Vikan - 15.03.1979, Side 19
Á KROSSGÖTUM
„Farðu þá til New York.”
„Þar sem svalara er?” Hún brosti en
hjartað barðist i brjósti hennar. „Hvað
sem þvi liður þá get ég ekki yfirgefið hin
börnin.”
„Janina er hæstánægð að vera hér og
Ehtan ...”
„já, ég veit að hann myndi gera hvað
sem er til að komast þangað, bæði vegna
ballettsins og körfuboltans.”
„Og?"
„Ó, guð minn góður.” Allt og ekkert
kom henni til að brynna músum þessa
dagana. „Þú þekkir mig svo hræðilega
vel. Mig langar svo sannarlega til að fara
til New York.”
„Ég held að þú verðir að fara.”
„Jæja, ertu að reyna að losna við
mig?” sagði hún glettnislega.
„Nei. ég er að reyna að missa þig
ekki.”
Frumsýningarkvöld, en hvorugt
þeirra þorði að draga tjöldin frá af
hræðslu við að fortíðin birtist á sviðinu.
Þau höfðu aldrei áður náð að leika hlut-
verk sin til enda en þetta var þó það
næsta sem þau höfðu komist því að tala
hreint út. Þau sátu þegjandi og luku við
bjórinn og reyndu að fela hve illa þeim
leið hið innra — Deedee vegna þess að
tilhlökkunin vegna New York ferðarinn-
ar vakti hjá henni sektarkennd, en
Wayne vegna þess að hann vissi að hann
tók ekki bara þá áhættu að missa
Deedee heldur lika að týna sjálfum sér.
Emilía kom I náttsloppnum inn í stof-
una.
„Ég gat ekki sofnað,” sagði hún, „og
mér datt í hug að þið gætuð það ekki
heldur fyrr en ég væri búin að ákveða
mig.”
„Hvað ætlarðu að gera?” spurði Dee-
dee.
Emilía yppti öxlum. „Ja . . . mig
langar til að spyrja tveggja spurninga.”
„Byrjaðu bara,” sagði Wayne.
„Ethan segir að ég sé hrædd við sam-
keppni. Það er ég ekki. En þetta er mjög
stór dansflokkur svo. . . hvað fæ ég að
dansa mikið?”
„Það fer eftir þvi hversu góð þú ert,"
svaraði hann.
„Jæja .. . hversu góðerég?”
„Frábær." Hann kyssti hana.
„Komdu nú með hina spurninguna."
„Á ég að geta vitað núna hvort ég vil
vera áfram með flokknum?” Hún leit af
einu á annað. „Ég á við, að svo virðist
að ef ég verð áfram með flokknum þá
verði ég að láta ýmislegt annað á móti
mér.”
Og öfugt. langaði Deedee að hreyta út
úr sér. Hún gætti þess að líta ekki af
bjórdollunni sem hún velti milli handa
sér. Það var alltof auðvelt fyrir þau bæði
að lesa svip hennar. Og þetta var eitt af
þeim skiptum sem hún vissi ekki hvernig
hún átti að skilja Emiliu. Kannski hafði
hún Emmu i huga, og átti hún þá við að
hún vildi ekki verða eins og hún eða var
hún hrædd um að valda foreldrum
sinum vonbrigðum. Wayne að minnsta
kosti ef hún segðist vilja verða eins og
Emma? Deedee var heppin að vera
móðir hennar. Ef hún væri Wayne
myndi hún ábyggilega velta þvi fyrir sér,
hvort þessi umskiptingur væri ekki barn
einhvers annars.
En ekki Waync. Hann lagði handlegg-
inn ástúðlega utan um dóttur sína.
„Kjáninn þinn! Taktu ákvörðun um
hvort þú vilt vera áfram þegar og ef þér
verður boðið það. Núna er nóg fyrir þig
að ákveða hvað þú vilt og gera það.”
„Þú hljómar eins og Emma, pabbi."
Nú leit Deedee á hana. „Það er. nú
ckki svo einfalt að vita hvað maður vill.”
0. en mér finnst það,” sagði Emilia
ákveðin. „Ég á við — ég veit hvað ég vil
núna.”
„Hvað?”
„Bara dansa.”
„Gjörðu þá svo vel!” Wayne lyfti
henni upp i loftið eins og hann væri mót-
dansari hennar.
Ánægjan ljómaði af andlitum beggja.
Hún leit niður á laglegt andlit föður síns.
rétti úr bakinu og teygði út handleggina
eins og hann, fyrsti kennarinn hennar,
hafði kennt henni og minntist þess þegar
hann hafði i fyrsta skipti dansað á móti
henni.
Það hafði verið í kennslusalnum eftir
að kennslu var lokið. Þau settu plötu á
fóninn og hún var með slæðu sem hún
hafði sjálf búið til. Og þegar þau
dönsuðu saman var gleði hennar svo
mikil að hana kenndi til.
Framh. í nœsta blaði.
Ástralíu, og pennavini sínum í
Bagdad. Þegar hann hafði lesið
bréfið frá Melik Akbar, penna-
vininum í Bagdad, varð hann
undarlega órólegur. Hann gekk
hugsandi um gólf. Hann lagði
nokkrum sinnum af stað fram í
eldhús til Vibeke, en hætti svo
við að tala við hana á síðustu
stundu. Hún myndi hvort sem
er ekki skilja hana. Hann tróð í
flýti nokkru af fötum sínum
niður í ferðatösku, en tók þau
svo aftur upp úr henni. Hann
hélt áfram að ganga um gólf i
húsbóndaherberginu. Svo greip
hann símann og hringdi til eins
flugfélagsins. Hann spurðist
fyrir um verð á flugmiða til
Bagdad.
— Takk fyrir, sagði hann,
þegar viðkomandi starfsmaður
hafði upplýst hann um verðið.
— Ég vildi þá gjarnan panta far
með fyrstu vél til Bagdad.
Fimm mínútum síðar sá hann
eftir öllu saman og hringdi aftur.
— Mér þykir það leitt, en ég
get víst ekki farið, sagði hann.
Hann lagði tólið á og strauk
sér hugsandi um hökuna. Hann
gekk um gólf með hendur á
baki, settist, stóð upp aftur,
klóraði sér i hnakkanum, lét enn
niður i ferðatöskuna. Hann vissi
alls ekki, hvað til bragðs skyldi
taka . . var satt að segja alveg
ráðvilltur. Hann tók aftur upp
úr töskunni.
Hann hafði nýlokið því, er
Vibeke kom inn.
— Hvað gengur eiginlega á,
spurði hún. — Þú ert eitthvað
svo undarlegur. Ertu kannski í
svona miklu uppnámi vegna
þess að einhver pennavinurinn
hefur skrifað þér, að nú sé
tveggja metra snjór í Stanley-
ville og 105 stiga hiti á
Fahrenheit í Point Barrow?
Hemansen neyddist til að
segja konu sinni alla söguna.
— Nei, tautaði hann. — En
kannski ætti ég að minnka
eitthvað við mig bréfaskriftirn-
ar. Melik Akbar í Bagdad, sem
verið hefur pennavinur minn í
fjöldamörg ár, hefur komið mér
í ógurlega klípu. Ég veit bara
ekki mitt rjúkandi ráð. Ég var að
fá bréf frá lögfræðingi hans . .
Melik Akbar er dáinn og hefur
arfleitt mig að öllu kvenna-
búrinu sínu.
Endir