Vikan


Vikan - 15.03.1979, Side 41

Vikan - 15.03.1979, Side 41
látúnsnöglum. Hún féll niður við dyrnar, fingur hennar gripu um tvo af látúnsnöglunum til stuðnings, höfuð hennar lá upp við hurðina. Hún lá samanh’nipruð og hristist af ekka, tárin streymdu niður kinnar hennar og hún andaði að sér sterkri viðarlyktinni. Dyrnar opnuðust. „Kæra frú,” sagði áhyggjufull karlmannsrödd langt fyrir ofan hana. Sterkar hendur gripu hana og reistu hana á fætur. Hún var enn alveg utan við sig þegar henni var vísað inn langan gang og inn um dyr. Einhver færði hana úr kápunni, stýrði henni milli þungra húsgagna og ýtti henni niður í eitthvað mjúkt og fjaðrandi. Höfuð hennar var sveigt varlega afturábak, og munnur hénnar var skyndilega fullur af ein- hverjum bragðsterkum og bitrum vökva. Það var ekki um annað að velja en kyngja. 1 fyrsta skipti á þessum degi mælti ungfrú Millicent orð frá vörum. „Ó!” hrópaði hún. „Kæra frú.” Hún heyrði hljómfagra rödd viðhliðsér. „Hefurðu nú jafnað þig aðeins?” Ungfrú Millicent fann eitthvað snerta sig, og hönd hennar já, það var hönd hennar, — var tekin í hlýjan lófa. „Hvað kom fyrir, kæra frú? Hvað hefur komið þér í slíkt uppnám? Segðu mér það, ég bið þig.” Ungfrú Millicent hallaði höfði sínu að dúnmjúkum púða, augu hennar voru enn lokuð. Það var löng þögn. „Meira koníak?” spurði röddin mjúklega. Ungfrú Millicent opnaði munninn hlýðin og síðan augun. Hún var stödd í gríðarstóru herbergi fullu af flöktandi skuggum. Eldur logaði á arni og það var ekkert annað ljós. Gluggarnir voru tjaldaðir með þungum dökkum tjöldum, í fjarlægari hlutum herbergisins grillti í ríkmannlegan húsbúnað í daufri birtunni frá arninum. Hún sat á stórum sófa. Gestgjafi hennar sat við hlið hennar. Hún fann ylinn frá honum. Hún sneri höfðinu og leit á hann. Fyrst sá hún stóran sterk- legan líkama, klæddan vönduðum, klæðskerasaumuðum fötum. Næst leit hún á svart bindið og snjóhvíta skyrtuna. Hún sá stórt og blíðlegt, fallegt andlit, frísklegt hörund, stór dökk augu störðu á hana full af umhyggju. Hann brosti. „Leyfðu mér að kynna mig, kæra frú. Nafn mitt er Henry Trobadour.” Hann hélt enn hendi hennar i sinni, hvílandi á hné hennar. Hún leit niður og síðan aftur á andlit hans. „Og ég,” sagði hún, „er Millicent Digby.” „Ungfrú Millicent — ?” „Ungfrú Millicent.” „Ah.” Þetta var falleg, kurteisleg upphrópun. ,)Ah.” Aftur varð löng, þægileg þögn. „Og ef þér líður aðeins þetur núna, þið ég þig að segja mér hvað leiddi þig að dyrum mínum og því þú ert í svo miklum hugaræsingi.” Hlátur hans var djúpur og þægilegur. Ungfrú Millicent heyrði sjálfa sig hlæja líka. Hún fann undarlega tilfinningu fara um sig. Það var ekki vegna koníaksins, það var eins og hún væri hætt að hugsa. Orðin streymdu af vörum hennar áreynslulaust, eins og af sjálfusér. „Ég ætlaði í gönguferð út á heiðina. Og við danann á stígnum stóð maður. Maður, hr. Troubadour, sem —” „Henry, ungfrú Millicent, kallaðu mig Henry.” „Henry. Og þessi maður, Henry. Ég get ekki talað um það núna ...” Hann hélt ekki lengur um hönd hennar. Hann hafði lagt arminn létt yfir púðana við bak hennar og hönd hans hvíldi á öxl hennar. „Haltu áfram, mín kæra,” umlaði hann. „Haltu áfram.” „Ó Henry, ég get ekki sagt það — hann var í gamalli, skítugri regnkápu sem var opin, og líka — ... ó Henry .. ” Og eins og orðin höfðu áður streymt svo auðveldlega fram streymdu nú minningarnar fram í huga hennar, skelfingin og æsingurinn, og hún brast í grát. Henry lagði höfuð hennar róandi að öxl sér. Hann hélt utan um hana þar til hún hætti að snökta og þegar hún að lokum lyfti upp társtokknu andlitinu dró hann upp hvítan vasaklút og þerraði augu hennar. „Svona, svona, kæra ungfrú Millicent. Svona, svona,” hann horfði á hana alvarlegur á svip. „En hefur þú ekki heyrt það slæma orð sem fer af þessum stíg? Hefur enginn varað þig við?” Hún starði á hann undrandi. „Mín kæra, þú ert ekki sú fyrsta. Trúðu mér, þú ert ekki fyrsti sakleysinginn sem verður fyrir barðinu á sjúklegum og taumlausum losta þessa manns. Það hefur verið reynt að hafa hendur í hári hans en hann er slunginn þrjótur og hefur alltaf sloppið til þessa.” Hann horfði djúpt í augu hennar. „Ungfrú Millicent, mig hryllir við að hugsa til þess hvað hefði getað komið fyrir ef þú hefðir verið óheppin.” „En hræðilegt,” stundi ungfrú Millicent veiklulega og grúfði sig aftur að öxl hans. Það var mjög heitt í herberginu. Eldurinn vermdi notalega. Ungfrú Millicent sá enga ástæðu til að hreyfa sig. Henry sat líka hreyfingarlaus. Að lokum lyfti hún höfðinu og Henry beygði sig niður og kyssti hana. Það var langur, heitur og mjúkur koss. „Ungfrú Millicent,” umlaði hann, „finnum okkur hentugri stað til að sitja á.” Þau leiddust gegnum skuggsýnt herbergið og upp stigann. Ábreiðan á stóru himinsænginni í svefnherbergi Henrys var dregin til hliðar, rúmfötin voru drifhvít. Gat þetta verið hún? Var þetta virkilega hún sjálf? Gátu allar hömlur losnað og fallið burt svo auðveldlega? Var þetta ungfrú Millicent? Viðkvæm og varnarlaus? Ungfrú Millicent? Á eftir teygði hún sig yfir Henry og tók upp af náttborðinu hans megin hringinn með blóðrauða steininum. „Henry,” sagði hún, „ég hélt — Henry, ég þekki ekki rétta orðið.” „Strípalingur?” sagði Henry hjálpsamur. „Já. Strípalingar. Ég hélt að þeir gætu ekki... ég hélt að þeir gerðu ekki...” „Ah.” Hann strauk kinn hennar mjúklega. „Kæra ungfrú Millicent. 1 þessum leik eru engar reglur. Alls engar.” Endir Geturðu ekki gert þetta annars staðar, — Þú skyggir á sólina. Hversu oft þarf ég að segja þér að hengja ekki kápuna þlna á listaverkin? xi.tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.