Vikan - 15.03.1979, Side 28
Heimilið er sá staður, þar sem
við eyðum mestum hluta
ævinnar. Það er vinnustaður
heimavinnandi húsmæðra. Það
er leikvöllur fyrir börnin, sem
eru að vaxa úr grasi. Þangað á
að vera gott að snúa eftir erfiðan
vinnudag og safna þar kröftum
fyrir næsta dag. Augljóst er, að
heimilið þarf að vera þannig úr
garði gert, að þeim, sem þar búa,
geti liðið vel.
Margir eiga eigin íbúðir og
gera allt sem þeir geta til þess að
gera þær sem vistlegastar.
Margir kjósa að láta einfald-
leikann og íburðarleysið ráða
ríkjum. En öllum íbúðum er
sammerkt að hafa glugga. Og
hvort sem þeir eru stórir eða
litlir, mjóir eða breiðir, hengja
flestir upp einhvers konar tjöld
fyrir þá.
úmmustangirnar vinsœlu. Þessar eru úr stáli og fást bæði i
viðarlitum og hreinum litum. Þær eru i settum, þ.e. með
skrúfum, hringjum, festingum, endahnúðum, frá 20 mm-35
mm i stærðunum 1.40-2.80. Settin kosta frá 4.572 til 7.644 kr.
Einnig er hægt að kaupa alla þessa hluti í lausasölu, og er
það verð alveg sambæriiegt við varðið á tilbúnu settunum.
Vinsæl nýjung hár á landi aru hin svo kölluðu strlmlagluggatjöld. Ekki
varður þess langt að bíða, að þau fáist hjá Z-brautum og gluggatjöldum
hf., þar sem eigendumir hafa hugsað sér að framleiða þau sjátfir og bíða
nú aðeins eftir þvi, að vélarnar komi til landsins.
verða þeir að breiða með ein-
hverjum ráðum fyrir þessa stóru
glugga.
Z-gluggatjaldabrautir
Ein algengasta uppsetning
gluggatjalda hér á landi er
hinar svokölluðu Z-glugga-
tjaldabrautir. Þær eru mjög
einfaldar í uppsetningu,
Gluggatjaidastengumar géðkunnu.
Þær eru aðallega notaðar i eklhús,
þar sem þær fást ekki lengri en
1.90. Þær kosta 1260 kr. stykkið, en
millistö 'gin, sem fæst i stærðunum
1.40-1.90, kostar 2.460 krónur.
Hjólin eru fest í gluggatjöldin með
þar til gerðum borðum og siðan
rannt inn í rásirnar á gluggatjalda-
brautunum. Þau má þvo með
gluggatjöldunum. Hjólin kosta 10
kr. stykkið, og er reiknað með 15
hjólum á hvern metra af braut.
Hjólið til vinstri er sérhannað fyrir
gluggatjaldauppsetjarann.
skrúfaðar með ákveðnu millibili
í loftið eða á veggina. Þessar
brautir eru fáanlegar með einni,
tveimur eða þremur rásum, allt
eftir hvort á að hafa milliglugga-
tjöld eða ekki. Upp í rásirnar
ganga síðan hjól, sem fest eru í
þar til gerða borða, sem
saumaðir hafa verið í glugga-
tjöldin. Z-brautirnar eru
fáanlegar bæði með og án
kappa.
Margir hafa ekki of mikil
fjárráð, þegar verið er að setja á
stofn heimili í fyrsta sinn. Þeir
geta þá hæglega sleppt
köppunum fyrst í stað og byrjað
með gluggatjaldabrautirnar
kappalausar. Þeim er svo hægt
Gluggatjöldin nærri
óþörf áður fyrr.
Áður fyrr, þegar strjálbýlla
var, voru gluggatjöld nær
eingöngu hugsuð sem prýði og
til þess að gera herbergin
hlýlegri. Nú til dags, þegar
byggð er orðin svo þétt, að
næstum því er hægt að heilsa
með handabandi þeim, sem í
nærliggjandi húsum búa, eru
gluggatjöldin ómissandi.
Hér á landi virðist það vera í
tísku að hafa gluggana sem allra
stærsta. Kannski til þess að loka
ekki alveg úti hinar björtu
sumarnætur. Þá gefur augaleið,
að þegar íbúarnir óska eftir að
vera í friði með fjölskyldu sinni,
Efsta ömmustöngin ar úr tré, og kostar metrinn af hanni 2.560 kr.
Endahnúðamir kosta 1540 kr. stykkið, vaggfestingin kostar 3.780 kr,
hringirnir 161 kr. stykkið, og eru þeir með áfastri z-klammu. Næstu tvær
stangir fyrir neðan aru úr tré og eru bæði seldar i settum og í lausu. Þær
eru til í stærðunum 1.20-2.80 og kosta settin frá 7.420 kr. - 13.440 kr. —
Neðstu stangirnar eru mjóstu gerðirnar af ömmustöngum. Þær er einnig
hœgt að nota sem millistangir, og fást þá til til gerðar festingar. Stöngin
er 20 mm og kostar metrinn af henni 896 kr. Veggfestingin kostar 743 kr.,
hnúðurinn 256 kr. og kringur með áfastri z-klemmu 40 kr.
Og þá er að
hengja upp tjöldin
28 Vikan II. tbl.