Vikan - 15.03.1979, Side 23
en þetta var eins og við hliðina á
sambandi okkar. 1 mínu starfi hefi ég
mikið að gera, ég hefi verið jafnmikil-
væg á mínu sviði, eins og þú á þínu. En
hjá þér gat ég verið lítil og hlý og
þarfnast þín. Hjá þér var ást mín, þrá
mín, allar tilfinningar mínar í blíðu og
stríðu. Ég hefi verið hamingjusöm, ég
hélt, að ég gæti lifað svona áfram.
Hún þagnaði.
— En? sagði hann. Og hún heyrði á
raddblæ hans, að hann var þreyttur, að
hann vildi ekki heldur hlýða á neitt
annað en það, sem hann leitaði eftir og
þráði.
— En . . . sagði hún með semingi. —
Nú er ég hrædd. Ég sé hvert stefnir. Ég
er ekki hamingjusöm lengur, þegar ég
hugsa um þig. Það kvelur mig. Ég er eins
og rifin og tætt í ótal stykki. Þú fylgir
mér ekki lengur eins og mjúk, góð
hugsun. FreKar eins og ósvöruð
spurning, eins og ill gerning. Ég hugsa
um þig, þegar ég vakna og innra með
mér eru sárindi, ég hugsa um þig, þegar
ég sofna og sef illa, ég hugsa um þig,
á daginn, meðan ég vinn, og vinnugleðin
hverfur. Ég held, að ég sé orðin háð þér.
Undir álögum. Ég gleðst ekki lengur yfir
samvistum okkar. Innra með mér græt
ég, ég vil aftur verða eins og ég var, vil
vera eins og áður. Ég get ekki útskýrt
þetta, ég skil það ekki sjálf. Ég hugsa
stöðugt um þig, ég fæ enga ró. Það sem
áður var kostur — að þú áttir þitt líf og ’
ég mitt, er nú hrein kvöl. Ég vil deila
öllu með þér, og þó vil ég það ekki. Ég
get ekki einu sinni umgengist vini mína
lengur — ég hugsa bara um þig. Ég hefi
ekki matarlyst, reyki mikið, fer varla út
fyrir dyr, er sama um allt, ég hugsa bara
um þig. Og ef þetta er ástin, vil ég hana
ekki. Ef þetta er ástin eftir öll þessi ár,
þegar öll bros eru slokknuð, þá vil ég
hana ekki. En að vera án þín, er mér hið
sama og þér að missa börn þín.
H ÚN drakk vínið. Hún reyndi að tala
stillilega.
— Ég er ekkert lengur — ég hefi misst
allt sjálfsálit. Ég er veikgeðja, niður-
dregin, örvæntingarfull, óttaslegin. Ég
fyrirlít sjálfa mig. Ég haga mér eins og
konur hafa alla tíð gert, sem bíða þess,
að maðurinn ljái lifi þeirra tilgang, skapi
þeim líf á jörðinni. Ég haga mér eins og
móðir mín gerði, eins og hennar móðir
gerði, eins og alltof margar konur gera
enn þann dag í dag. Ég er kaupsýslu-
kona, hefi náð árangri, sem margir
öfunda mig af, ég hefi valið að eignast ■
ekki börn, hefi aldrei eitt augnablik þráð
barn. Ég hefi valið að lifa ein til að missa
ekki frelsi mitt og vegna þess að ég hefi
getað borið virðingu fyrir sjálfri mér,
hefi ég einnig getað borið virðingu fyrir
öðrum. En núna virði ég ekki einu sinni
þig, heyrirðu það. Ég lit niður á okkur
bæði, vegna þess að í átta ár höfum
verið að byggja upp samband, sem við
getum ekki lengur haldið í hæfilegri
fjarlægð. Ég er hérna til að gera upp við
þig, segja sannleikann, en svo er ég bara
svo örvingluð...
— Og hvað viltu þá núna? Rödd hans
heyrðist varla.
— Ég veit það ekki. Hún horfði á
hann stórum, þjáningarfullum augum.
— Ég veit ekki, hvað ég vil, ég veit
hvorki upp né niður, ég vil finna sjálfa
mig aftur, eins og ég var — en það tekst
ekki, hvernig sem ég reyni.
Hann horfði ofan í dúkinn, leitaði
eftir orðum.
— Ég vildi ekki breyta neinu, sagði
hann, — ekki frekar en þú ..
— En það er þegar gert. Allt er breytt.
— Er það víst. Ég er ekki viss, sagði
hann.
— Þú ert ekki hamingjusamur, sagði
hún hægt. — Þú ert eirðarlaus. Þú ert
hættur að brosa eins og þú gerðir, ég
held, að þú leggist ekki glaður til hvíldar
Hann ansaði ekki.
— Ég hefi ekki hugsað til konu þinnar
öll þessi ár — finnst þér það ekki ótrú-
Iegt, sagði hún. — Það var einhvern
veginn alveg sjálfsagt að svikja hana,
þetta var þitt líf, það varst þú, sem barst
ábyrgð á því, það var ekki mitt að hugsa
út í hlutskipti hennar, eða hlutverk
hennar í lífi okkar — það var þitt mál.
En nú hugsa ég um hana hvern einasta
dag. Ég lít á okkur öll þrjú eins og hlekki
i keðju, eins og peð í tafli, sem við höfum
leikið hugsunarlaust.
Og þetta bætir ekki úr neinu.
Hann bað um reikninginn.
Og hún heyrði kaldan hljóminn i
rödd hans, langaði mest til að gráta,
gráta yfir erfiðleikunum, vonleysinu,
tilgangsleysinu í ást þeirra, sem ekki gaf
lengur neina ró.
Þau stóðu á götunni.
— Við förum heim til þín, sagði hann.
Orðin hljómuðu ákveðin og einbeitt, en
þetta var þögul bæn: Látum oss gleyma,
látum oss bíða, látum oss ræða það
síðar, látum oss draga það þar til ekki
verður umflúið að taka ákvörðun.
Hún horfði á hann, tárin leituðu fram
í augun og runnu niður kinnarnar. Hún
strauk hendinni snöggt yfir vangann og
þerraði tárin, hún reyndi að jafna ^ig.
— Já, sagði hún lágt. Við förum þá
heim til mín.
Endir
ll.tbl. Vikan 23