Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 34
Lokuð inni og ofsótt
af öllum
Kæri draumráðandi!
Ég er hérna með tvo drauma. sem
mig langar að biðja þig að ráða fyrir
mig.
1. Ég var lokuð inni (heima hjá mér)
því það átti að fara með mig eitthvað.
Svo slapp ég út og þá var ég elt, en
svo gáfust allir upp nema maðurinn
(giftur) sem ég er með og við skulum
kalla X. Eftir smátíma gafst hann upp.
Ég var mjög. vond við hann (reið út I
hann af því að hann var að elta mig út
og af því að við vorum saman). Svo er
hann að fara heim að húsi og þá segi
ég: Ég hata þig (sem ég hef aldrei gert.)
Þá var eins og hann hefði orðið fyrir
vonbrigðum og segir: Þetta hefur þú
aldrei sagt við mig áður. Það var alveg
eins og honum hefði fundist alveg
sjálfsagt að elta mig og loka mig inni.
Svo var allt gott nema ég talaði hvorki
við X né skipti mér af honum. Ég fór
út ífjós, þá áttaði ég mig á þvíað ég
var ekki í neinum skjólfötum, svo ég
fór inn I hús til þess að ná I þau en
gleymdi því aftur. Ég fór nokkrar
ferðir inn og út og alltaf gleymdi ég
því. En I síðustu ferðinni inn kom X
til mín og tekur utan um mig og ég
um hann og ég segi: Fyrirgefðu hvað
ég var reið áðan. Og hann gerði það.
Svo gengum við hægt á leið út I fjós.
Þegar við ætluðum að fara að kyssast
þá vaknaði ég.
2. Ég kom með pabba mínum á stað
þar sem var sjoppa. Það var allt fullt
af krökkum og þar á meðal strákurinn
sem ég var með. Hann ætlaði að láta
mig detta, þegar ég fór inn. Ég fer að
leita að pabba en finn hann ekki. Þá
fór ég I sjoppuna að kaupa mér kók og
sœlgæti. En svo allt i einu sit ég inni í
bíl og þá kemur strákurinn og leggst
með höfuðið á lærin á mér. Eg lœt
hann alveg afskiptalausan, en legg svo
aðra höndina yfir hann (því ég nennti
ekki að halda henni uppi). Eftir stutta
stund fer ég að strjúka yfir hárið á
honum. Hann lá þarna alveg
hreyfingarlaus með sígarettu í munn-
inum og var hann þá með mér ennþá
(án þess að ég vissi) og líka mjög
hrifinn af mér. En þá vaknaði ég. Með
fyrirfram þökk.
Gulla.
P.S.
í sambandi við draum nr. I, þegar við
vorum að labba út í fjós stóðu
Mig
dreymdi
mamma og konan hans inni í forstofu
og ég veit ekki hvort þær tóku eftir
okkur. Við vorum nefnilega og erum
saman í laumi.
Þessir draumar eru báðir afleiðing af
sektarkennd sem þjáir þig í vöku og
kemur svo fram í draumi. Að flestu leyti
eru þeir vita þýðingarlausir en þó er þar
um aðvörun til þín að ræða, bæði að
láta ekki þennan gifta mann hafa þig að
fífli og líka að þér hætti til óraunsæis á
köflum, sem gæti orðið þér til mikils
tjóns.
Eign ókunnugs manns
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig um að ráða
fyrir mig draum, sem mig dreymdi um
daginn, því hann veldur mér miklum
áhyggjum. X er nafnið á móður minni.
Ég var á leiðinni heim um miðjan
dag. Þá stoppar mig maður, sem ég hef
aldrei séð áður, eitthvað um fertugt.
Hann var mjög ófríður og spyr, hvort
ég viti númer hvað X á heima í
blokkinni. „Já” segi ég, ogsegi honum
það. Þá segir hann: „Ert þú kannski
dóttir hennar?” „Ja' segi ég. Þá segir
maðurinn: „Komdu með mér, nú á ég
þig, móðir þín er búin að gefa þig, hún
vill ekkert með þig hafa. Skjölin eru
heima hjá mér. ” Þá hleyp ég heim,
grátandi. Maðurinn sem á mig kemur
heim, og þá gengur mamma á móti
honum og segir að hún sé hætt við, en
hann skuli samt koma seinna I dag og
ná I mig. Þá var ég hágrátandi og
taugaveikluð. Mamma tekur fram tvö
risastór skjöl, sem hún á að undirrita,
til þess að geta gefið mig. Þá fékk ég
æðiskast og togaði í skjölin þangað til
ég náði þeim, og reif þau I tætlur.
Þá fannst mér ég allt í einu vera
komin til mannsins og er alltaf að
horfa út um gluggann. Allt var dimmt
úti. Þá fer ég út í búð, sem var í næsta
húsi, og ætla að kaupa eitthvað, en á
þá enga peninga. Ég skrepp út I næsta
hús, sem var autt, og næ mér í
peninga, en það var seðill, grœnn, með
merkinu 5000. Mér fannst hann vera
falsaður, eða ekki eins og hann átti að
vera. En það var ekki nóg, svo ég fór
út að leita að meiri peningum ogfann
fimm krónur. Þá var allt orðið dimmt
og ég fór aftur til mannsins. Ég var
mjög hrædd og skjálfandi, þegar ég
vaknaði.
Með fyrirfram þökk og von um
birtingu.
Snúlla
Ég tek það fram að það er gott
samband á milli mín og mömmu.
Þetta er svokölluð martröð og þarf í
sjálfu sér alls ekki að þýða neitt annað
en þú hafir borðað einum of mikið áður
en þú fórst að sofa. Þarna leynast þó
tákn innan um að þú ættir að hlíta
forsjá móður þinnar í ákveðnu máli þvi
að lokum muni það verða þér til mikilla
hagsbóta. Einhverjir óvæntir erfiðleikar
steðja að og það mun reynast þér
þungur róður nema þú þiggir aðstoð og
ráð frá móður þinni, sem hefur einmitt
þá lífsreynslu, sem þarf til svo vel fari.
Spil á hendi
Kæri draumráðandi!
Á laugardagsnótt dreymdi mig að ég
væri með fimm spil á hendi. Það voru
tígulátta, tígulnía og tígultía, hjartagosi
og hjartatía. Getur þú ráðið þetta fyrir
mig.
Með fyrirfram þakklæti
Ein forvitin
Það er venjulega fyrir heppni í ástum og
atvinnu að dreyma að hafa spil á hendi.
Tígulspilin boða þér auðsæld og hjarta-
spilin ástarævintýri með ungum manni,
sem líkist þér sjálfri á marga vegu. Hann
mun líklega ekki alveg auralaus heldur
og ýmislegt í ykkar sambandi kemur þér
þægilega á óvart.
34 Vikan li.tbl.