Vikan


Vikan - 15.03.1979, Side 16

Vikan - 15.03.1979, Side 16
síða, þykka peysu, vafði þykku hand- klæði um hálsinn, gekk út á sviðsbrún- ina og horfði á Emilíu athugulum aug- um sérfræðingsins. Það voru sýningarnar sem mestu höfðu ráðið um skjótan frama Emmu, eins og svo oft vill verða. En það var í balletttíma sem hún hafði verið upp- götvuð og valin. Alveg eins og Deedee. Þær höfðu verið í ofur venjulegum ball- etttíma en eftir örfáar mínútur hafði ballettmeistarinn fært þær í fremstu röð. Þegar hún nú horfði á Emilíu, minntist hún tækni og leikni Deedee en auk þess hafði stúlkan ákaflega næmt tóneyra, eins hárnákvæmt og persónulegt og dansstill hennar. Emilía dansaði vel; jafnvel beturen vel. Augu Emmu og Peters mættust. Hann fyrirskipaði erfiðari spor: spor sem kröfðust hraða, önnur sem kröfðust ná- kvæms jafnvægis og enn önnur sem reyndu á tóneyrað. Hann leit af Emilíu og yfir á Emmu, augnatillit hans lýsti óblandinni ánægju sem hún endurgalt, og gekk siðan niður og settist i fremstu röð með Adelaide og Michael. „Hún er góð, ekki satt?” „U-hm,” heyrðist i Michael. Hún talaði lágt og sagði þeim frá ferli Emiliu hingað til. „Hún vann styrk til Deedee (Shirley MacLaine) og Emma (Anne Bancroft) hrttast eftir margra ðra aðskilnað. að fara til Carmelita i Los Angeles. Hún dansaði með Houston ballettinum í Santa Fe.” „Hún hefur meira að segja dansað Giselle.” „Hvar?” „I Dallas.” „Ó, Dallas.” Það hnussaði í Adelaide. „Hvað finnst þér, Michael?” Emma gafst ekki upp. Hann svaraði engu en rétti upp hönd- ina eins og til að segja henni að vera ekki með þessa ýtni. Hún hallaði sér aftur á bak i sætinu og reyndi að vera róleg. En hún horfði meira á dómarana en Emiliu. Hún reyndi aðgera sér í hugarlund hvað Deedee og Wayne myndi finnast um það ef Emilíu væri boðið að starfa með flokknum. Hún var ekki einu sinni viss um hvernig henni sjálfri myndi finnast það eða yfirleitt hvers vegna hún var að velta þessu fyrir sér. Patty Mae Davis, píanóleikari ballett- skóla Rogers hjónanna, horfði full samúðar á Wayne, timbraðan og sveitt- an, reyna að kenna hóp af unglingum. Hann sýndi alltaf fyllstu hluttekningu hennar timburmönnum sem voru svo til stöðugir. Hann var jafn þolin- móður við hana og nemendurna en suma þeirra hefði hún hreinlega getað lamið þegar henni leið sem verst. En ekki Wayne; hann sýndi þeini alltaf full- an skilning. Hann var skilningsríkasti maður I allri Oklahomaborg. Sennilega líka sá laglegasti. Minnsta kosti miðað við aldur en hann var tíu árum eldri en hún. Hann hafði náð langt í sinni grein, hún vissi að það myndi hún aldrei geta. Hún þóttist gjarnan vera með gigt í höndunum. 1 litlu skrifstofunni við hliðina á kennslusalnum reyndi Deedee að leiða hjá sér hávaðann frá píanóinu og ein- beita sér að bókhaldinu. Hún var alltaf eftir á með bókhaldið. Henni leiddist það en hún var ágætur bókhaldari, betri en Wayne. Hún óskaði þess heitt að hann léti krakkaria fara að æfa eitthvað ann- að. 1 hvert skipti sem þau hoppuðu hrist- ist gólfið og henni fannst höfuðið á sér ætla að springa. Sólin glampaði á gler- veggnum milli skrifborðsins hennar og eins snögglega að henni sjálfri. Hún varð skelfingu lostin því hún hafði ekki gert sér grein fyrir að hún hafði búið innra með henni. Og um leið fann hún fyrir þeirri biturlegu staðreynd að hún hefði einhvern veginn verið svikin. Hún vissi ekki hver hafði svikið hana en hún varð að komast að því, jafnvel þó það hefði verið hún sjálf, sem átti sökina. 3. kafli. Howard, pianisti flokksins, lamdi pianóið eins og hann gat niðri i hljóm- gryfjunni í tómu leikhúsinu. Uppi á sviði var flokkurinn, undir leiðsögn Peters, á æfingu fyrir framan leiktjöldin úr Önnu Kareninu. Meiri sviti en venjulega voru einu sjáanlegu eftirstöðvarnar eftir veisl- una kvöldið áður. Þó allir væru klæddir i hinar furðulegustu flikur, rifnar sokka- buxur, skyrtur, boli og ýmist með legg- hlífar úr plasti eða ull, þá tókst hverjum dansara að skapa sinn eigin fatastíl, alvegeinsogdansstil. Emma lauk sinum upphitunaræfing- um alein úti i horni frammi á gangi. Hún gætti þess vel að ofreyna sig ekki, hún var alltaf gætin. Meira að segja i vali á æfingabúningum. Henni tókst að halda glæsileik sinum, jafnvel þó hún væri með þykkar legghlífar. Hún fór í ItVlhM ll.tftl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.