Road, Dundee DD4 8NS, Scotland, er skoskur 17 ára strákur sem hefur mjög mikinn áhuga á því að eignast pennavin á íslandi. Hann hefur áhuga á leikfimi og tennis, tónlist, tungumálum, frímerkjum og bréfaskriftum svo eitthvað sé nefnt. Hann skrifar á ensku, þýsku, frönsku of rússnesku. Ingibjörg H. Gísladóttir, Sólbergi, Tálknafirði og Bylgja H. Nóadóttir, Örk Tálknafirði, óska eftir að komast í bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 18-22 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Börkur H. Nóason, Örk, Tálknafirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 9-11 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Inga Rós Þráinsdóttir óskar eftir penna- vinum á aldrinum 10-12 ára. Er sjálf 11 ára. Áhugamál eru sund, dýr, frímerki og margt fleira. Heimilisfang hennar er Víðimelur 21, Reykjavik. Miss B.M. Zoltkowski, 319, Prescot Hall, C.F. Mott Wing, City of Liverpool Coflege of Higher Education Liverpool Road, Prescot, Merseyside, England, óskar eftir að skrifast á við ensku- mælandi íslending. Hulda Pétursdóttir, Hjarðartúni 2, 355 Ólafsvík og Jensey Skúladóttir, Ennis- braut 35, 355 Ólafsvik, óska eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 13-16 ára. Þær eru 13 og 14 ára og hafa mjög mikinn áhuga á strákum. Guðrún Brynjarsdóttir, Ekrustíg 6, 740 Neskauþstað óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 14-16 ára. Hún svarar öllum bréfum. Áhugamál marg- vísleg. Hún er sjálf að verða 16 ára. Anna Sigriður Brynjarsdóttir, Ekrustig 6, 740 Neskaupstað, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 9-11 ára. Er sjálf að verða 10 ára. Svarar ölium biéfum. Mr. K. P. N. Karunarathne, Pamunugania Watta Ariyawa Rambukkana, Sri Lanka er átján ára gamall og óskar eftir að skrifast á við íslendinga. Hann hefur mestan áhuga á að kynnast nýju fólki, kenna tungumál og fara í kvikmyndahús. Mr. G. R. Dharmarathne, Daluggala, Rambukkana, Sri Lanka, er tvítugur og vill komast í bréfasamband við lslend- inga. Hann hefur mestan áhuga á frimerkjum, lestri, að kynnast nýju fólki og fara í kvikmyndahús. Felix Arnstein, Box 496, Montclair, NJ, 07042, U.S.A., óskar eftir að skrifast á við konur. Hann hefur mestan áhuga á gönguferðum, sundi, náttúruskoðun, leiklist, tónlist, lestri og fleiru. II tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.