Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 24
Vikan prófar léttu vínin 11. Hvítvín úr ýmsum álfum Loksins er komið að lokum yfirreiðar Vikunnar um hvítvínslendur Áfengis- og tóbaksverslunar rikisins. Þessi yfir- reið átti að vera ánægjuleg, en reyndist það ekki. Af 62 hvitvínum voru aðeins 12 góð. Raunasagan endar í þessu tölublaði með lýsingu á sex lélegum hvítvínum úr ýmsum álfum, þremur frá Bandaríkjun- um, einu frá Búlgaríu, einu frá Suður- Afríku og einu frá Kina. Frá Vínlandi hinu góða Bandaríkin eru með meiri háttar vín- framleiðsluríkjum heims. Fróðir menn segja, að bestu vínin þaðan jafnist á við góð vín frá bestu vínframleiðslulöndum Evrópu. Um það getum við ekki dæmt, því að slík Bandaríkjavín koma ekki hingað. Við Fingravötnin í New York ríki, rétt sunnan Ontario-vatns, eru ræktuð Vínlandsvín. Þau eru að öllu eða mestu leyti úr hinum fornu amerísku vín- berjum, sem islenskir landkönnuðir hrifust af fyrir tæpum tiu öldum. Vinþekkjarar hafa ekki mikið álit á vínum úr þessum berjum. Þess vegna er yfirleitt reynt að blanda saman þessum berjum og berjum af evrópskum uppruna. Árangurinn er enn sem komið er takmarkaður. Gott að fá lánuð frönsk nöfn Taylor er stærsti vínbruggari Fingra- vatns. Það fyrirtæki selur hingað hvitvínið Sauteme, ekki merkt neinum sérstökum árgangi. Nafnið á víninu á vafalaust að minna á franska héraðið Sauternes, þar sem framleidd eru sæt hvítvin úr Semillon og Sauvignon Blanc vinberjum. Nafnið á víninu er trúlega villandi og á bara að gefa til kynna, að vínið sé sætt. Það er sennilega úr blöndu amerískra og evrópskra berja. Bandarikjamenn eru frjálslyndir i nafngiftum á þessu sviði, enda eru vínlög þar ekki eins ströng og í góðvínalöndum Evrópu. t gæðaprófun Vikunnar fékk þetta vin fremur lélega einkunn, fjóra. Það var sætt, hvorki gott né vont, en hafði beiskan eftirkeim. Verðið er 2.000 krónur. ... líka í Kaliforníu En það er ekki New York, heldur Kalifornía, sem er vínríki Bandaríkj- anna. Þaðan koma öll frægustu vínin og þar tvöfaldast vínræktin á fárra ára fresti. Enda eru skilyrði þar eins og best gerist i Evrópu. 1 Kaliforníu eru ekki ræktuð amerísk vínber, heldur evrópsk. Algengast er að Ómeti úr ýmsum áttum kalla vínin eftir berjunum. Flest kunn- ustu vínberin eru ræktuð þar og hefur i hvítvíni náðst bestur árangur með Búrgundarberinu Chardonnay. Hér i Ríkinu fæst Chablis, án árgangs, frá Paul Masson. Vinið minnti ekkert á fránskan Chablis, enda er framleið- andinn bara að stæla frægt vinnafn frá Evrópu til notkunar á heimamarkaði. 1 gæðaprófun Vikunnar fékk þetta vín skástu einkunn bandarískra vína eða fimm. Jafnframt er það ódýrasta vínið þaðan, kostar 1.850 krónur flaskan. Vín þetta hafði sérkennilega ilman, NANCI HELGASON MARGT ÞARF AÐ ÞRÍFA GERVIBLÓM Ef þifl œtlifl afl þrífa gerviblóm, skulufl þifl setja þau i stóran pappirspoka, stró siflan salti yfir og hrista rösklega. Afl þvi loknu skolifl þifl þau upp úr volgu vatni, og þau eru sem ný. TÚSSPENNAR Tússpennar, og reyndar allir pennar, geta orflið óþolandi slettóttir. Ráfl við þvi er afl taka bómullina, sem notufl er f sfgarettu-„filter", strjúka yfir sletturnar, og penninn er hreinn. KOPAR Þegar fellur ó koparinn hjó ykkur, er róflifl afl pússa hann mefl blöndu af sltrónusafa og salti. VAX Á KERTASTJÖKUM Þafl er ekki þafl skemmtileg- asta f heimi afl plokka vax af kertastjökum — róflið er afl hafa stjakana inni f frysti f rúman klukkutima, og órangurinn verður undraverflur. SÍGARETTUREYKUR Margar húsmœflur þola ekki sfgarettureyk. Loftífl verflur slœmt og veggir gulir. Loftið skónar strax, ef kveikt er ó kertum, og tíl þess afl forfla voggjum fró þvf að gulna, er rófl að setja bolla mefl ediki f hvert hom herbergisins sem reykt er i. MATT BORÐPLAST Borðplast getur hœtt að glansa, en þó er bara að pússa þafl upp úr sódavatni. Ef það er alvarlega skitugt, hellifl þó jöfnu lagi af sprittí yfir borðplastið og lótifl þafl liggja ó f minútu. Hreinsið jjað siflan f burt mefl vœgri blöndu af ediki og vatni. GLERPLATA Glerborð skal hreinsa með sítrónusafa, sem þurrkast sfflan upp mefl dagblaði efla pappfrs- þurrku. Ef minnihóttar rispur eru komnar f glerplötuna, mó nó þeim af með þvf afl nudda mefl tannbursta, vöfðum innan i mjúkan klút, yfir rispumar. SILFURHRINGIR Ef silfurhringirnir ykkar verfla dökkir og Ijótír, skulufl þifl setja þó f 1/2 bolla af ediki ósamt 2 matskeiðum af bökunarsóda og lóta liggja i 2 tíma. Þurrkið siflan með handklæði eða jafnvel bursta. SKARTGRIPIR Hvít krít getur gert ótrúlegt gagn f skartgripaskríninu ykkar. Reynið afl setja eina ofan i, og skartgrípirnir munu gljó lengur. PAPPÍRÁ VEGGJUM Hver þekkir ekki pappfrs- glefsur, sem sitja fastar ó tréveggjum, t.d. eftír plaköt? Róflifl til afl nó þeim af er að bleyta þær upp i ediki, gæta þess vel, að edikið sjúgist í gegn, og eftir nokkrar minútur dettur pappirinn af, þegar strokið er yfir. Annafl róð er afl bera olfu (salat-olia dugir) ó pappírsglefs- una og nugga hana sfflan af með grófum klút sem ekki er auðvelt að lýsa, en var ekki beinlínis röng. Vinið var þurrt og skarpt, minnti á rabarbarahrásaft. Besti kostur þess var, að það þoldi vel að nálgast stofuhita. Vel auglýst efnasull Hitt Kaliforníuvínið í Ríkinu er Chateau la Salle, án árgangs, frá Christian Brothers. Það er í sérkennilegri flösku, sem sumir muna kannski úr auglýsingum í tímaritum á borð við Time og Newsweek. Eftir auglýsingunum að dæma er þetta gífurlegt fjöldaframleiðsluvín, því að margar flöskur þarf til að standa undir miklum auglýsingakostnaði. t slíkum tilvikum er algengt, að minna fé verði aflögu til að halda uppi gæðum. t gæðaprófun Vikunnar fékk þetta vin einkunnina fjóra. Það vakti óbeit án þess að vera beinlínis vont. Dómurunum datt helst i hug, að um efnafræðilegan samsetning væri að ræða, en ekki vín. Flaskan kostar 2.000 krónur. í gæðaprófuninni kom í ljós, að mikið var af loftbólum i víninu. Lyktin minnti á útvatnað spritt eða sterkt sódavatn. Bragðið var eins og af vínberjum, sem eru farin að skemmast, eða eins og af útvötnuðum spíra. Það var eitthvað óvínlegt við þennan sæta vökva. Vonbrigði með frægan Misket Við skulum svo venda okkar kvæði í kross og halda til Svartahafs. Þaðan fáum við eitt búlgarskt hvítvin, Misket, sem hefur hinn mikla kost að vera ódýr- asta hvítvínið í Rikinu, kostar ekki nema 1.450 krónur. Búlgaría er ekki gamalgróið vinland. Framleiðslan hefur verið knúin áfram af stjórnskipuðum ofsa á síðustu árum. Erfðavenjurnar vantar og vínið er yfir- leitt talið hversdagslegt. Misket er einmitt með kunnustu vínum Búlgariu. Nafnið kemur af múskat-vínberjunum, sem það er unnið úr. Þetta vínber hefur þægilegan ilm, sem á að endurspeglast í víninu. Gagnstætt öðrum múskathvítvinum er Misket þurrt vin. Allt gaf þetta góðar vonir um, að hér væri komið borðvín, sem benda mætti íslendingum á, svo að pyngja þeirra léttist ekki úr hófi fram. Því miður gaf gæðaprófunin ekki slikt til kynna. Vinið fékk fjóra I einkunn. Það hafði ekki nógu skira áferð. Saman við brjóst- sykurs-múskatilminn blandaðist dauf skolplykt, og bragðið var eins og af vatni, sem byrjað er að fúlna. Kannski ná nota þetta vin til matargerðar til að spara fé. 24 Vikan XI. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.