Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 39
hana aðeins augnablik. Hana langaði ekki til að hitta fólk, ekki einu sinni stutta stund. Hún var gagntekin af öðrum hugrenningum. En hann hélt áfram að standa þarna, grafkyrr. Ungfrú Millicent varð ekki tiltakan- lega óróleg. Hann var þarna sennilega í ósköp eðlilegum erindagjörðum, t.d. að biða eftir einhverjum eða leita að ein- hverju. Hvað sem hann væri að gera þyrfti hún ekki annað en að ganga fram hjá honum. Þegar hún kom nær sá hún að hann var miðaldra, hárið örlítið byrjað að grána. Hann leit ekki út fyrir að vera að leita eða biða eftir neinu. Hann var klæddur regnfrakka sem greinilega hafði átt betri daga. Skítugum regnfrakka. Nei, nei, það gat ekki verið. En það var ekki um að villast. Á augnabliki var allt horfið henni; haustilmurinn með daufri reykjarlykt- inni, hinn óviðjafnanlega blái himinn, hinar ógnvekjandi greinar trjánna. Ungfrú Milliœnt skjögraði. Andartak lá við að hún missti meðvitund. Henni sortnaði fyrir augum og það suðaði fyrir eyrum hennar. En þegar hún kom aftur til sjálfrar sin stóð hann enn fyrir framan hana, miskunnarlaus. Staðreyndirnar blöstu við, enn skýrari enn áður, það var eins og hann væri að veifa til hennar. Á löngutöng bar hann hring með stórum rauðum steini i — rúbín? eða garnet? — Og holdið virtist hvítt og mjúkt samanborið við harðan gljáá steinsins. Viðeigandi tilvitnun í Shakespeare skaut upp i huga hennar: „Að náttúran mætti risa upp og segja . . . þetta er maður.” Tryllingslegt fliss braust fram og dó svo út aftur. Þetta var allt svo ógeðslegt. Og undarlegt. Fágætt. Og yndislegt. Hún stóð eins og negld niður, hreyfingarlaus. Maðurinn hreyfði sig. Hann nálgaðist, hægt og rólega. Hann virtist brosa. Hún tók fálmandi skref afturábak, svo annað. Hún tók til fótanna. En maðurinn byrjaði að hlaupa líka, og hann hljóp hraðar. Þegar hún heyrði þungt fótatakið nálgast varð hún gripin lamandi skelfingu. Hann var að ná henni. Hann fór fram úr henni. Hann hljóp á undan henni. Og nú stansaði hann og stóð aftur fyrir framan hana, grafkyrr. Ungfrú Millicent stansaði líka. Maðurinn hljóp nú aftur í átt til hennar. Þetta var hræðilegt. Þetta var martröð. Þetta var einhver hryllilega ógnvekjandi leikur sem hún þekkti ekki reglurnar i. Hann nálgaðist hana óðfluga og hún byrjaði að örvænta. Ungfrú Millicent leit tryllingslega i kringum sig. Til hægri handar sá hún opnast glæsilega innkeyrslu, girta háum járngrindum. Hvað átti hún um annað að velja? Hún fikraði sig afturábak í átt til innkeyrslunnar. Maðurinn fylgdi henni hægt eftir, veifandi og brosandi. Öðru sinni snerist ungfrú Millicent á hæli og flúði. Hún hljóp framhjá velhirtum grasflötum og blómabeðum, fínu skórnir hennar spyrntu upp mölinni, pilsið hennar slóst um hnén á henni. Hún hentist áfram lafmóð, þar til hún kom allt í einu að steintröppum. Hún staulaðist upp tröppurnar sem lágu upp að þungri eikarhurð skreyttri ll.tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.