Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 21
nefna eins og t.d. meðfædda galla í þvag- göngum en þeir eru sjaldgæfir. Ef grunur liggur á að einhverskonar sjúkdómur geti verið orsök þess að barn eigi erfitt með að venja sig af er að sjálfsögðu rétt að leita læknis. Sálrænar orsakir geta einnig haft sín áhrif. Oft er bent á hve miklu máli það skiptir að andrúmsloftið sé afslappað og rólegt þegar börn eru vanin af. Tauga- veiklunareinkenni sem koma fram hjá barni geta orsakast af minnimáttarkennd barnsins yfir þvi að gera enn á sig en þurfa ekki að þýða að orsökin sem slik sé sálræn. Þetta ber að hafa i huga þegar börn byrja aftur að gera á sig eftir að þau hafa verið nokkurn veginn þurr. Tveir hópar barna sem væta sig Það er oft greint á milli tveggja hópa barna sem væta sig. Það einkennir fyrri hópinn að barnið hefur verið þurrt í dálítinn tíma og byrjar síðan aftur að gera á sig. Þessi tegund á sér oft raunhæfa orsök eins og t.d sýkingu í þvaggöngum, breytingu á fjölskyldu- háttum, svo sem skilnað eða fæðingu systkinis. Það er þannig yfirleitt hægt að finna ástæðuna fyrir þvi að barnið byrjar að væta sig aftur. Það sem einkennir hinn hópinn er að barnið hefur aldrei verið þurrt. í þessum tilfellum heldur barnið að sjálfsögðu áfram að pissa á sig eftir að búast má við því að það sé orðið þurrt. Hvað er hægt að gera? Ef um líkamlegan sjúkdóm er að ræða þarf að sjálfsögðu að meðhöndla hann. En hver svo sem ástæðan er fyrir því að barnið er ekki orðið þurrt er mjög mikilvægt að umhverfi — og þá einkum foreldrar — sýni barninu skilning. Ásakanir, rifrildi og hegning gerir bara ástandið verra og getur haft í för með sér önnur og alvarlega sálræn einkenni. Barnið getur ekki að því gert að það vætir sig. Þörfin fyrir að tæma sig getur komið svo skyndilega að barnið nær ekki að fara á klósettið. Fullorðnir verða þá að reyna að ergja sig ekki yfir þessum smáslysum. Það getur verið nógu erfitt fyrir barnið að berjast við þá hræðslu að félagarnir uppgötvi vandamálið. í fyrstu bekkjum grunnskóla (t.d. í 6 og 7 ára bekk) eru að minnsta kosti 1-2 böm sem væta sig. Það gæti hjálpað þessum bömum ef kennari gæti útskýrt fyrir bömunum að það séu ennþá nokkur böm á þessum aldri sem væta sig. Ennfremur að böm geti ekkert að þessu gert og þessvegna megi ekki striða þeim. Ef umhverfið getur sýnt vandamáli barnsins skilning getur barnið fremur tekið vandamáli sínu með ró og það eykur mögu- leikann á að ástandið batni. Hver er orsökin til að stærri börn halda áfram að pissa á sig? Það er ekki hægt að benda á neina eina sérstaka orsök í þessum tilvikum og er orsökin yfirleitt ekki sú sama i öllum tilfellum. Oft virðast fleiri ástæður koma í ljós hjá einu og sama barninu. Barn sem .' V# ekki er búið að venja sig af við 5-7 ára aldur getur haft liffræðilega þætti sem orsök, t.d. að tauga- og vöðvastarfsemin sem stjórnar tæmingu blöðrunnar sé sein- þroska. Fleiri líffræðilega þætti er hægt að foreldra, fæðingu nýs systkinis, við sjúk- dóma, við byrjun á dagheimili eða í skóla og innlögn á sjúkrahús. Strákar eru seinni til en stelpur Strákar hætta yfirleitt seinna að gera á sig en stelpur. Og rannsóknir hafa sýnt fram á að á öllum aldursstigum gera fleiri strákar á sig en stelpur. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt fram á að flest stærri börn sem halda áfram að pissa á sig hafa aldrei hætt að gera það. Þau væta sig einkum á næturnar. Mjög mikill minnihluti vætir sig á daginn eða einungis á daginn. il.tbl. Vikanzi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.