Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 15
klaufalega á henni. En samt, og þó hún væri ekki með demantseyrnalokkana, þá var hún bæði glæsileg og smart. Hún minnti Deedee á fyrsta þáttinn i Giselle: hinir konungbornu heimsækja fátækt sveitafólkið; og það að taka af sér eyrnalokkana var nokkurs konar móðg- un. „Veiðistöng!” hrópaði Emma og var greinilega skemmt. Þið farið þó virkilega ekki að veiða!” Deedee saup á vodkanu. „Jú. og við höfum meira að segja fengið veiði.” „Ó, leyfðu mér að fara með að veiða, Deedee!” „Við erum alveg hætt að fara. Skólinn er starfræktur allt sumarið. „En núna," hún veifaði hendinni yfirlætislega. „fáum við nýjan fisk sendan rneð flugi." Emma lagði frá sér veiðistöngina og gekk aftur að stólnum sem hún hafði setið í. „Ég á aldrei eftir að upplifa það að veiða fisk,” sagði hún tregablandinni röddu og fór úr skónum. „Ef þig langar til þá ferðu auðvitað.” Rödd Deedee var uppörvandi. „Guð minn góður hvað dansarar hafa ljóta fætur!” Emma rétti úr fótunum á köldum steinflísunum. Fótleggir hennar voru mjög glæsilegir, ristarnar háar, en tærnar allar skakkar og skældar og þaktar blöðrum og líkþornum. Hún lyfti kampavínsglasinu sinu. „Ef ég væri karl- maður hefði ég getað fengið allan þann fisk, ég meina börn, sem ég hefði viljað og samt haldið áfrani að dansa." „Hvað mörg börn?” „O, þrjú.” Emma brosti ástúðlega til Deedee. „Alveg eins og þín.” „Og eignast eiginmann eins og Wayne.” „Já.” Hún leit undan og út i garðinn.' „Þú ert lukkunnar pamfill.” „Viltu skipta?” Deedee beið smástund en hristi svo höfuðið. „Nei, ég get ekki ímyndað mér þig kennandi hóp af óþæg- um krökkum. Eða búandi í borg sem loksins fær heimsókn af ballettflokknum — og þá ekki nema tvær sýningar. Elsku besta, þú valdir þér það lif sem þér hent- aði best.” Emma kinkaði kolli. „Og þú sömu- leiðis.” „Eiginlega ekki,” sagði Deedee lágt. „Þú leyfðir mér það ekki.” „Hvernig þá?” „Hvernig þá! Þú hefur greinilega lært að segja ekki of mikið á leið þinni upp á tindinn.” „Deedee.” Emma rétti úr sér, „í al- vöru, þá veit ég ekki um hvað þú ert að tala.” „Manstu ekki þegar Michael byrjaði að æfa fyrir Önnu Kareninu?” „Jú, auðvitað!” „Hver var látin æfa Önnu?” „Bæði þú og ég.” „Og?” „Og?” „Og...” Emma reyndi að rifja upp liðinn tima til að skilja hvert Deedee stefndi. „Ó! Og þú varðst ófrísk!” „Og þú varst klöppuð upp nítján sinnum.” Emmu brá. „Berð þú kala til mín vegna þess?” „Nei. Ekki fyrir...” „Vilt þú skipta? Ég er ekki klöppuð fram nitján sinnum lengur.” Hún brosti sem snöggvast. „Það er svo sem ekki neinn annar heldur En það kemur að því aftur. Og þá verður það ekki ég." Hún hélt áfram hljómlausri röddu. „Manstu eftir Dahkarovu?” Deedee kinkaði kolli. 1 svefnherberg- inu hennar var lítið skrini, fullt af mynd- um af þeirri sem hafði verið aðalstjarnan í ballettflokknum þegar þær voru að byrja. Það var Dahkarova, átrúnaðar- goð þeirra. „Jæja, hún býr núna í íbúð i Carnegie Hall sem er eins gömul og hún sjálf,” sagði Emma allt að því kaldhæönislega. „íbúðin er þakin myndum af henni sjálfri í hlutverki Giselle. Hún kennir. Þegar hún getur. Hún leigir út herbergi. Þegar hún getur. Hún var stórkost- leg ballerína, Deedee, en það hvarflaði aldrei nokkurn tíma að Michael að nota hana sem Önnu.” „Hún var ofgömul.” „Einmitt.” Emma fór í skóna. „Þakka þér fyrir.” „En Emma, þetta er bara ein af stað- reyndum lífsins!” „Ég verð að mæta á æfingu snernma i fyrramálið. Það er líka önnur stað- reynd.” Hún stóð á fætur og gekk inn í Framhaldssaga Þriðji hluti húsið um leið og hún kallaði: „Hver ætlar að fylgja mér heim?” Deedee fannst eins og hún hefði opnað vitlausar dyr. Henni fannst eins og hún hefði verið látin dansa eftir óskum annarra, gegn vilja sinum. Hún hafði ekki spurt að því sem hana langaði til að vita og hún hafði í rauninni ekki heldur fengið nein svör. Hún mundi það sem Emma mundi ekki. Eða sagðist ekki muna. Hafði Emma forðast allar spurn- ingar af ásettu ráði eða var hún bara svona upptekin af sínum eigin — já, hverju? Ótta? Hún var kvíðin. Það var heldur ekkert undarlegt, þetta voru erfiðir tímar fyrir hana. Þetta voru líka erfiðir timar fyrir Deedee, hún var ekki viss um hvers vegna. Ef til vill vildi hún heldur ekki vita hvers vegna En ein- hvern veginn var þetta miklu erfiðara fyrir Emmu, Emma þarfnaðist mjög hjálpar. Hún náði henni fyrir framan útidyrn- ar. Neðst piðri á bugðótta stígnum, sem lá niður að gangstéttinni beið Michael við hliðina á bilaleigubilnum ásamt Peter. „Ég sagði eitthvað sem ég átti ekki að segja, er það ekki?” spurði Emma. „Einsoghvað?” „Ég vildi að ég vissi það." Þetta hljómaði eins og spaug og Deedee hló. En Emma var ekki að grinast. „Wayne sagði að þú vildir ræða við mig um eitt- hvað.” „Þaðgeturbeðið." „Segðu mér hvað það er.” „Ég man það ekki í augnablikinu.” Hún vildi ekki angra Emmu frekar. Hún vildi komast í snertingu við hana, svo hún krækti höndinni undir handlegg hennar og gekk með henni niður stíginn. „Kannski á morgun...” byrjaði Emma, en nam svo snögglega staðar. „Ó, einu var ég næstuni búin að gleyma. Ég bauð Emilíu að mæta á æfingu með flokknum á morgun.” Deedee Ijómaði. „Ó, Emma ” „Jæja, ég hef þá að minnsta kosti gert eitthvað rétt, ekki satt?” Deedee hló og faðmaði hana að sér. „Ó, drífðu þig nú heim!” Hún kyssti Emmu og stóð svo og horfði á hana fara inn í bílinn sem myndi flytja hana heim á hótelið þar sem litlu hvolparnir hennar þrír biðu eftir henni. Wayne kom út úr húsinu og lagði handlegginn utan um hana. „Gastu talað við hana um það sem þér lá á hjarta?” „Bæðijáognei.” Þetta var heimskulegt svar sem eng- an veginn dugði honum og það vissi hún. Sú reiði sem henni hafði tekist að bæla niður gagnvart Emmu, blossaði nú upp og bitnaði á Wayne, en beindist svo Þýð.: Halldóra Viktorsdóttír Kvikmyndin „The Turning Point" hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna frábærs leiks ° tveggja mikilhæfra leikara í aðalhlutverkunum, þeirra Shirley MacLaine og Anne Bancroft, sem leika Deedee og Emmu. Leslie Browne og Mikhail Baryshnikov leika einnig stór hlutverk í myndinni, en stjórnin er í höndum Herberts Ross. Hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Arthur Laurents, höfundi sögunnar, sem hér birtist undir nafninu „Á krossgötum". Kvikmyndin verður væntanlega sýnd í Nýja Bíói síðar á árinu. tr v li.tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.