Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 45
kanarífuglarnir, þessir fallegu og dúfurn- ar.” „Nú, þið hafið ekki rúm i vagninum fyrir dúfnakassann, en þið skuluð endilega koma með kanarífuglana," sagði Pen og glotti. Piers skellti niður pennanum. „Ef þú segir eitt orð til viðbótar þá hendi ég þér út úr herberginu.” „Nei, það muntu ekki gera vegna þess að þetta er einkastofa og þú ert ekkert nemagesturhér.” „Á ég að segja ungfrúnni að koma með kanarífuglana?” spurði Lucy rugluð. „Nei!” sagði Piers. „Æ, hættu nú, Pen. Þú kemur mér úr jafnvægi. Hlustaðu nú. Ég er búinn að skrifa Lydiu að ég muni hafa vagn tilbúinn á götunni bak við húsið um miðnætti. Haldið þér að það sé of snemmt? Fara foreldrar hennar í háttinn svo seint?” „Nei, herra, það gera þeir ekki,” sagði Lucy. „Majórinn er fyrir það að fara snemma í háttinn. Hann verður kominn i rúmið og sofnaður klukkan ellefu, verið vissir um það herra.” „Til allrar hamingju er tunglskin,” sagði Piers og stráði sandi yfir bréfið. „Hlustið Lucy. Ég treysti því að þér sjáið um að húsmóðir yðar fari snemma í rúmið; hún verður að fá allan þann svefn sem hún getur. Og þér verðið að vekja hana á réttum tima, skiljið þér það? Get ég treyst því að þér pakkið saman fyrir hana og komið henni örugg- lega til mín?” „Ó, já, herra,” sagði Lucy og hneigði sig. „Þvi ekki vildi ég verða eftir til þess að mæta majórnum.” „Yður er best að flýta yður sem mest aftur til hússins,” sagði Piers, braut saman bréfið, innsiglaði það og rétti henni. „Og munið það að bréfið má alls ekki falla í rangar hendur.” „Ef einhver reynir að taka það frá yður, þá verðið þér að gleypa það,” bætti Pen við. „Gleypa það, herra?” „Takið ekki mark á vini mínum,” sagði Piers snöggt. „Farið nú og munið að ég reiði mig á traust yðar.” Lucy hneigði sig og gekk út úr her- berginu. Piers leit á Pen, sem hélt ennþá um hné sér í sætinu við gluggann og sagði alvarlega: „Ég býst við að þú hrósir sjálfri þér fyrir hjálpsemina!” Glettnisglampi kom fram i augu hennar. „Já, það geri ég. Hugsaðu þér bara ef þú hefðir þurft að snúa við til þess að ná í kanarifuglana. Það myndir þú liklega þurfa að gera hefði ég ekki minnt stúlkuna á þá.” Hann gat ekki annað en brosað. „Pen, ef hún kemur með þá, þá — þá sný ég við til þess eins að kyrkja þig. Nú verð ég að fara til þess að fá leigðan vagn og fljóta hesta.” „Hvar færðu þá?” spurði hún. „Það er skiptistöð í Keynsham þar sem eru ágætar skepnur. Ég ek þangað undireins.” „Gerðu það. Farðu þangað sem þú ert þekktur og láttu fréttirnar um að þig vanti vagn fyrir miðnætti vera komnar um alla sveitina innan þriggja klukku- stunda.” Hann stansaði. „Ég hafði ekki hugsað út i það. Fjandinn! Það þýðir að ég verð að fara til Bristol og ég hef varla tíma til þess þegar ég hef svo miklu að sinna. „Þú gerir ekkert slíkt,” sagði Pen og stóð upp. „Nú skal ég svo sannarlega vera hjálpsöm. Ég ek með þér til Keyns- ham og panta vagninn fyrir þig.” Áhyggjusvipur hans hvarf. „Ó, Pen, ætlar þú að gera það? En sir Richard. Heldur þú að hann hafi ekkert á móti því? Auðvitað mun ég sjá um þig á allan hátt, en —” „Nei, nei, hann mun ekki hafa neitt á móti því, það fullvissa ég þig um. Ég ætla ekki að segja honum neitt frá því,” sagði Pen lymskulega. „En það væri ekki rétt. Og ég vil ekki að þú gerir neitt —” „Ég skil eftir skilaboð til hans hjá gestgjafanum,” lofaði Pen. „Gekkstu inn i þorpið eða ertu akandi?” „Ég kom akandi. Vagninn er í bak- garðinum. Ég játa það að ef þér finnst það ekki vera rangt að koma með mér, er ég þér þakklátur fyrir hjálpina.” „Bíddu bara þangað til ég finn hattinn minn.” sagði Pen ög fór að leita að hon- um. 12. kafli Ungfrú Creed og hr. Luttrell fengu sér hressingu í bestu krá Keynsham. Þau töluðu mikið um smáatriðin í sam- bandi við flóttann og hvorugt hafði áhyggjur af því hvort það væri gáfulegt af herramanninum að flýja með unnustu sína þegar stúlkan hefði nýlega flækst inn i morðmál. Reyndar var hinn ungi einfaldi Luttrell nærri búinn að gleyma því að Beverly Brandon hafði nokkurn tíma dvalið hjá honum. Hann hafði skilið við móður sina, þar sem hún var að reyna að skrifa sæmilegt bréf til lafði Saar og ef hann á einhvern hátt minntist þessa illa atburðar var það aðeins hugsunin um að lafði Luttrell myndi reyna að gera það besta. Samtalið snerist svo til eingöngu um vandræði hans, en hann reyndi oft að víkja málinu að frjálslegum ævintýrum Pen. „Auðvitað,” viðurkenndi hann, „er það ekki svo hneykslanlegt núna þegar ég veit að þú ert trúlofuð Wyndham en ég verð að segja að það undrar mig að hann, heimsmaðurinn, skuli hafa tekið þátt i svona strákapörum. En mér skilst' að þessir glaumgosar hafi svo gaman af því sem einkennilegt þykir. Ég held að enginn eigi eftir að furða sig lengi. Ef þið væruð ekki trúlofuð þá gegndi náttúr- lega allt öðru máli.” Pen leit beint i augu hans. „Ég held að þú sért að gera úlfalda úr mýflugu,” sagði hún. „Mín kæra Pen.” Hann hló lágt. „Þú ert svo mikið barn. Ég býst ekki við að þú vitir hið minnsta um heiminn.” Hún neyddist til að viðurkenna að það væri rétt. Henni datt það i hug að fyrst Piers væri svona fróður um málin gæti hún kannski lært eitthvað af honum. „Væri það mjög slæmt ef ég ætlaði ekki að giftast Richard?” spurði hún. „Pen! Hvað ert þú að segja?” hrópaði hann. „Hugsaðu þér hvar þú stæðir. Þið ferðist alla leið frá London og þú hefur ekki einu sinni þjónustustúlku með þér! Þú verðuraðgiftast honum núna.” Hún setti fram hökuna. „Ég fæ ekki séð að ég verði að gera það.” „Vertu viss, ef þú þarft þess ekki þá verður hann að gera það. Ég verð að segja að mér finnst það mjög einkennilegt af manni á hans aldri og — og i hans stöðu — að vilja kvænast þér Pen.” Hann fann að ræða hans var ekki mikið hrós og flýtti sér að bæta við; „Ég á ekki beint við það, heldur að þú ert svo miklu yngri en hann og ert svo saklaus.” Hún ihugaði þetta. „Nú, það er ein ntjög góð ástæða fyrir þvi að ég ætti ekki að giftast honum,” sagði hún. „Hann er svo miklu eldri en ég, að engum fyndist það neitt einkennjlegt að við skyldum hafa farið í þessa ferð saman.” „Hamingjan sanna, Pen, hann er ekki svo gamall! Þú ert skritin stúlka. Viltu ekki giftast honum?” Hún horfði á hann og hnyklaði brýrnar. Hún hugsaði um sir Richard, um ævintýrin, sem þau höfðu lent saman i, um hláturinn í augum hans og um striðnistóninn i rödd hans. Skyndilega kafroðnaði hún og tárin þrengdu sér fram i augu hennar. „Jú. Jú. svo sannarlega,” sagði hún. „Jæja. En hvers vegna ert þú að gráta?” spurði Piers. „Eitt augnablik hélt ég... Láttu nú ekki kjánalega, Pen.” Hún snýtti sér duglega og sagði: „Ég erekki aðgráta.” „Ekki sé ég neina ástæðu til þess. Mér finnst Wyndham mjög góður maður — frægur maður. Þú verður heldri kona, Pen og hættir þvi basli sem þú hefur verið í þarna í borginni.” Pen, sem sá enga framtíð í því að eyða ævi sinni innan veggja hins virðulega húss frænku sinnar, samsinnti þessu og gerði tilraun til þess að beina samtalinu inn á minna viðkvæmar brautir. Þó Keynsham væri aðeins nokkrar mílur frá Queen Charlton, var komið fast að kvöldmat, þegar Piers keyrði Pen upp að George aftur. Þá var búið að leigja skiptivagn og fjóra góða hesta til þess að draga hann og beðið hafði verið Bifreiðaeigendur Látið ekki salt, tjöru og önnur óhreinindi skemma bif- reiðina. Við hreinsum og bónum bilinn meðan þér biðið. Vel hirtur bill eykur ánægju eigandans. Bón og þvottastöðin, Sigtúni 3, sími 14820. IX. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.