Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 43
Charlton, hefur fljótfærni hennar gert stöðu okkar ákaflega erfiða,” „Já, ég skil það,” viðurkenndi Piers. „Mér þykir það mjög leitt, herra. En verðið þér að vera hér?” „Já, svaraði sir Richard. „Þér hafið liklega gleymt því, en í gærkvöldi var framið morð í kjarrinu. Það var ég sem fann lik Brandons og tilkynnti það til réttra aðila.” Piers virtist verða órótt við að heyra þetta og sagði: „Ég veit, herra, og mér likar það alls ekki. Því reyndar fann ég likið fyrst, en það voruð þér sem sögðuð mér að segja ekki frá því.” „Ég vona að þér hafiðekki gert það?” „Nei, vegna þess að þá yrði allt svo snúið, þar sem ungfrú Daubenacy var á þeim tíma i kjarrskóginum. En ef hún hefur sagt að hún Itafi farið þangað til þessaðhitta Pen —” „Yður er best að halda áfram þögn- inni, góði minn. Vitneskjan um það að þér voruð einnig i kjarrskóginum myndi aðeins rugla veslings hr. Philips í ríminu. Sjáið þér til, ég nýt þess að vita hver myrti hr. Brandon.” „Ég held,” sagði Pen, „að við ættum að segja Piers frá demantshálsmeninu, herra.” „Endilega,”samsinnti sir Richard. Sagan um demantshálsmenið eins og ungfrú Creed sagði hana kom hr. Luttrell til þess að gleyma um stund al- varlegri vandamálum sínum. Hann liktist mun meira þeim Piers sem hún hafði þekkt í æsku þegar hann hrópaði: „Þvilíkt ævintýri!” Þegar hann var búinn að lýsa fyrir henni undrun sinni vegna heimsóknar Beverlys, sem hann hafði aðeins kynnst litillega i Oxford og þau voru búin að skiptast á skoðunum um kaftein Trimble, voru þau aftur orðin sátt. Sir Richard sem fannst að hans eigin viðskiptum yrði best sinnt með því að láta Pen ótruflaða í samtali sinu, skildi þau fljótlega ein eftir. Og þegar Piers hafði enn einu sinni óskað Pen til hamingju með valið á eiginmanni — hamingjuóskir sem hún tók með þögninni — barst talið að hans eigin vandamálum. Hún hlustaði á hrífandi lýsingar hans á ungfrú Daubenacy með eins mikilli þolinmæði og henni var unnt. En þegar hann bað hana að gefa ekki upp kyn sitt við ungfrúna vegna þess að hin næma tilfinning hennar fyrir velsæmi gæti beðið svo mikinn hnekki, varð hún svo reið að hún lét hann, án umhugsunar, vita álit sitt á hegðun og hugsunarhætti ungfrú Daubenacy. Undir eins gaus upp mikið rifrildi og hefði það vel getað endað með því að Piers gengi út úr lífi Pen fyrir fullt og allt. Hún mundi þó eftir þvi, í þann mund sem hann var kominn að dyrunum, að hún hafði lofað þvi að hvetja hann frekar en hitt til þess að biðja um hönd Lydiu. Það tók nokkrar mínútur að róa hann niður, en þegar hann fékk að vita að Lydia hefði beðið Pen að koma til sin um morguninn fannst honum að slik framhleypni krefðist skýringar. Pen af- þakkaði allar afsakanir hans samt sem áður. „Mér er alveg sama, bara ef hún gréd ekki svona mikið,” sagði hún. Hr. Luttrell sagði að Lydia hans væri svo tilfinninganæm og vísaði þvi algjör- lega á bug, af mikilli sannfæringu, að slík eiginkona væri þreytandi félagi. Þar sem hann virtist líta á það sem sitt lífs- starf að vernda Lydiu gafst Pen upp á því að fá hann ofan af hrifningu sinni á ungfrúnni og lét hann vita um áætlanir sinar um fljótlega giftingu. Hr. Luttrell brá við þessar fyrirætl- anir. Honum fannst neitun Lydiu við flótta frekar eðlileg en hugleysisleg og þegar Pen lýsti fyrir honum áætlunun- um um falskt mannrán sagði hann að hún hlyti að vera brjáluð að láta sér detta slíkt i hug. Mér finnst að ég hafi ríkar ástæður til þess að þvo hendur minar af öllu saman," sagði Pen. „Hvorugt ykkar hefur minnsta hugrekki til þess að koma svolítilli hreyfingu á hlutina. Endirinn verður sá að þin kæra Lydia verður gift einhverjum öðrum og þú situr eftir með sártennið.” „Ó, segðu ekki slíkt,” bað hann. „Ef aðeins faðir minn væri samvinnuþýðari! Honum líkaði ágætlega við majórinn áðuren þeir deildu.” „Þú verður að mýkja majórinn.” „Já, en hvernig?” spurði hann. „Og i öllum bænum ekki stinga upp á neinum frekari mannránum, Pen. Ég er viss um að þér finnst þau vera mjög heppileg, en hugsaðu þér erfíðleikana. Engum myndi detta i hug að við hefðum ekki fyrirfram áætlað það allt saman, vegna þess að ef hún færi með þér myndi hana líklega ekki langa til að giftast mér, heldur þú það?” „Nei, en ég á við að ég myndi nema hana á brott nauðuga. Siðan myndir þú bjarga henni frá mér.” „Hvernig ætti ég að vita að þú hefðir numið hana á brott?” mótmælti Piers. „Og hugsaðu þér hvort fólk myndi ekki gruna eitthvað. Nei, Pen, það myndi ekki ganga. Guð minn góður, ég yrði að heyja við þig einvígi eða eitthvað slikt. Ég á við. hversu einkennilega myndi það ekki líta út ef allt sem ég gerði væri að fara með Lydiu heim.” „Nú, þá gerum við það,” sagði Pen og augu hennar sindruðu þegar hún sá fyrir sér nýju áætlunina. „Ég gæti haft höndina í fatla og sagt að þú hafir sært mig. Við skulum gera það, Piers. Þvílíkt ævintýri þaðyrði.” „Þú virðist ekki hafa breyst neitt,” sagði Piers í allt öðru en viðurkenningar- tón. „Þú ert allt i öllu. Ég fæ ekki skilið hvernig þú fórst að þvi að trúlofast manni tískunnar eins og Wyndham. Þið verðið að breyta ykkur. Ég fæ alls ekki skilið að þú skulir hafa trúlofast. Þú ert bara barn!” Ef sir Richard hefði ekki komið með hr. Philips inn i herbergið einmitt á þessu augnabliki hefði rifrildi gosið upp á ný. Honum var skemmt og titringur kom á munnvik hans þegar hann sá hræðslusvipinn á unga fólkinu við komu hans. Þó var rödd hans styrk. „Ah, Pen! Vildir þú ekki útskýra, ef þú vildir gera svo vel, fyrir hr. Philips uglusöguna þina?” 11. HLUTI ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham er ungur og eftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt aö vera löngu giftur. Hátterni hans veldur bæði systur hans og móður tals- verðum áhyggjum, og nú hefur George ákveðið að láta aö óskum þeirra og kvænast Melissu Brandon, sem er göfugrar ættar, eins og hann sjálfur. Kvöldið áður en hann hyggst bera upp formlegt bónorð við föður Melissu, veitir hann drykkjuhneigð sinni ríkulega útrás, og á heimleiðinni veit hann ekki fyrr til en hann stcndur með unga stúlku, dulbúna sem pilt, i fanginu. Penelope Creed er á fiótta frá ógcðfclldum ráðahag. Hann ákvcður að fara með heuni til þess að veita henni vernd á flóttunum. Almenningsvagninn, sem þau ferðast með, veltur og þau fara fótgangandi til næsta þorps. Á flóttanum lenda þau i ýmsum óþægindunt vegna misindismannanna, herra Yarde og kafteins Trimble, sem hafa tekið demantadjásn lafði Brandon ófrjálsri hendi. Við það nutu þeir aðstoðar sonar hennar, sem er fremur óyndislegur og stamandi ungur maður. Skyndilega birtist frú Griffln ásamt syni sinum á hótelinu sem þau búa á i leit að ungu flóttakonunni. Unga stúlk- an er enn staðráðin i að láta ekki þvinga sig til að giftast hinum leiðin- lega Griffln og vonar að drengsklæðin komi i veg fyrir að hún þekkist. „Nú," sagði Pen og roðnaði. Dómarinn leit alvarlegur á hana. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið, ungi maður, þá er ég neyddur til þess að ætla að saga yðar hafi verið ósönn.” Pen leit á sir Richard. í stað þess að koma henni til hjálpar brosti hann hæðnislega til hennar og sagði: „Stattu upp, drengur minn, stattu upp þegar hr. Philips ávarpar þig!” „Já, auðvitað,” sagði Pen og stóð upp i flýti. „Ég biðst afsökunar. Uglusagan. Sjáið til, ég vissi ekki hvað ég átti að segja þegar þér spurðuð hversvegna ég hefði ekki verið með frænda minum í gærkvöldi.” „Vissuð þér ekki hvað þér áttuð að segja! Þér áttuð aðeins að segja eitt og það var sannleikann,” sagði hr. Philips stranglega. „Ég gat það ekki,” svaraði Pen. „Heiður konu var í veði.” „Svo hefur mér verið sagt. Nú, ég get ekki sagt aðég skilji ekki tilgang yðar. en ég vara yður við herra að frekari vifilengjur af yðar hálfu geta leitt til mikilla vandræða. Ég ætla ekki að segja neitt um þá hegðun yðar að hitta ungfrú IX. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.