Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 31
Kate Bush: DRAUMURINN ER BILLIE HOLLIDAY Ef verið er að tala um tvítuga stúlku, fulla af rómantík, sem semur sín eigin lög og texta og er á toppnum, þá er enginn í vafa um, að þar er átt við Kate Bush. Ellefu ára var hún byrjuð að fikta við pianóið og setja saman lög, og 15 ára undirritaði hún samning við hljómplötu- fyrirtækið EMI. Fjölskylda Kate er mjög músíkölsk, og hún segir, að það hafiaðallegaverið bræður hennar tveir, sem spila með írskum þjóðlagasönghóp, sem hafi vakið áhuga hennar á tónlist. Einnig er hún mjög þakklát foreldrum sínum, sem hafa verið henni ómetanleg stoð og stytta þó aldrei hafi þeir hvatt hana til að leggja út á þessa braut. Það var Dave Gilmore, gítarleikarinn í Pink Floyd, sem svo að segja uppgötvaði hana. Hann heyrði hana spila, þegar hún var 15 ára, og hjálpaði henni með peninga, svo hún gæti spilað inn á plötu. EMI sá, að hér var snillingur á ferð, og gerði samning við hana um hæl. Fyrirtækið lét hana árlega fá dágóða peningaupphæð, og í þrjú ár samdi hún lög, sótti danstíma og kennslu í látbragðsleik án þess að koma nokkurn tíma fram opinberlega. Þessi ár, á meðan hún var að þroskast og „finna sjálfa sig”, segir hún hafa verið dýrmætustu ár lífs síns. Kate Bush er mjög hrifin af írskri og enskri þjóðlagatónlistog telur ástæðuna vera, að það var sú tegund tónlistar, sem bræður hennar spiluðu, er hún hóf að syngja með þeim. Einnig er hún mjög hrifin af rokksöngvurum eins og David Bowie og Bryan Ferry og hljómsveitinni Roxy Music. Og hana dreymir um að geta sungið eins og Billie Holliday. II. Vikan31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.