Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 48
GLA UMGOSINN
Það var enginn vandi að heyra þelta
eina atkvæði, því það var hreinlega
hrópað.
„Guð minn góður!" sagði sir Richard
og mældi Pen hratt út. „Varlega nú,
krakki. Ég hugsa að ég þekki þennan
ferðalang. Hvað i .. . hefur þú gert við
bindið? Komdu hingað!”
Hann hafði rétt tima til þess að
strjúka úr krumpuðu bindi ungfrú
Creed, þegar sama röddin hrópaði:
„Hvar? Látið ekki eins og asni. maður!
Ég þekki hann vel!” og hratt fótatak
heyrðist frá forstofunni.
Dyrunum var þeytt upp; herramaður-
inn í frakkanum með fimmtán slánum
strunsaði inn, kont auga á sir Richard,
fleygði frá sér hönskum sínum og hatti
oggekk áfram hrópandi: „Ricky! Ricky,
hundurinn þinn, hvað ert þú að gera
hér?”
Pen lét fara lítið fyrir sér við glugg-
ann, horfði á hávaxinn ungan herra-
manninn þrýsta hönd sir Richards og
furðaði sig á því hvar hún hefði séð
hann áður. Hann virtist henni eilítið
kunnuglegur og hljómurinn í skeytingar-
lausri rödd hans hreyfði við ntinni henn-
ar.
„Hvert þó i hoppandi!" sagði hann.
„Ef þetta slær ekki allt út. Ég veit ekki
hvern fjandann þú ert að gera hér, en þú
ert einmitt maðurinn sem ég vildi hitta.
Ricky, stendur boð þi.tt ennþá? Fjárinn,
ef svo er þá er ég farinn á skagann með
fyrsta skipi. Það er allur andskotinn að
borga núna i fjölskyldunni.”
„Ég veit það,” sagði sir Richard. „Ég
geri ráð fyrir þvi að þú hafir heyrt frétt-
irnaraf Beverly?”
„Guð minn góður, segðu ekki að þú
hafir frétt það?”
„Ég fann hann,” sagði sir Richard.
Háttvirtur Cedric sló á höfuð sér.
„Fannst hann? Hvað, þú varst ekki að
leita að honum, Ricky, var það? Hvað
vita margir um það? Hvar er fjárans
menið?”
„Ef þjónar laganna hafa það ekki, þá
býst ég við að það sé i einunt af vösunt
kafteins Trimbles. Einu sinni var það i
mínurn höndum, en ég lét það Beverly i
hendur, til þess að hann — hér — skilaði
þvi aftur til föður þins. Þegar hann var
myrtur. . .”
Cedric hörfaði og kjálkar hans sigu.
„Hvað þá? Myrtur? Ricky, ekki þó
Bev?”
„Ah!" sagði sir Richard, „svo þú vissir
það ekki?"
„Guð minn góður!” sagði Cedric.
Leitandi augu hans stönsuðu við borð
flöskuna og glösin sem þjónninn hafði
skilið eftir á borðinu. Hann hellti sér i
glas og tæmdi það. „Þetta var betra. Svo
Bev hefur verið myrtur? Nú jæja, ég
kom hálfpartinn með þvi hugarfari að
myrða hann sjálfur. Hver gerði það?”
„Trimble, býst ég við,” svaraði sir
Richard.
Cedric hætti við að fylla glas sitt aftur
og leit snöggt upp. „Vegna hálsmens-
ins?”
„Liklega.”
Pen til undrunar gaf Cedric frá sér
hláturgusu. „Guð minn góður, þessi var
góður,” stundi hann. „Ó Ricky, þetta er
spaug sjálfs djöfulsins.”
Sir Richard tók uppeinglyrniðogvirti
ungan vin sinn fyrir sér með undrun.
„Auðvitað bjóst ég ekki við að fréttin
myndi valda þér sorg, en ég játa að ég
bjóstekki við....”
„Fölsun, kæri vinur. Ekkert nema
fölsun,” sagði Cedric og hallaði sér upp
við stólbak.
Einglyrnið féll. „Hamingjan sanna!”
sagði sir Richard. „Já, mér hefði átt að
detta það í hug. Saar?”
„Fyrir mörgum árum," sagði Cedric
og þurrkaði sér um augun með marglita
vasaklútnum. „Komst ekki upp fyrr en
ég — ég, taktu eftir þvi Ricky — sendi
lögregluna af stað! Fannst pabbi vera
fjári skeytingarlaus vegna málsins. Þó
datt mér þetta aldrei i hug. Mamma
sendi sendiboða eftir sendiboða til Brook
strætis og stelpumar nauðuðu i ntér svo
ég fór á stöðina. Reyndar er höfuð mitt
aldrei upp á sitt besta á morgnana. Ég
var ekki fyrr búinn að siga blóðhundun-
um á menið en ég fór að hugsa um þetta
allt saman. Ég sagði þér að Bev væri
vondur maður, Ricky. Ég skal veðja við
þig að hann stal meninu.”
Sir Richard kinkaði kolli. „Alveg
rétt.”
„Andskotinn, ég kalla þetta nú að
ganga of langt. Mamma átti leynihólf
fyrir það i vagninum sínum. Pabbi vissi
það. Ég vissi það. Bev vissi það. Ég held
að stelpurnar hafi vitað það. En enginn
annar, taktu eftir því. Hugsaði málið í
botn hjá White’s. Það er ekkert eins og
koníak til þess að hressa kollinn. Þá
mundi ég að Bev hafði farið til Bath í síð-
ustu viku. Aldrei grunaði mig hvers-
vegna. Datt í hug að athuga þetta sjálf-
ur. Ég var rétt búinn að ákveða að fara
smáferð til Bath. þegar faðir minn gekk
inn svo ansi reiður á svip. Hann hafði
frétt það hjá Melissu að ég hafði farið á
stöðina. Hann réðst á ntig og vildi vita
hvern fjárann ég meinti með því að
blanda lögreglunni í málið. Nú, Ricky
vinur minn, myndir þú segja að ég væri
græningi? Ég segi það satt, mig grunaði
aldrei hvað var að gerast. Ég hélt alltaf
að faðir minn vildi geyma demantana.
Hann seldi þá fyrir þremur árum, eitt
sinn þegar hann hafði verið óheppinn.
Framhald í næsta blaði.
Labbakútarnír
EFTIR
Bud Blake
48 Vikan IX. tbl.