Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 42
GLA UMGOS/NN Þýð.: Emil Kristjánsson „Lydia er alls óvön því að annast sig sjálf,” sagði Piers. „Þar að auki mun fylgd þjónustustúlku gera flótta okkar siðsamlegri.” Mér finnst það mjög skrítið og alls ekki eðlilegt.” „Það voru vissar aðstæður, sem — sem gerðu slíkt nauðsynlegt." sagði Pen stirðlega. „Ég varð að flýja úr húsi frænku minnar.” „Nú, en ég skil ekki hversvegna —" „Vegna þess að ég varð að klifra út um glugga,” sagði Pen hvasst. „Auk þess gat ég ekki ferðast ein sem stúlka, eða hvað?” „Nei, líklega ekki. En þú ættir alls ekki að ferðast ein á neinn hátt. Þú ert nú meiri ofurhuginn." Grunsemd læddist að honum; hann leil á Pen og hleypti brúnum. „En þú varst með sir Richard Wyndham þegarég kom inn og það virtist vera nokkuð náið samband á milli ykkar. í öllum bænum, Pen, hvert stefnir? Hversvegna ert þú í hans félags- skap?” Endurfundir hennar við gamlan leik- félaga virtust ekki aðeins ætla að valda vonbrigðum, heldur líka ófyrirsjáanleg- uni erfiðleikum. Pen komst ekki hjá því að finna að hr. Luttrell hafði ekki liina minnstu samúð með henni. „Ó, það er líka löng saga," svaraði hún óörugg. „Það var af vissuni ástæðum sem ég vildi fara heim aftur og — og sir Richard vildi ekki leyfa mér að fara ein.” „En, Pen!” Hann var skelkaður. „Þú ert þó ekki á ferð með honum?" Rödd hans gerði ævintýri hennar að engu. Þess i stað sá hún það sem gerst hafði sem hneykslanlegt. Hún skipti lilum og var að reyna að finna útskýr- ingu sem gerði Piers ánægðan, þegar dyrnar opnuðust og sir Richard gekk inn í stofuna. Eitt augnatillit á fyrirlitningarsvip Piers og annað á eldrauðar kinnar Pens og gljáandi augu, var nóg til þess að færa sir Richard vitneskju um það sem gerst hafði I stofunni. Hann lokaði dyr- unum og sagði sinni þægilegu röddu: „Ah, góðan daginn, hr. Luttrell. Ég vona að — hér — óvæntir atburðir kvöldsins í gær hafi ekki rænt yður svefni?" Pen andvarpaði fegin. Við það eitt að sir Richard kom inn var eins og öll vand- ræði heimsins leystust. Hún stóð upp og gekk ósjálfrátt til hans. „Herra, Piers segir — Piers heldur — ” Hún þagnaði og bar hönd upp að heitri kinn sinni. Sir Richard leit á Piers með undrunar- svip. „Nú?” sagði hann rólega. „Hvað segir og heldur Piers?” Hr. Luttrell stóð upp. Undir þessu hæðnislega og umburðarlynda augna- ráði fór hann að roðna. „Ég sagði aðeins — ég furðaði mig bara á hversvegna Pen væri á ferð með yður." Sir Richard tók upp tóbaksdósir sínar og fékk sér i nefið. „Og dettur yður engin skýring i hug?” spurði hann. „Nú, herra, ég verð nú að segja að mér finnst — ég á við —" „Ég hefði kannski átt að segja yður það,” sagði sir Richard, tók í hönd Pen og hélt henni frekar fast, „að þér talið við verðandi lafði Wyndham.” Höndin titraði en þétt tak sir Richards fékk ungfrú Creed til þess að þegja. „Nú skil ég," sagði Piers og allt virtist skýrast fyrir honum. „Ég biðst afsök- unar. Þetta eru óvæntar fréttir! Ég óska ykkur til hamingju. En, en hversvegna verður hún að vera i þessum fölum og hvað eruð þér að gera hér? Mér finnst þetta ennþá frekar furðulegt. Ég býst við, fyrst þið eruð trúlofuð að þá — En þetla er mjög sérviturt, herra og ég veit ekki hvað fólk mun segja.” „Þar sem við höfum lagt mikið á okkur til þess að enginn nema þér komist að því hver Pen er raunverulega, þá held ég varla að fólk segi mikið." svaraði sir Richard rólega „Ef leyndar- málið læki út — nú, þá er svarið að við erum mjög sérviturt par. „Það mun aldrei leka gegnum mig.” fullvissaði Piers hann um. „Þelta kemur mér auðvitað ekkerl við, en ég get ekki annað en furðað mig á hversvegna þið eruð hér og hvi Pen þurfti að klifra út um glugga. Ég ætla ekki að vera með yfirheyrslur. herra, en ég hef alltaf þekkt Pen.” Nú var það ungfrú Creed sem lók þétt í hönd sir Richards. Takið var svo ör- væntingarfullt, að sir Richard leit niður til hennar og brosti til huggunar. „Ég er hræddur um að ég geti ekki sagt yður hversvegna við erum hingað komin," sagði hann. „Vissar kringum- stæður gerðu þessa ferð nauðsynlega. Þó er auðvelt að útskýra klæðnaðinn á Pen. Hvorugt okkar vildi vera að iþyngja okkur rneð þvi að hafa stúlku með í ferð sem farin var vegna mjög viðkvæmra mála; og þar sem heimurinn, minn kæri Luttrell. er strangur siðadómari. töldum við það hentugra fyrir Pen að látast vera frændi minn í stað verðandi eiginkonu minnar.” „Já, já, auðvitað.” sagði Piers, óviss, en yfirbugaður af fullvissu glaumgosans. „Núna,” sagði sir Richard, „ættum við að vera á leið til London, ef ekki hefðu gerst tveir óvæntir atburðir. Og því miður verð ég að segja yður að annar þeirra er yðar sök.” „Min?”stundi Piers. „Yðar,” sagði sir Richard og sleppti hendi Pen. „Stúlkan sem mér skilst að þér séuð leynilega trúlofaður, hefur i misheppnaðri tilraun til þess að fela sannleikann, tilkynnt föður sinum það að Pen sé maðurinn sem hún átti stefnu- mót við i kjarrinu i gærkvöldi." „Já, Pen sagði mér það. Sannarlega vildi ég að hún hefði ekki gert það. en húnersvofljótfær.” „Svo hefur mér virst,” sagði sir Richard. „Þvi miður, þar sem ég er til- neyddur til að dveljast um hrið i Queen ’ Bnn aukin þjónusta! Ókeypis eyðubtöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. MMBIAÐIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, simi 27022 42 Vlkan II. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.