Vikan


Vikan - 15.03.1979, Síða 20

Vikan - 15.03.1979, Síða 20
Dæmi um sérstök vandamál sem geta komið upp á 1 .-3. aldursári Að hætta að gera á sig Allir skilja og viðurkenna að ungabarni sé eðlilegt að gera á sig. En hvernig lítur dæmið út þegar börn verða eldri? Það er varla til nokkur eiginleiki sem er eins mis- munandi hjá börnum og það hvenær börn hætta að gera á sig. í þessu sambandi er vert að leggja áherslu á að mismunur á hæfileikum barna til að halda sér þurrum er ekki háður greindarþróun barnsins. Þetta þýðir að hæfileiki barnsins til að halda sér þurru fer mjög lítið saman við aðra þróun barnsins. Hvenær er algengast að börn séu þurr? Það er algengast að böm geti haldið sér þurrum á 2.-3. aldursári. Einn fjórði hluti bama vætir sig enn þegar þau em 34 ára og á 5 ára aldri væta 10-15 börn af hverjum hundrað sig á næturnar. Þessi tala minnkar stöðugt og þannig eru næstum öll böm þurr á 14.-15. aldursári. Það er mjög sjald- gæft að fullorðnir væti sig. Sumir foreldrar setja barnið á kopp um leið og það getur setið eitt við 6-8 mánaða aldur. Á þessum aldri hefur bamið hins vegar ekki náð þeim þroska sem er nauðsynlegur til að það skilji þýðingu þess að sitja á koppi. Ef það vætir sig á koppnum þá er það tilviljun. Það er ekki talið ráðlegt að venja börn við að sitja á koppi fyrr en þau eru 12-15 mánaða. Og á þessum aldri er yfirleitt aðeins um að ræða að venja barnið við koppinn. Foreldrar ættu að vita að það er fyrst frá 1 1/2 — 2 1/2 árs aldri sem barnið byrjar smám saman að geta skilið þýðingu þess að sitja á koppi og þar af leiðandi að geta lært að halda aftur af sér þangað til á réttu augnabliki. Sum börn læra mjög fljótt á þessum aldri að hafa stjórn á þvaglátum en önnur börn þurfa lengri tíma þangað til öll nauðsynleg viðbrögð eru svo þroskuð að stjórnun geti farið fram. Þess vegna eru börn oft á 3.-4. aldursári þegar þau hætta að gera á sig. Böm verða fyrr þurr á daginn en á nætumar. Verið ekki óþolinmóð við barnið Flest börn hafa mikinn áhuga á koppnum i fyrstu og eru mjög upp með sér þegar eitthvað kemur i hann. En það er algengt að börnum finnist skyndilega alltof erfitt að sitja á koppi og reyni að komast hjá því að gera það. í slíkum tilvikum er mikilvægt að foreldrar þvingi ekki barnið til að vera á koppi og láti barnið sjálft um það hvenær það vill reyna næst. Það er hinsvegar mjög skiljanlegt að foreldrar óski eftir því að börn hætti fljótt að gera á sig því það er óneitanlega mikið erfíði að vera sífellt að skipta um'og þvo bleyjur. En ef reynt er að venja barnið of snemma af hefur það sjaldan í för með sér tilætlaðan árangur. Kemur þá oft til árekstra milli barna og foreldra. Barnið getur i slíkum tilfellum algjörlega neitað að fara á kopp eða byrjað að gera á sig aftur ef það er um það bil að hætta því. Það er afar mikilvægt að sýna barninu þolinmæði og gleðjast með því þegar vel gengur og láta vera að hegna því þegar smáslys koma fyrir. Börn sem halda áfram að gera á sig — Tilfinningalegir erfiðleikar Eftir að börn hafa lært að hætta að gera á sig er ekki óalgengt að það geti komið timabil sem það byrjar aftur. Þetta getur t.d. gerst ef barnið verður fyrir miklu tilfinningalegu álagi, eins og: skilnaði 20 Vlkan ll.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.