Vikan


Vikan - 15.03.1979, Síða 31

Vikan - 15.03.1979, Síða 31
Kate Bush: DRAUMURINN ER BILLIE HOLLIDAY Ef verið er að tala um tvítuga stúlku, fulla af rómantík, sem semur sín eigin lög og texta og er á toppnum, þá er enginn í vafa um, að þar er átt við Kate Bush. Ellefu ára var hún byrjuð að fikta við pianóið og setja saman lög, og 15 ára undirritaði hún samning við hljómplötu- fyrirtækið EMI. Fjölskylda Kate er mjög músíkölsk, og hún segir, að það hafiaðallegaverið bræður hennar tveir, sem spila með írskum þjóðlagasönghóp, sem hafi vakið áhuga hennar á tónlist. Einnig er hún mjög þakklát foreldrum sínum, sem hafa verið henni ómetanleg stoð og stytta þó aldrei hafi þeir hvatt hana til að leggja út á þessa braut. Það var Dave Gilmore, gítarleikarinn í Pink Floyd, sem svo að segja uppgötvaði hana. Hann heyrði hana spila, þegar hún var 15 ára, og hjálpaði henni með peninga, svo hún gæti spilað inn á plötu. EMI sá, að hér var snillingur á ferð, og gerði samning við hana um hæl. Fyrirtækið lét hana árlega fá dágóða peningaupphæð, og í þrjú ár samdi hún lög, sótti danstíma og kennslu í látbragðsleik án þess að koma nokkurn tíma fram opinberlega. Þessi ár, á meðan hún var að þroskast og „finna sjálfa sig”, segir hún hafa verið dýrmætustu ár lífs síns. Kate Bush er mjög hrifin af írskri og enskri þjóðlagatónlistog telur ástæðuna vera, að það var sú tegund tónlistar, sem bræður hennar spiluðu, er hún hóf að syngja með þeim. Einnig er hún mjög hrifin af rokksöngvurum eins og David Bowie og Bryan Ferry og hljómsveitinni Roxy Music. Og hana dreymir um að geta sungið eins og Billie Holliday. II. Vikan31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.