Vikan - 15.03.1979, Page 47
verið að troða einhverri vitleysu inn i
höfuðið á þér.vina mín?"
Þetta blíða ávarp fékk Pen til þess að
þurrka burt tárin. „Nei! Ég var bara svo
vitlaus að láta mér ekki detta það í hug
fyrr. Ég er ekkert gáfaðri en Lydia! Þú
ert svo miklu eldri en ég að mér datt það
aldrei í hug — fyrr en Piers kom og þú
sagðir honum, til þess að bjarga
mannorði mínu, að við værum trúlofuð.
Þá sá ég hvað ég hef verið mikill kjáni.
En það er allt i lagi, herra, því Piers mun
aldrei minnast á það, ekki einu sinni við
Lydiu. Almeria frænka þarf heldur ekki
að fá að vita að ég hafi verið með þér all-
an tímann.”
„Pen, viltu hætta þessari vitleysu? Ég
er ekki á neinn hátt höfðinglegur,
elskan min. Þú getur spurt systur mina
og hún mun segja þér að ég sé sjálfs-
elskasta vera á jörðunni. Ég geri aldrei
neitt nema til þess að þóknast sjálfum
mér.”
„Ég veit að það er ósatt!” sagði Pen.
„Ef systir þin heldur það þá þekkir
hún þig ekki. Og ég er ekki að fara með
neina vitleysu. Piers var hneykslaður að
hitta mig hérna með þér. Þér fannst
hann hafa ástæðu til þess, annars hefðir
þú ekki sagt það sem þú sagðir.”
„Ó, jú,” svaraði hann. „Ég veit vel
hvað fólk mundi halda um þennan
flótta, en trúðu mér ástin mín. Ég býð
ekki hjónaband af riddaramennsku einni
saman. Ef ég á að vera hreinskilinn, þá
hóf ég þetta ævintýri vegna þess að ég
var drukkinn, vegna þess að ég var
leiður og vegna þess að mér fannst að ég
yrði að gera eitthvað sem var mér
ógeðfellt. Ég hélt því áfram vegna þess
að ég naut þess og ég hef ekki notið
neins i niörg ár.”
„Þú naust ekki vagnferðarinnar,”
minnti hún hann á.
„Nei. en við þurfum ekki að gera það
að vana að ferðast með almennings-
vagni, er það?” sagði hann og brosti til
hennar. „í stuttu máli sagt Pen, þegar ég
hitti þig var ég á leið í skynsemishjóna-
band. Innan tólf klukkutima frá því að
ég kynntist þér, vissi ég að hvað sem
gerast myndi þá gengi ég ekki í það
hjónaband. Innan sólarhrings, vina mín,
vissi ég að ég hafði fundið það sem ég
héltað væri ekki til.”
„Hvað var það?” spurði hún feimnis-
lega.
Bros hans var tvírætt. „Kona — nei,
stelpuhnokki! Ósvífinn, ákafur og
djarfur krakki sem ég er viss um að ég
getekki lifaðán.”
„Nú!”. sagði Pen og roðnaði reiðilega.
„En fallegt af þér að segja mér þetta! Ég
veit ekki hversvegna þú gerir það, en ég
er þér mjög þakklát fyrir að orða það svo
laglega.”
„Og þú trúir ekki einu orði af því.”
„Nei, því ég er viss um að þér hefði
aldrei dottið i hug að kvænast mér ef
Piers hefði ekki verið ástfanginn af
Lydiu Daubenacy,” sagði hún. „Þú vor-
kennir mér og þessvegna..."
„Ekki hið minnsta.”
„Jú, svolítið, Richard. Og ég skil vel
að maður eins og þú — það þýðir ekkert
að látast vera sjálfselskur, vegna þess að
ég veit að þú ert það ekki — að manni
eins og þér hljóti að finnast það skylda
sín samkvæmt drengskap hans að
kvænast mér. Játaðu nú! Er það ekki
satt? Ekki, gerðu það, ekki að fara með
kurteislegar lygar.”
„Allt i lagi,” sagði hann. „Það er satt
að eftir að hafa komið þér i þessa
aðstöðu ætti ég drengskapar míns vegna
að bjóða þér verndun nafns míns. En ég
er að bjóða þér hjarta mitt, Pen.”
Hún fálmaði eftir vasaklút sinum og
þerraði augun. „Þakka þér kærlega
fyrir!” sagði hún lágri röddu. „Þér kunn-
ið svo góða mannasiði, herra!”
„Pen, þú ert ómöguleg,” hrópaði
hann. „Ég er að reyna að segja þér að ég
elski þig og það eina sem þú segir er að
ég kunni góða mannasiði!”
„Þú getur ekki orðið ástfanginn af
einni manneskju á þremur dögum,” mót-
mælti hún.
Hann var byrjaður að ganga í átt til
hennar en stansaði þegar hann heyrði
þetta. „Égskil.”
Hún þurrkaði sér aftur um augun og
sagði afsakandi: „Ég biðst afsökunar. Ég
ætlaði ekki að gráta. Ég held bara að ég
sé svolítið þreytt, auk þess sem ég er í
geðshræringu, vegna Piers, þú skilur.”
Sir Richard, sem hafði kynnst mörgum
konum náið hélt að hann skildi það vel.
„Ég var hræddur um það,” sagði hann.
„Var hann þér svo mikils virði, Pen?”
„Nei, en ég hélt að hann væri það og
þetta er allt saman svo niðurdrepandi, ef
þú skilur hvað ég á við, herra.”
„Ég býst við því. Ég er of gamall fyrir
þig, ekki satt?”
„Ég er of ung fyrir þig,” sagði Pen
óörugg. Ég leyfi mér að segja að þér
finnst ég vera skemmtileg — reyndar
veit ég það, því þú ert alltaf að hlæja að
mér — en þú myndir brátt þreytast á að
hlæja og — og kannski sjá eftir því að
hafa kvænst mér.”
„Ég þreytist aldrei á að hlæja.”
„Gerðu það, segðu ekki meira,” bað
hún. „Þetta var svo stórfint ævintýri,
þar til Piers kom í spilið og neyddi þig til
þess að segja það sem þú sagðir. Mér
þætti það betra að þú segðir ekki
meira, Richard, ef þér er sama.”
Hann skynjaði það að herbragð hans
að leyfa henni að hitta fyrrverandi
leikfélaga sinn áður en hann sagði henni
frá sínum tilfinningum, hafði verið
rangt. Það virtist ekki vera nein leið til
þess að útskýra þetta. Það var enginn
vafi, hélt hann, að frá upphafi hafði hún
séð hann í föðurbróðurlegu Ijósi. Hann
velti því fyrir sér hve sterkar tilfinningar
hún hefði borið til draumaprinsins, Piers
Luttrell. Hann misskildi tár hennar og
óttaðist að hún hefði verið særð djúpu
hjartasári. Hann langaði mest til þess að
vefja hana örmum, yfirbuga mótstöðu
hennar og vafa, en traust hennar á
honum var sem veggur á milli þeirra.
Hann sagði dimmri röddu. „Ég hef
valdið sjálfum mér miklum vandræðum.
ekki satt?”
Hún skildi hann ekki og sagði því
ekkert. Hún hafði ekki efast um til-
finningar sínar fyrr en hún sá hneykslis-
svipinn á Piers og sir Richard hafði
kynnt hana sem verðandi eiginkonu
sína. Sir Richard hafði aðeins verið
skemmtilegur ferðafélagi, yfirburða
manngerð, sem hægt var að treysta fyrir
lifi sínu. Tilgangur ferðarinnar hafði
legið svo á huga hennar, að hún hafði
aldrei hugsað út í það hvort koma glaum-
gosans inn í líf hennar hefði ekki breytt
ævintýrinu algerlega. En það hafði
gerst, og þegar hún hafði hitt Piers
hafði það skyndilega runnið upp fyrir
henni að henni var hreint ekkert annt
um hann. Glaumgosinn hafði hrundið
honum úr huga hennar og hjarta. Siðan
hafði Piers breytt ævintýrinu í soralegt
hneyksli og sir Richard hafði gefið yfir-
lýsingu sína. Það hafði hann ekki gert
vegna þess að hann vildi það (því ef svo
hefði verið, hversvegna sagði hann
ekkert fyrr en þá?) heldur vegna þess að
drengskapur hans hafði þröngvað hon-
um til þess. Það var fáránlegt að hugsa
til þess að maður tískunnar, sem var
næstum orðinn þritugur, gæti orðið ást-
fanginn af stúlku sem var varla komin
úr skóla. Þó svo að stúlkan gæti
auðveldlega orðið ástfangin af honum.
„Jæja, ungfrú Creed,” sagði sir
Richard. „Ég mun biðja þín á formlegan
hátt og fara eftir öllum reglum.”
Þjónninn kaus einmitt þetta augna-
blik til þess að koma inn í stofuna og
taka af borðinu. Pen sneri sér að
glugganum og hugsaði með sér að i full-
komnari heimi myndi enginn þjónn fara
að sinna skyldustörfum sínum á svo
óheppilegu augnabliki. Meðan
þjónninn, sem eftir því að dæma hve
mikið hann saug upp í nefið hlaut að
vera með kvef, gekk um herbergið og
safnaði diskum og skálum á bakka,
þurrkaði hún burt annað tár og beindi
athyglinni að blendings-hundi sem sat á
miðri götunni og klóraði eftir lúsum. En
þetta áhugaverða fyrirbrigði hljópbrátt
i skjól vegna komu fallegs vagns sem
dreginn var af tveim fögrum jörpum
hestum og ekið af ungum hefðarmanni í
grábrúnum frakka með svo mikið sem
fimmtán slám og tveim vasaröðum.
Marglitur vasaklútur stóð upp úr innri
vasa og kápan flaksaðist opin svo
greinilega sást mittiskápa með bláum og
gulum röndum og hvítt bindi með
svörtum dílum. Blómum hafði verið
stungið i hnappagat á frakkanum og hár
strýtumyndaður hattur með loðnum
börðum sat á höfði spjátrungsins.
Vagninn stansaði fyrir framan
George. Lítill hestasveinn stökk aftan af
honum og hljóp fyrir hestana. Hefðar-
maðurinn kastaði af sér ábreiðunni sem
huldi fætur hans og stóð upp, svo ungfrú
Creed gat séð hvítar bómullarhnébuxur
og stutt stígvél með miklurn krögum.
Hann gekk inn í krána og hrópaði á gest-
gjafann.
„Hamingjan sanna, herra, það var að
koma hingað svo einkennilegur maður!
Ég vildi að þú hefðir getað séð hann,”
hrópaði Pen. „Hugsaðu þér! Hann var i
blá- og gulröndóttri mittiskápu og með
doppótt bindi!”
„Ég klæði mig nú stundum svoleiðis,”
muldraði sir Richard afsakandi.
Hún sneri sér við og var ákveðin að
halda samtalinu áfram. „Þú, herra? Ég
trúi þvíallsekki!”
„Þetta hljómar merkilega likt og
merki „fjögra-hesta” klúbbsins,” sagði
hann. „En hvað í nafni allra heilagra er
einn af okkar meðlimum að gera i Queen
Charlton?”
Hljómur frá samtali kom frá forstof-
unni. Rödd gestgjafans, sem var frekar
hávær, heyrðist glögglega segja: „Bestu
stofuna mina hefur sir Richard Wynd-
ham, herra, en ef yðar náð myndi sætta
sig við . . .”
„HVAÐ?”
t næsta þætti munum við kenna áhorfendum að matreiða La Selle et
carred’agneau rotis aux carots panaches..
II. tbl. Vlkan 47