Vikan - 15.03.1979, Síða 51
kvaddir til rannsókna á fyrirbærinu en þeim hefur
a.m.k. ekki enn tekist að gefa neinar fullnægjandi
skýringar á þessum undrum.
Ég gæti rakið hér fjölda vel staðfestra frásagna af
þessum furðulegu fyrirbærum og hyggst nú rekja
nokkrar þeirra eftir þvi sem venjulegt rúm mitt hér i
blaðinu leyfir.
Það var þann 16. mars 1960 á heimili frú Catsounis
i Island Park, New York, að innrömmuð litmynd af
Maríu mey tók að fella tár. Sóknarprestur frúarinnar
séra George Papadeas skýrði blaðamönnum svo frá:
„Þegar ég kom var tár að þorna fyrir neðan vinstra
augað. Skömmu síðar sá ég annað tár greinilega í
vinstra auga hennar. Það byrjaði eins og lítill dropi i
vinstri augakrók og svo rann tárið hægt niður andlit
hennar.”
Þegar þessi frásögn var birt i blöðunum þyrptust
um fjögur þúsund manns að staðnum. En myndin
hélt áfram að úthella tárum 1 heila viku. Eftir að
presturinn Papadeas hafði blessað húsið hætti þetta
furðulega fyrirbæri. Sjálf var myndin tekin af
Catsounisheimilinu og komið fyrir sem helgimynd í
grísku rétttrúnaðarkirkjunni sem kennd er viðSt. Pál í
Hempstead.
Ýmis fleiri tilfelli hafa verið rannsökuð og skráð af
hinum heimskunna sálarrannsóknamanni dr. Nandor
Fodor og verið birt í bók hans Between Two Worlds
og á Ítalíu hefur dr. Piero Cassioli skráð enn fleiri.
Samkvæmt frásögn drs. Pieros Cassiolis komu fram
sérstaklega mörg tilfelli af þessum fyrirbærum árið
1953. Þannig draup blóð af póstkorti með mynd af
heilagri Mariu það ár í Calagre á ltalíu og víða af Italíu
bárust fregnir af því að postulíns- og pappamyndir af
hinni helgu mey úthelltu mjög raunverulegum tárum.
Dr. Fodor og hinn ítalski starfsbróðir hans Cassioli
voru sammála um það að nokkuð væri fljótfærnislegt
að svo stöddu að kalla þessi fyrirbæri kraftaverk. Þeir
voru báðir þeirrar skoðunar að fyrirbærin ættu rætur
sínar að rekja til sálrænna krafta hins trúaða fólks
sjálfs.
En eins og fyrr er greint frá voru það ekki eingöngu
tár og vatn sem rann úr þessum myndum sumum
hverjum. Það var oft ennfremur um blóð að ræða. Og
ekki bara einhvern rauðan vökva, heldur raunveru-
legt mannsblóð. 1 desember 1962 var birt mynd frá
1954 í tímaritinu Esquire af blæðandi styttu í Hotel
Du Var í Entrevaux í Frakklandi. Þetta var mynd af
heilagri önnu og tilheyrði hún eiganda þessa hótels,
Jean Salate. Hann hafði í reiðikasti af ráðnum hug
brotið höndina á styttunni. En þá gerðist það undur
að úr brotinu tók að drjúpa blóð, þrjátíu dropar voru
taldir þennan dag og þetta hélt áfram morguninn
eftir. Efnagreining á blóðvökvanum sýndi að þetta
var I rauninni mannsblóð. Svipað tilfelli hafði reyndar
áður komið fyrir i Bandaríkjunum nokkrum árum
áður. Telpan Shirley Anne Martin í Syracuse, New
York átti einnig litla styttu af heilagri önnu sem grét
eftir að hún hafði verið brotin.
Grátandi kross einn í Johannesburg í Suður-Afríku
hefur verið rannsóknamönnum þar í borg mikil ráð-
gáta. Hin heimsfræga fréttastofa Reuters sagði frá
þessu máli á sínum tíma. Þessi kross var teiknaður og
smíðaður rétt eftir fyrri heimsstyrjöldina. Og ástæðan
til þess var eftirfarandi. Þann 13. júlí 1916 var í
Delvilleskógi í Frakklandi háð mjög blóðug orrusta.
Að henni lokinni kom í ljós að þarna höfðu fallið 2000
hermenn frá Suður-Afríku. Til minningar um hina
föllnu hermenn var gerður kross úr tré i þessum skógi
og sendur tíl Suður-Afriku þar sem hann stendur enn í
minningagarðinum í Pietermaritzburg í Natal-héraði.
En alla tíð frá því þessi sérstaki minjakross var reistur
þar hefur hann sama dagjnn hvem júlímánuð fellt tár því
úr báðum endum þvertrésins rennur viðarkvoða
þennan dag. Krossinn er vandlega hreinsaður á hverju
ári en engu að síður gefur hann frá sér viðarkvoðu
þennan afmælisdag.
Vísindamaðurinn Henry Haigh sem starfar við skóg-
ræktarstofnun ríkisins hefur rannsakað þennan kross
sérstaklega til þess að finna skýringu á því hvernig á
þessu stendur. En hann hefur orðið að gefast upp á
því að útskýra hvemig þessi sextíu ára gamli viður
getur eftir svo langan tíma gefið frá sér viðarkvoðu.
Og þá enn síður hitt að hann skuli einungis gera það
árlega á afmælisdegi orrustunnar í Delvilleskógi þann 13.
júU.
Þessi dæmi sem hér hafa verið nefnd um þessi
óskiljanlegu fyrirbæri um að styttum blæði og
myndir og jafnvel tré gráti eru meðal þeirra ótal undra
samtímans sem lærðustu vísindamenn geta ekki
útskýrt sökum ónægrar þekkingar á hinum leyndar-
dómsfullu lögmálum lífsins. Lögmálum sem við ennþá
eigum eftir að kynnast með vaxandi þekkingu.
Endir
Xl.tbl. Vikan 51