Vikan


Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 15.03.1979, Blaðsíða 50
STYTTUM BLÆÐIR OG MYNDIR GRÁ TA Frú Anna Poore, húsfreyja í Fíladelfíu í Pensylvaníu í Bandaríkjunum átti 28 þumlunga háa styttu úr plasti af Jesú. Og nú lá hún á bæn fyrir framan þessa styttu. Hún var aö biöja fyrir sálum þeirra sem á þessari tæknivæddu öld hefðu snúiö baki við kirkju sinni. Þegar hún hafði lokið bæn sinni var henni litið upp á hið blíðlega andlit frelsarans milli framréttra handleggja. Síðar komst hún svo að orði um þetta viö blaða- menn: „Hjartað í mér hætti að slá því ég sá tvo dropa af rúbínrauðu blóði birtast í plastsárunum á hönd- unum á styttunni! Ég var skelfingu lostin — ég sá að þetta var raunverulegt blóð!” Þetta var árið 1974 og síðan hafa hundruð vitna — trúað fólki sem trúlaust — séð þessari sömu styttu blæða. Blóðið birtist í lófunum og streymir niður handleggi styttunnar og áfram niður á aðra hluta hennar. Sagt er að blæðingar þessar séu mestar á föstu- dögum og helgum dögum. Til þess að sem flestir gætu notið þessa kraftaverks gaf frú Poore biskupa- kirkjunni sem kennd er við heilagan Lúkas í Eddystone í Pennsylvaniu styttuna og er hún enn í dag rannsóknarefni klerka og visindamanna á þeim stað. Faðir Chester Olszewski, sóknarprestur St. Lúkasar-kirkjunnar hefur við margvisleg tækifæri horft á þessari styttu blæða. Hann hefur rannsakað hana, bæði meðan á blæðingu hefur staðið og þegar hún er þurr. Þótt þessi prestur sé varfærinn gagnvart þessum fyrirbærum hefur hann játað að þetta hafi haft mjög sterk áhrif á sig og við blaðamenn sagði hann: „Fólk hefur komið hundruðum saman í kirkjuna mína til þess að biðjast fyrir við þessa styttu — og henni hefur blætt. Þó stendur hún á hillu tiu fetum fyrir ofan altarið þar sem enginn getur snert hana. Henni hefur blætt allt upp í fjórar klukkustundir samfleytt. Ég veit að hér geta ekki verið nein brögð í tafli. Hvað eftir annað hef ég séð lófana þurra — og síðan nokkrum mínútum síðar tekið eftir blóðdropum vella út úr sárunum.” Ennþá furðulegri vitnisburð gaf þó dr. Joseph Rovito, læknir í Fíladelfíu, sem gerði vísindalega rannsókn á styttunni. Rovito hefur röntgenlýst plast- styttuna til þess að ganga úr skugga um það hvort nokkrum leyndum tækjum hafi verið komið fyrir inni í henni til þess að fá hana til að blæða. En hann hefur ekki fundið neitt grunsamlegt. Hins vegar voru tekin blóðsýni af þeim vökva sem styttan gaf frá sér og kom þá fram undarlegt vanda- mál. Enda þótt svo virtist sem hér væri um flæðandi ferskt blóð að ræða þegar blæddi úr styttunni sýndu athuganir á rannsóknastofum að hér virtist vera um gamlan blóðvökva að ræða. Þar eð búast mátti við milljónum rauðra blóðfruma í fersku blóði, þá kom fram að blóðið sem streymdi var ófullkomið að þessu leyti. Samkvæmt fullyrðingum dr. Rovitos hafði þetta blóð einkenni blóðs sem væri afargamalt! En stytta frú Poore er engan veginn fyrsti trúar- UNDARLEG ATVIK XX ÆVAR R. KVARAN bragðahluturinn sem gefið hefur frá sér blóð. öldum saman hefur verið sagt frá styttum sem blæddi og mariumyndum sem úthelltu mannlegum tárum. Sum þessara tilfella eru tiltölulega ný af nálinni og hafa verið sálarrannsóknamönnum hreinasta ráðgáta. Er hér um kraftaverk að ræða eða einhver undarleg sálræn tilfelli? Eins og þau sem gerast fyrir tilstilli eða áhrif frá sálrænu fólki? Þessu virðist enginn geta svarað með neinni vissu. 1 þessu sambandi ætla ég að segja hér dálítiö frá presti nokkrum, séra Robert Lewis. Hann varð fyrir fyrstu trúarlegum áhrifum frá ömmu sinni sem fædd var í Wales á Englandi og fylgdi baptistum i trúar- efnum. Þegar Robert lýsti því yfir á heimilinu að hann hefði í hyggju að verða prestur runnu fagnaðar- tár úr augum ömmu hans. Þetta hafði verið hennar heitasta ósk þótt Robert sjálfum þætti hins vegar nóg um geðshræringu hennar. Hann sneri sér af kappi að náminu í guðfræði. En mjög þótti honum sárt að amma hans skyldi deyja áður en hinn helgi dagur rann upp þegar átti að vigja hann. Hann sagði jafnvel vini sínum séra William Rauscher að hann vildi að hún hefði verið á lífi svo hann heföi getað tekið þátt i hamingju hennar þegar hann var vigður. Það var einmitt meðan á þessu samtali stóð að Robert gekk að speglinum i herbergi sínu til þess að slappa svolítið af og taka af sér hálsbindið. Þá varð honum snöggvast litið á myndina af ömmu sinni sem stóð á snyrti- borðinu. Robert brást reiður við og sneri sér að Rauscher og sagði: „Hvað á þetta að þýða? Á þetta að vera fyndið? Hver hefur verið að fikta við myndina af henni ömmu?” Rauscher var brugðið. Hann fullvissaði vin sinn um það að enginn hefði komið inn í herbergið meðan hann hefði verið þar. Síðan gekk hann að borðinu og lýsti hann því svo: „Ég varð orðlaus af undrun! Ljósmyndin af ömmu Bobs var rennandi blaut, já, það lak meira að segja úr henni og það var farinn að myndast svolítill pollur á borðinu sem myndin stóð á. Við rannsökuðum myndina og komumst þá að því að hún var blaut innan við glerið! Það var sannarlega furðulegt. Að aftan var eftirmyndin af eins konar flaueli en það var nú orðið svo blautt að það var farið að leysast upp. Þegar myndin var tekin úr rammanum var hún ekki fljót að þorna. En þegar hún loks þornaði hélt svæðið nálægt andlitinu áfram að vera bólgið, eins og vatnið hefði átt þar upptök sín og runnið niður — frá augunum.” 1 gegnum alla sögu trúarbragðanna hafa sögur gengið um myndir sem grétu, styttur sem blæddi úr, madonnur sem úthelltu tárum og helgimyndir sem glóðu með eins konar hlýrri útgeislun. Fregnir af slíkum kraftaverkum hafa borist hvaðanæva af hnettinum. Þótt lítið hafi verið skrifað um slíkt nema þá í trúarritum eru þau engu að síður hluti sálrænna fyrirbæra. Ekkert virðist skapa magnaðri fyrirbæri þessarar tegundar en sterk trúartilfinning. Kynni myndin hans séra Roberts Lewis að vera ekki kraftaverk heldur eins konar myndun sálrænna áhrifa? Því það var algengt að amma hans gréti af gleði. Og ef séra Robert hefur ósjálfrátt viljað skapa þetta á táknrænan hátt, getur þá verið að hann hafi beitt sálrænum hæfileikum til þess að skapa þetta kraftaverk? Hér verðum við að muna að sálrænt fólk hefur iðulega getað sýnt að sumt af því getur haft bein áhrif á hluti. Og hins vegar segir sálfræðin okkur að við notfærum okkur sálræna möguleika okkar til þess að láta leyndar óskir eða þrár rætast enda þótt það sé ekki gert vísvitandi. Stundum skapa ómeðvituð innri átök andúð eöa sektartilfinningu sem kunna að leiða til þess að ærslandi tekur til starfa. En það hefur iðulega komið fyrir að ærslandar mynda vatnspolla i húsum þar sem þeir eru á reiki. í tilfelli sem gerðist í Þýskalandi fyrir skömmu kom slíkt vatn fram í húsi og skvettist um allt. Og sama fyrirbæri tók einnig að gera vart við sig í nágrannahúsi. Þama tók mikið vatn allt í einu að renna i stríðum straumum niður stiga og að lokum tók þetta að gerast í heilli húsaröð. 1 sambandi við séra Robert Lewis skulum við minnast þess aö þegar hann lauk prestsvígslu sinni hafði hann mjög hlakkað til að njóta þess að sjá gleði ömmu sinnar. Það hafði verið heitasta ósk hennar að hann gerðist prestur. Ýmsir lærdómsmenn kynnu þvi að segja að hann hafi með sálrænum hæfileikum sínum getað komið fyrirbærinu um votu myndina af ömmu sinni af stað. En hins vegar má engu að síður halda því fram að amma hans heitin hafi blátt áfram verið að gera vart við sig með þvi að sýna unga manninum nærveru sína með táknrænum kunnum hætti. Undanfarna áratugi hefur þetta fyrirbæri grátandi helgimynda færst mjög í vöxt, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Hefur ekki skort vitni til þess að votta það að hafa horft á slíkt. Óskiljanleg myndun vökva hefur komið fram í augunum, eins og viðkomandi væri að gráta. Stundum hafa vísindamenn verið 50 Vlkan Il.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.