Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 22
Þýð: Svanhildur Halldórsdóttir eftir Önnu Wahlgren Peði örlagatafli Ég hefi ekki hugsað um konu þína öll þessi ár, það var á vissan hátt þér að kenna. Ég hugsaði ekki út í það, að ég átti líka þátt í að svíkja hana. En nú hugsa ég um hana dag hvern. Ég sé okkur öll þrjú eins og peð í tafli . . . H ÚN gekk of hratt. Hárið yrði úfið, litlir svitadropar spryttu fram á efri vörinni, og hún vissi, að áður en hún næði áfangastað yrði andlitssnyrtingin eyðilögð. Hún reyndi að ganga hægar, en það tókst ekki. Um leið og hún hætti að hugsa um það, gekk hún aftur, hraðar, gleymdi sér stöðugt. Hún var orðin móð. — Ég ætla að fara tímanlega af stað, hafði hún hugsað. — Fá mér góða gönguferð, það hressir, ég veit þá betur, hvað ég á að segja. Hvernig átti hún að vita, hvað hún vildi segja. Hún þráði aðeins að hverfa í faðm hans, horfa á hann, og brosa . . . Hún vissi, að þannig yrði það ekki. Um leið og hún stæði andspænis honum, myndi hún óska þess, að hún hefði aldrei fallist á að koma. Tala, skilja, útskýra og sætta sig við. Því var svona erfitt að tala hreint út. Þvi kveið hún svona fundi þeirra. Auðvitað vissi hún það. Hún áttaði sig ekki á tilfinningum sínum, hvorki hugsun, vilji eða tilfinning var skýr. Það yrði erfitt að tjá sig. HúN gekk inn I veitingastofuna. Inni var hálfrokkið og notalegt. Fótatak hennar heyrðist ekki á dökkgrænu, mjúku teppinu. Skyndilega varð allt svo óraunverulegt. Úti á götunni var sólskinið blindandi, umferðin þung, hér inni ríkti þægilegur friður í djúpgrænu hálfrökkrinu. Trektmyndaðir kopar- lampar lýstu yfir borðunum. Sumir gestirnir voru einir við borð, borðuðu og lásu blöð, við langborðin í miðju salarins var fjölmennt, en flestir voru saman tveir og tveir við borð. Hún sá ekki eitt einasta laust borð. Hann sá hún ekki heldur. Hún hengdi upp kápuna og fór inn á snyrtinguna, þar sem þögnin var algjör. Hún skoðaði sig grannt i speglinum. Augu hennar voru uppglennt, munn- urinn þurr. Hún tók upp vararlit og bar á varirnar, bar áburð á hendurnar — en samt var húðin áfram strekkt og þurr. Hún var tekin í andliti, henni fannst hún hafa elst upp á síðkastið. Fingerðar hrukkurnar kringum augun voru orðnar dýpri og dökkir baugar undir augunum. En hárið var þykkt og gljáandi. Alltaf þegar hún leit hár sitt, sá hún fyrir sér hendur hans, breiðu sterk- legu hendurnar hans, sem struku yfir hár hennar — hendurnar hans, sem léku við hár hennar og hörund. HúN treysti sér varla inn í salinn, varð að herða sig upp. Hún vissi ekki, hvað hún átti að segja, þegar þau mættust. Um leið og hún kom fram sá hún hann, hann stóð þarna, útitekinn í andliti, augun litu rannsakandi um salinn, og hann virtist ekki vita, hvað hann ætti að gera við hendurnar á sér. Þegar hann kom auga á hana brosti hann breitt og glaðlega, en hún sá, hvað fólst á bak viö brosið, hún hugsaði: „Hann er jafn óöruggur og ég.” — Halló, sagði hún. Hún reyndi að horfast i augu við hann. — Halló, sagði hann og kyssti hana létt á kinnina: — Ertu búin að bíða lengi? — Ég var að koma, svaraði hún. — Ég hefi góðan tíma núna, sagði hann og horfði biðjandi á hana. Það eru nokkrir timar þangað til ég þarf að vera kominn aftur á sjúkrahúsið. Hún hefði átt að spyrja hann, hvernig hann hefði getað komið því við að vera svona lengi frá, vera áhugasöm, það voru leikreglurnar. En hún hafði engan áhuga, hún var gagntekin þeirri til- finningu, sem hún hafði búist við, hana langaði mest til að fara, hlaupa burtu, heim og loka sig aftur inni. Hún leit örvæntingarfull i augu hans. — Ég hefi ekkert að segja þér, ég veit ekki einu sinni, hvað ég er að vilja hér. Hann horfði þögull i augu hennar. Þau stóðu ráðvillt um stund. Svo sagði hann: — Komdu, við skulum fara inn. Ég á frátekið borð innst í salnum. HúN SNERTI varla matinn. Stór salatskál stóð á borðinu með ilm- andi hrásalati, hún sá það ekki. Kjötið var meyrt og dökkt, alveg eins og hún vildi hafa það, en samt fann hún ekki bragðið. En hún drakk vínið, laut höfði yfir glasið, þung, þreytt og vilja- laus. — Ég held að búi tveir menn í hverjum einstaklingi, sagði hún og reyndi að brosa. — Einn, sem er skyn- samur og veit, hvemig ber að haga sér, og annar, sem er tilfinninganæmur og hagar sér aldrei af skynsemi. Er ekki hægt að sameina þessa tvo? — Ég veit ekki. Hann lagði hönd sína yfir hennar. — Líttu á mig, sagði hann, og rödd hans og augnaráð voru biðjandi. — Segðu mér, hvað þú hugsar, hvernig tilfinningar þínar eru. Mér liður illa. Ég elska þig. Ég vil, að þú sért hamingju- söm. — Ó, því segir þú þetta, það er svo sárt, sagöi hún lágt, og það var gráthljóð í röddinni. Hún tók til sín höndina, leitaði eftir vindlingum, reykti ákaft, drap næstum strax í vindlingnum, spennt og miður sin. — Þú ættir ekki að tala svona. Það leiðir ekki til neins. Auðvitað óska ég þess líka, að þú sért hamingjusamur, og ég vil sjálf vera hamingjusöm. En hvernig er það mögu- legt, eins og lífi okkar er háttað? Ég man ekki, hvenær ég hló síðast... IÍ ANN andvarpaði lágt. Hann virtist særður, tilbúinn að verja sig. — Ég hefi ekki gert neinar kröfur, sagði hann. — Aðeins það að mega elska þig. Ég er bara ég sjálfur. Reyni ekki að afneita neinu. Ég er þátttakandi í sam- félagi, sem krefst þess að við uppfyllum vissar skyldur. Ég get ekki brotist undan okinu, án þess að gera öðrum illt. Ég vil ekki missa börnin mín. Ef ég skil, fæ ég varla að sjá þau, ég veit, hvernig það er. Það lítur alltaf fallega út á pappírnum, þetta með umgengnisréttinn, en i raun- veruleikanum er það annað. Ég hefi elskað þau frá því að þau fæddust, gefið þeim alla elsku mína, helgað þeim líf mitt. Ef ég færi frá þeim, yrði ég að skiljast við það, sem ég hefi lifað fyrir í þrettán ár. Ég vil það ekki og get það ekki. — Heldurðu, að ég viti það ekki? Hún horfði kuldalega á hann. — Þetta er þitt líf, ég skipti mér ekki af því. Mig varðar ekkert um það, þoli varla að heyra meira um það. Það varð óþægileg þögn. Hún horfði á hendur hans, sem láu máttlausar á borðinu, hún undraðist, hvernig hún gæti fengið sig til að særa hann svona. Hún gat ekki einu sinni látið sem hún hefði áhuga á högum hans og hlusta á það sem hann hafði að segja. Ástin var miskunnarlaus. Ástin vildi bara hlusta á það sem hún vildi heyra ... Þannig leið henni núna. — Ég er að hugsa um mitt lif, sagði hún. — Ég ber ábyrgð á því. Mér líður ekki vel. Ég er óhamingjusöm. Ég er þreytt, finnst ég vera gömul — það er eins og verið sé að rífa mig í þúsund stykki. — Þú, sagði hann hægt. — Þú veist það kannski ekki, en þú hefir aldrei verið fallegri en einmitt núna. — Það finnst þér bara af því að þú ert hræddur um að missa mig, svaraði hún. Maður er aldrei eins aðlaðandi eins og þegar maður er að yfirgefa einhvern .. HöND hans leitaði eftir hennar. Hún lét eftir. — Ég hefi elskað þig í átta ár, sagði hún hljóðlátlega. Ég hefi lifað friðsæl og hamingjusöm, þú varst til fyrir mig, þó þú værir ekki alltaf hjá mér. Þetta var unaðsleg tilfinning. — Hugsanir þínar voru mínar. Löngun þín var mín. Þú lifðir þínu lífi, ég mínu. Það skipti ekki miklu máli, snerti mig ekki illa. Þú veist, að ég krafðist þess aldrei, að þú skildir, talaði aldrei um hjónaband. Þú veist, að mig dreymdi um samband, sem væri frjálst og óþvingað, engin bönd, engar skyldur. Það var eins og ég óskaði, mér fannst við hafa það svo gott. Mig langaði ekki til að vera gift þér, vera konan þín, bíða þín heima, greiða úr vandræðum þinum, standa við hlið þér og styðja þig, vemda þig fyrir þeim, sem ónáða þig seint og snemma. Og vera móðir barna þinna. Lifa þínu lífi. Ég hafði enga löngun til þess, vegna þess að ég trúði ekki á það líf. Ég hefði orðið þreytt og þögul og einmana í stóra, fallega húsinu þínu, þreytt á að lifa svokölluðu lúxuslifi. Ástin milli okkar hefði kólnað með hverjum degi, og í hvert sinn sem mér tækist ekki að uppfylla þær kröfur, sem þú myndir gera til eiginkonu, — ég hefði aldrei getað lifað þínu lífi. — Nei, þitt lif er ekki mitt, hefur aldrei verið og getur aldrei orðið. Ég var hamingjusöm eins og það var. Þvi að þegar þú komst, varst þú allur hjá mér, og þegar við vorum ekki saman, átti ég líka ánægjulegt líf, fékk að njóta hæfi- leika minna. Tilfinningar mínar áttir þú. En ég hafði mitt starf og komst áfram — 22 Vikan ll.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.