Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 44
GLA UMGOSINN Daubenacy sem ég get aðeins lýst sem leynilegum. Það kemur mér alls ekkert við, alls ekkert, en ef þér væruð sonur minn — Samt sem áður, það er ekki til umræðu. Til allrar hamingju —” Hann leit ásakandi augnaráði á sir Richard. „Ég endurtek, til allrar hamingju þá staðfestir vitnisburður ungfrú Daube- nacy þá frásögn að þessi hroðalegi glæpur hafi verið framinn af manni sem samkvæmt lýsingu gæti verið maðurinn Trimble. Væri það ekki þess vegna, þvi ég leyni þvi ekki að ég er allt annað en ánægður. Langt frá þvi! Þér leyfið mér að segja, sir Richard, að vera yðar i kjarrskóginum I gærkvöldi bendir til þess að þér hafið hjálpað og hvatt frænda yðar I hinum lastaverðu — En það mun vera mál majór Daubenacys.” „Nei, nei, þér skiljið þetta ekki rétt," fullvisaði Pen hann um. „Frændi minn var að leita að mér. Reyndar var hann mér mjög reiður að hafa farið I kjarrið. Er þaðekki, Richard?” „Jú,” sagði sir Richard, „mjög reiður.” „Jæja, mér virðist málið allt vera hið einkennilegasta,” sagði hr. Philips. „Ég segi ekkert f rekar að svo stöddu.” „Þér látið mig fá — hér — samvisku- bit," sagðisir Richard. Dómarinn hnussaði, hneigði sig klaufalega og gekk út. „Mannorð mitt. Ó, mannorð mitt,” stundi sir Richard. „Hræðilegi, óagaði krakki, hversvegna uglu?” „N ú, ég varð að segja eilthvað," benti Pen á. „Ég er hræddur um," sagði Piers, hvattur af samvisku sinni, „að þetta sé að einhverju litlu leyti Lydiu að kenna. En, herra, hún meinti ekkert illt.” „Ég veit,” sagði sir Richard. „Hún er svo fljótfær. Mér líður eins og ég sé hundraðára.” Með þessum orðum fór hann út og Pen sneri sér undir eins að hr. Lutlrell og sagði ásakandi rómi: „Hana! Sérðu nú hvað þín ástkæra Lydia hefur gert.” „Hún er ekkerl verri en þú! Reyndar er hún ekki eins slæm,” svaraði Piers. „HÚN myndi ekki ferðast um landið klædd sem strákur. Það er engin furða þó sir Richard líði eins og hann sé hundrað ára. Ef ég væri trúlofaður þér, þá liði mér eins.” Augu ungfrú Creed skutu gneistum. „Ég skal segja þér svolitið, Piers Luttrell. Ég á frænda sem er með andlit eins og á fiski og hann vill kvænast mér. Það er þess vegna sem ég flúði út um gluggann. En — hlustaðu nú! Ég vildi miklu frekar giftast honum heldur en þér. Ef ég þyrfti að giftast þér myndi ég drekkja mér. Þú ert vitlaus, ruddalegur og huglaus!” „Aðeins vegna þess að ég hef smá skynsemi,” byrjaði Piers, mjög stifur og rjóður. Hann var truflaður. Þjónn kom inn með þær fréttir að ung manneskja óskaði þess að fá að tala undir eins við hr. Wyndham. Pen þóttist strax vita hver þessi dular- fulla vera væri og sagði: „Hvað ætli þessi snarvitlausa stúlka vilji núna? Ég vildi að ég hefði aldrei komið til Queen Charlton! Nú, jæja. Visið henni inn.” „Guð minn góður. Ætli það sé Lydia?” hrópaði Piers, þegar þjónninn var farinn. Unga manneskjan var ekki ungfrú Daubenacy, heldur einkaþjónustustúlka hennar, blómleg stúlka, sem virtist full af rómantískum hugsjónum húsmóður sinnar. Hún kom inn með blæju fyrir andlitinu og rétti Pen innsiglað bréf. Meðan Pen reif það upp og las hin áríð- andi skilaboð, réðst Piers að stúlkunni með spurningum sem hún aðeins svaraði með undanfærslum og glotti. „Hamingjan sanna!” hrópaði Pen þegar hún klóraði sig fram úr pári ung- frú Daubenacy. „Nú riður á að flýta sér. Hún segist vilja flýja með þér!” „Hvað!” Piers yfirgaf þjónustustúlk- una og stikaði til Pen. „Láttu mig fá það.” Pen hélt honum frá. „Hún segir að þau ætli að senda hana í óbyggðirnar I Lincolnshire.” „Já, já, amma hennar á heima þar. Hvenær fer hún?” „Ég get ekki lesið það — ó jú, nú sé ég það. 1 fyrramálið með föður sínum. Hún biður mig um að segja þér að undirbúa flóttann i kvöld.” „Guð minn góður!" Piers reif af henni bréfið og las það sjálfur. „Já, það er rétt, hún fer I fyrramálið! Pen, ef hún fer þá er allt búið. Ég ætlaði aldrei að gera henni neina slika óhæfu sem að flýja með henni, en ég býst við að ég hafi ekki um neitt að velja. Það er ekki það að for- eldrum hennar líki ekki við mig eða — eða að ég sé ekki hæfur. Ef svo væri þá væri það öðruvísi. En þar til þeir deildu — Hvað um það, það þjónar engum til- gangi að tala." Hann sneri sér að þjón- ustustúlkunni sem nú var aftur búin að setja upp blæjuna og hlustaði á hann með opinn munninn. „Njótið þér trausts húsmóður yðar,” spurði hann. „Ó já, herra,” sagði hún og flissaði. Siðan bætti hún við: „Húsbóndinn myndi brytja mig í spað ef hann vissi að ég væri að færa yður bréf, herra.” Pen lét sem hún heyrði ekki þessa ýktu fullyrðingu. „Segið mér, er hús- móðir yðar alveg ákveðin I þessari lausn?” „Ó,” sagði stúlkan og sló saman hold- ugum höndum sínum, „hún hefur aldrei á ævi sinni verið ákveðnari, herra. „Ég verð að flýja,” sagði hún við mig, alveg utan við sig. „Lucy,” sagði hún, „ég er alveg búin að vera, þvi allt hefur komist upp.” Svo ég setti upp húfuna og laum- aðist út þegar kokkurinn sneri baki I mig, „því að,” sagði húsmóðir min með tárin i augunum, sjón sem hrærir hvern sem er, „ef ég verð send til Lincolnshire, þá dey ég.” Og það er alveg satt.” Pen settist niður aftur og tók um hnéð. „Ekkert væri betra,” sagði hún. „Mér likaði alltaf vel við hugmyndina að þið flýðuð til Gretna Green. Reyndar var það mín uppástunga. Nema, Lydia sagði mér að þú hefðir enga peninga, Piers. Eigum við að láta Richard borga skiptivagninn?" „Svo sannarlega ekki!” svaraði hann. „Auðvitað á ég nóga peninga fyrir honum.” „Mér finnst að þú ættir að hafa fjóra hesta," sagði hún. „Skiptigjöld eru mjög há, eins og þú veist.” „Guð minn góður, Pen, ég er ekki blankur. Lydia átti aðeins við að ég er fjárhagslega háður föður mínum. Ef hann neitar að fyrirgefa okkur er ég neyddur til að útvega mér einhverja góða stöðu. En ég er viss um að þegar búið er að framkvæma hlutina þá mun hann fljótt átta sig. Ó, Pen! Er hún ekki mikill engill? Ég er alveg frá mér num- inn. Er það ekki heillandi að hún skuli treysta mérsvona blint?” Augu Pen stækkuðu. „Hversvegna ætti hún ekki að gera það?” spurði hún undrandi. „Hversvegna ætti hún ekki að gera það? Pen, þú skilur þetta alls ekki. Hugsaðu þér að fela lif sitt, heiður og allt, i mínar hendur.” „Ég sé ekkert dásamlegt við það," svaraði Pen háðslega. „Mér þætti það mun sérstakara ef hún treysti þér ekki.” „Ég man það núna að þú hafðir aldrei til að bera mikla tilfinninganæmi,” sagði Piers. „Þú ert svo mikið barn!” Hann sneri sér nú að áhugasamri þjónustu- stúlkunni. „Hlustið nú á mig, Lucy. Þér verðið að fara aftur með bréf til hús- móður yðar og fullvissa hana um að ég muni ekki bregðast. Eruð þér tilbúnar að fara með okkur til Skotlands?” Hún starði á hann eitt augnablik. En hversu einkennileg sem henni fannst hugmyndin virtist henni lika við hana, því hún kinkaði kolli áköf og sagði: „Já, herra, þakka yður fyrir.” „Hvenær hefur nokkur tekið með sér þjónustustúlku á flótta?” spurði Pen. „Ég mun ekki biðja Lydiu um að flýja með mér án þess að hún hafi einhvern kvenmann með sér,” sagði Piers höfðinglega. „Hamingjan sanna, ég myndi ætla að hún vildi ekki hafa hana með sér.” „Lydia er alls óvön því að annast sig sjálf,” sagði Piers. „Þar að auki mun fylgd þjónustustúlku gera flótta okkar siðsamlegri.” „Á hún kannski kjölturakka sem hún viíl einnig taka með sér?” spurði Pen sakleysislega. Piers leit á hana illu augnaráði og gekk yfir herbergið að litlu skrifborði ná- lægt glugganum. Eftir að hafa reynt pennann sem þar lá. lagfært hann og dýft honum i blekbyttuna, settist hann meðan blekið var að þorna og hugsaði um hvað hann ætti að skrifa til unnustu sinnar. Loks dýfði hann pennanum aftur I blekbyttuna og fór að skrifa. Jafnframt brýndi hann það við Lucy að sjá um að húsmóðir hennar hefði með sér hlýja kápu og að hún hefði ekki of mikinn far- angur með sér. „Né heldur páfagaukinn,” greip Pen inn í. „Kæri herra, ungfrú Lydia á engan páfagauk." „Ef þú heldur þér ekki saman, Pen ...” „Og ekki heldur neinn kjölturakka?” spurði Pen full efa. „Nei, herra, alls ekki! Það eru bara — Tölvan segist stökkva, ef viö hxttum ekki að kenna henni um öll mistök sem veröa hér á skrifstofunni. 44 Vikan IX. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.