Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRI\N Svo f lutti ég burtu Kæri Póstur! Ég vil byrja á því að þakka Vikunni fyrir allt það góða á liðnum árum! Svo vona ég að ruslakarfan (sem mér fyndist réttara að kalla bréfakörfu, þar sem það fer margfalt meira af bréfum í hana en rusli) sé í megrun. Og nú ætla ég að komast að því, sem mér liggur á hjarta. Ég var með strák í fyrra og þegar við vorum búin að vera saman í 8 mánuði flutti ég í annan bœ. Þá hættum við saman, en nokkrum mánuðum seinna hitti ég hann aftur á skemmtun þar sem hann var með annarri stelpu. Þegar við hittumst (ég og hann) fór hann frá hinni stelpunni og var með mér. Hann sagði mér að honum þætti vænt um mig en væri hrifinn af henni. Hann var hjá mér um nóttina. Næsta morgun sagði hann stelpunni upp, en þá var skemmtunin búin, hann fór heim til sín og ég heim til mín. Stuttu seinna flutti ég út á land, svo langt burt að við gátum ekkert hist, en hann hafði ekkert látið í sér heyra þennan hálfa mánuð. Vinir hans sögðu honum að ég væri að flytja og kvöldið áður en égfór, var ég á balli í bænum þar sem ég bjó, og hann kom á sama ball (vinir hans höfðu líka sagt honum að ég œtlaði þangað). Við töluðumst lauslega við, svo fór ég mína leið og hann sína. Leiðrétting 1 grein um Brennivinsgerð Rikisins sem birtist i 7. tbl. urðu heldur harkaleg mistök. Þar var sagt að þeir P.L. Mogensen og Guðbrandur Magnússon væru upphafsmenn brennivfnsupp- skriftarinnar. Það er ekki rétt. Jón Vest- dal efnaverkfræðingur átti heiðurinn af henni, og honum til aðstoðar við smökkun og annað var Friðrik Dungal, stofnandi Remediu m.m. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum. Seinna um kvöldið var hann að dansa við aðra og ég við annan strák, og þegar hann sá mig dansa hætti hann ogfórfram á gang. Þegar ballið var búið var hann einn ogégein, við lentum saman. Næsta morgun flutti ég og nú hef ég ekki séð hann í hálft ár. En eftir nokkra daga flyt ég, og það vill svo einkennilega til að ég flyt einmitt í sama bæ og hann býr í. Hvað finnst þér að ég eigi að gera? Heldur þú að hann hafi verið hrifmn af mér eftir að við hœttum saman? Heldur þú að hann sé enn hrifinn af mér? Ég vona að þú afsakir stafsetningar- villurnar, en stafsetningin mín er komin úr þjálfun. Viltu ekki skila til ruslakörfunnar að þegar maður er í megrun, þá er ágætt að sleppa bréfunum en láta sér nægja umslögin. Kærar kveðjur. Eyfadís Ruslakarfan tók ráðleggingun- um mjög vel, en telur sig þó varla geta verið án þeirra víta- mína, sem í bréfunum sjálfum felast. Pósturinn getur að sjálf- sögðu ekkert vitað um tilfinn- ingar þínar og stráksins, en getur þó imyndað sér að enn logi í gömlum glæðum fyrst þið hafið þennan áhuga þegar þið hittist. Þetta kemur allt betur í ljós þegar þú verður flutt í sama bæ og hann býr í. Bíddu bara róleg og láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. . .. og þá lendir allt í skralli Elsku Póstur! Nú ætla ég að skammast svolítið. Það er nú ekki í sambandi við Vikuna, heldur um sjónvarpið. Fyrst œtla ég að lýsa því yfir, að mér finnst efnið í Stundinni okkar fara alltaf versnandi með hverju árinu sem líður. Ég sá stelpur leika einu sinni þætti eftir sjálfar sig, og það fannst mér gaman. Það mætti gjarna vera meira af slíku. Og svo þetta með efni fyrir unglinga á miðvikudögum. Að hafa það þar finnst mér næstum því fráleitt, og þá á ég við, að þá eru krakkar kannski í skólanum. Ekki beint í skólanum, heldur í leikfimi eða einhverju þannig. Og ef maður er í tónlistarskóla, eins og ég, þá geta tímarnir þar spilað inn í. Um myndina, sem var nýlega, Heili Donovans, þá finnst mér, að það ætti ekki að hafa svoleiðis. Maður gæti farið að hugsa einhverja bévaða vitleysu og þyrði ekki að fara að sofa. Og ef það er í lit, þá er það sjálfsagt meira hrollvekjandi. Svo var þessi mynd leiðinleg í þokkabót. En það mætti gjarna sýna almennilega hrollvekjumynd einhvern daginn. Nú leyfi ég mér að stinga upp á sjónvarpi á fimmtudagskvöldum fyrir unglinga, eins og poppþætti eða vinsælustu popplögin, eitthvað slíkt, því útvarpið er svo leiðinlegt stundum (alltaf) á kvöldin, að maður fer út, og þá lendir allt í skralli. Og ég vona, að fleiri taki undir það með mér. En svo ég víki mér að Vikunni, þá fmnst mér hún vera ágæt, og þetta að hafa plaköt er frábært, alveg frábært. Nú ætla ég að biðja þig að svara einni til tveimur spurningum. Um hvað getur maður valið, þegar maður kemst upp úr 9. bekk gagn- fræðaskóla? Ég valdi landa- fræði, mannkynssögu og það. Ég man ekki, hvort það heitir samfélags- eða raungreinar. Svo, elsku Póstur, ég held, að það hafi ekki verið neitt fleira að sinni. Vertu blessaður og sæll, og líði þér sem allra best. Ein pennaglöð xx Að mörgu leyti getur Pósturinn verið hjartanlega sammála þér Ég tala svo lítið Komdu sæll, Póstur góður! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en ég vona að þú getir hjálpað mér, því ég á við smávandamál að stríða. Svoleiðis er að ég tala svo lítið og það hefur aldrei valdið mér vandræðum fyrr en núna. Ég er gift og á tvö börn og við hjónin förum oft til kunningjafólks okkar. Þá erum við mörg saman komin og allir eru að tala saman, nema ég. Ég þegi alltaf. Og svona er það líka þegar fólk kemur til okkar, ég segi aldrei neitt. En ég get alltaf talað við manninn minn, en engan annan. Mér flmnst þetta voðalega leiðinlegt. Fólk gerir grín að því hvað ég tala lítið. Hvað á ég að gera — á égað leita til sálfræðings? Heldur þú að hann geti hjálpað mér? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Bless, bless! Þögn Margir eiginmenn myndu gefa aleigu sína fyrir svona eiginkonu, ef marka má skrítlur og myndasögur. Hins vegar er mjög skiljanlegt að þetta valdi þér áhyggjum, einkum, ef kunningjarnir henda gaman að. Þú gætir reynt að fara til heimilislæknisins og leita ráða hjá honum, því hann gefur þér þá tilvísun á sálfræðing. Einnig er óvitlaust fyrir þig að fara á eitt af þessum Dale Carnegie námskeiðum, því Póstinum er sagt að þau hafi hjálpað mörgum, sem hafa átt við sama vandamál að stríða. Hertu þig upp og talaðu um þetta við manninn þinn. Hann verður þér örugglega sammála um að ef þetta bagar þig og veldur þér áhyggjum ættir þú að leita úrbóta sem fyrst. Annars gætir þú bent kunningjunum á, næst þegar þeir hafa orð á hve fáorð þú ert, að í þessu sem öðru er það ekki magnið, sem skipti mestu máli, heldur gæðin. Fátt er hvimleiðara en að lenda við hliðina á manni í samkvæmi, sem malar þindarlaust, án þess að hafa í rauninni nokkuð að segja. 62 Vikan 11. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.