Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 14
Sú reiði, sem Deedee hafði tekist að bæla niður gagnvart Emmu, blossaði nú upp og bitnaði á Wayne, en beindist svo eins snögglega að henni sjálfri. Hún varð skelfingu lostin, því hún hafði ekki gert sér grein fyrir, að hún hafði búið innra með henni. Og um leið fann hún fyrir þeirri biturlegu staðreynd, að hún hefði einhvern veginn verið svikin. Hún vissi ekki, hver hafði svikið hana, en hún varð að komast að því, jafnvel þó það hefði verið hún sjálf, sem átti sökina. Útdráttur: Emma og Deedee höfðu verið mjög nánar vinkonur sem ungar stúlkur. Þær höfðu báðar möguieika á að ná langt á bailettsviðinu, og þær kepptu einmitt um sama hlutverkið, þegar það gerðist, sem breytti öllu. Deedee varð barns- hafandi. Hún fórnaði framavonum fyrir fjölskyldulffið, meðan stjarna Emmu skein skærar með hverju ári. Síðan eru liðin 20 ár. Deedee og Wayne reka ballettskóla I Oklahoma og lifa hamingjusömu fjölskyldulífi með börnum sínum. Þó er Deedee ekki alls kostar ánægð. Og nú er ballett- flokkurinn, sem þau dönsuðu eitt sinn með, kominn til Oklahoma. Fyrsta sýningin er afstaðin, og allur hópurinn þiggur heimboð Deedeear og Waynes. Deedee er óörugg gagnvart Emmu og slær því á frest að ræða hreinskilnis- lega við hana. Adelaide sem hafði verið tilbúin til brottfarar lengi, skellti glasinu sinu svo harkalega á borðið að minnstu munaði að það brotnaði. Michael leit á Peter; Peter tók upp heklaða sjalið hennar Adelaide; en Arnold hélt áfram að reyna að knýja fram lofsamleg ummæli um ballettinn sinn. Það var of stutt síðan hann komst inn i innsta hringinn til þess að hann vissi að Adelaide hataði að ræða viðskiptamál þegar hún var í sam- kvæmum, nema þá að hún fitjaði upp á slíkusjálf. „Þú getur að minnsta kosti sagt okkur eitthvað um þennan blessaða ballett þinn,” sagði hún ergilega. Arnold reyndi að vera eins aðlaðandi og hann gat. „Það verður ekkert pianó á sviðinu." „Jæja,” sagði Michael, „það er þó alltaf eitthvað.” „En ekki nóg til þess að tryggja, að þið viljið færa hann upp í New York. Ekki hlaupast á brott, Adelaide.” Hún tók sjaliðsitt af Peter. „Arnold, ég er búin að segja þér, að Michael og ég, við gerum okkar besta. Og ég er ekki vön að hlaupast á brott frá neinu.” Hún gekk í burtu og kallaði á Deedee svo húngæti kvatt hanaogfariðheim. Arnold sneri sér að Michael. „Hvernig tekst þér eiginlega að tjónka við hana?” „Þú verður bara að gera þér ljóst að hún veit sínu viti.” Hann tók upp glasíð sitt; þáð var tómt, svc hann saup á glasi Peters. Þá var eins og honum dytti skyndilega eitthvað i hug: „Heyrðu annars, við þurfum að fá nýjan ballett fyrir Emmu. Þú þarft ekki endilega að nota hana, Arnold. Mér datt þetta svona bara i hug.” Hann snerist á hæli og fór á eftir Pet- er inn í stofu. Þeir flýttu sér fram hjá dyrunum, þar sem Adelaide stóð og var að kveðja gestgjafa sína, alla fimm. Michael vildi ekki þurfa að fylgja henni heim. Hann langaði aðeins til að setjast niður, hvíla sig og verða svolítið drukkinn. Adelaide vissi að hann forðaðist hana. Hún álasaði honum það ekki. Hún var yfirleitt i vondu skapi í samkvæmum, henni fannst þau eins og versta erfiðis- vinna og þó sérstaklega ef ekki var til neins að vinna. Hún var samt fegin því að hún kom; Deedee og Wayne fannst það greinilega upphefð. Þeir voru ekki margir sem fögnuðu henni þannig nú- orðið; það var ekki orðið neitt tiltökumál þó einhver setti á stofn ballettflokk. „Varstu ánægð með kvöldið?” spurði hún Deedee „Og með Emmu?” „Já, mjög.” Adelaide sneri sér að Janinu. „Það var ég, sem gerði Emrnu að þvi, sem hún er, væna mín.” „Nei, það varst ekki þú," leiðrétti Deedee. „Það var Michael en þú hjálpaðir honum." Adelaide horfði hvasst á vodkaglasið í hendi Deedee. „Brennivin gerir menn berorða. Ég hefði kannski getað hjálpað til við að koma þér áfram.” „Er það?” sagði Ethan. „Vá!” Janina leit á móður sína. „Varst þú eins góð og Emma?” „Ég var öðruvisi," sagði Deedee eftir smá hik, hún vissi að Wayne og Emilía stóðu fyriraftan hana. „Mjög svo,” sagði Adelaide þurrlega. „Hvernig öðruvísi?” spurði Emilía. Adelaide leit á Deedee og Wayne og síðan á elstu dóttur þeirra. „Móðir ykkar kaus heldur að gifta sig.” Af rödd hennar mátti greina, að henni fannst hún hafa verið svikin. Börnin voru sofnuð í herbergjunum sinum, meira að segja Emilía sem hafði skeggrætt lengi við Janinu um það i hverju hún ætti að vera á morgun þegar hún færi á æfingu með ballettflokknum. Inni í stofu spilaði Yuri á gitarinn sinn og söng á rússnesku fyrir stúlkuna sína sem vissi ekki hvort þetta var sorgar- eða gleðisöngur. En hvað sem því leið var söngurinn fallegur og það var hann líka. Honum fannst hún falleg og þar með var hún ánægð. Niðri á gólfi sátu tveir ungir karldansarar og hlustuðu á Yuri. Annar hvildi höfuðið í kjöltu hins og báðir veltu því fyrir sér af hverju þeim hefði ekki dottið fyrr í hug að þeir gætu orðið elskendur. Uppi á sófanum svaf ung stúlka með fæturna í fimmtu stöðu. Inni i innri stofunni sátu þrír, mið- aldra, skemmtilega hálffullir menn — Wayne, Michael og Peter — og hlust- uðu á þann fjórða, Freddie Romoff, harma líf sitt í mesta friði og spekt. „í þá daga ..." Höfuð Freddies rann út af púðanum. Hann hagræddi sér aftur í sætinu. „1 þá daga var Emma þrem kilóum léttari og ég átti ekki í vandræðum með þetta bölvaða hné. Michael, þvi semurðu ekki nýjan ballett fyrir mig og Emmu? Eitthvað mjög ný- tiskulegt — eins og til dæmis að láta hana lyfta mér.” „Ritvélin er orðin afgömul,” sagði Michael. „Hún er orðin stif af gigt, Freddie. Hún geturekki myndað orðin.” „Það er ekki satt.” Peter sat á arm- bríkinni hjá Michael og lagði höndina yfir öxlhans. „Ég vildi að ég gæti hætt.” Freddie leit á Wayne sem saup á bjórkrúsinni. „Segðu mér, er það ekki algjört helviti að reka ballettskóla hér úti í rassgati?” „Það er ekkert helvíti að reka ballett- skóla hér úti í rassgati,” svaraði Wayne. „Ja, Annabelle gæti ekki búið í svona húsi,” kvartaði Freddie. „Annabelle verður að hafa tvær ibúðir í New York. Hún verður að geta sent krakkana í einkaskóla. Annabelle verður að hafa „sitjandi” kvöldverðarboð. Guð minn góður hvað hún var lélegur dansari! Fæturnir á henni voru eins og skeiðar.” Michael fór að flissa. „Þetta er satt. Hún ýtir mér út i að gera lélega þætti fyrir sjónvarp, svo ég þéni meira, og kvartar svo yfir að ég geti aldrei talað um annað en ballett. Hún gaf mér bók um Zen . .. ég held það hafi verið Zen.” „Nei,” sagði Peter. „Það vorunr við Michael sem gáfum þér þá bók.” Freddie lét þetta sem vind um eyrun þjóta. „Og vitið þið hvað hún talar um? Peninga. Þessi nom. Um hvað talið þið Deedee, Wayne?" Wayne glotti. „Peninga og ballett.” „Við hefðum aldrei átt að giftast,” sagði Freddie. „Hvers vegna giftist þú?” Var Freddie virkilega að spyrja að því? Hann hafði verið með flokknum þegar þetta var: hann hafði verið í brúð- kaupinu. Og Michael líka. Hann hafði verið svaramaður. Wayne leit á Michael sem alltaf skildi allt. Michael leit á Freddie. „Hvers vegna giftist þú?” Freddie leit á Wayne og síðan á Michael og Peter. „En þið?” Þeir skelltu allir upp úr og glaðvær hlátur þeirra barst inn i stofu og út í gegnum opnar svaladymar, út á pallinn þar sem Deedee sat og horfði á tunglið gegnum mislit Ijósin í garðinum. Lauf trjánna bærðust í hægum blænum og það stirndi á laufin i mánaskininu. Hið dásamlega kvöld var á enda og nú yrði hún aftur að öskubusku. Úti í horni bak við eldhúsdyrnar stóð Emma og skoðaði hrúgu af alls kyns drasli sem safnast saman hjá stórri fjöl- skyldu og aldrei gefst tími til að koma fyrir. Hún fann veiðistöng og hélt 14 ViKan Il.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.