Vikan


Vikan - 06.10.1983, Qupperneq 7

Vikan - 06.10.1983, Qupperneq 7
Guðfast, spi/fíng og bfóð... SAGT FRÁ LEÐURBLÖKUHELLINUM I LONDON Texti: Árni Daníel Þetta undarlega fólk sem sjá má hér á síðunni kemur frá Lond- on. Þar hefur að undanförnu ríkt hin mesta óöld í klæðaburði, unga fólkið á götum borgarinnar líkist helst meðlimum í djöflatrúarsöfn- uði. Ákveðinn klúbbur hefur orðið miðstöð þessa fólks og ber hann hið drungalega nafn Leðurblöku- hellirinn. Helstu hljómsveitirnar sem þar koma fram nefnast The Specimens og Sexbeat. Það eru einmitt meðlimir þeirra hljóm- sveita sem sjást hér. Specimens er sú vinsælasta en Sexbeat er einnig mjög vinsæl. Hún er skipuð einum strák og tveimur stelpum. Strákurinn heitir Hamish og leikur á gítár og syngur, Sophie spilar á bassa og Linzi á trommur. Hljómsveitin hét áður Sex Beatles og var töluvert vinsæl á Spáni. Síðan kom hún til Bret- lands, skipti um nafn og tók þátt í að byggja upp stemmninguna í kringum Leöurblökuhellinn. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist þeirra allkynferðisleg. Linzi, stelpan sem spilar á trommur, vill helst spila nakin á sviði en fær ekki að gera það fyrir klúbb- eigendunum. Danielle Dax er svolítið á sömu línu og Sexbeat. Hún var áður í hljómsveitinni Lemon Kittens og stundaöi það þá að koma fram allsnakin á sviöi, en huldi líkama sinn að hluta meö síðu hárinu og málaði sig svo alla. Hún er núna að gera tilraunir með að klæða sig úr niður að mitti og varpa síðan skuggamyndum af eigin málverkum á sjálfa sig. Danielle er annars nýbúin að hljóðrita plötu. Á þeirri plötu spilar hún sjálf á öll hljóðfæri og syngur. Hún segist hafa gert það til aö sýna að kvensöngvarar þurfi ekki alltaf að hafa heila hljómsveit á bak viö sig, en geti gert þetta allt sjálfir. Svo við snúum okkur aftur að Leðurblökuhellinum, þá varð hann frægur að endemum þegar Michael Fagan, sá sem settist á rúmstokkinn hjá Elísabetu II. Bretadrottningu án leyfis, söng þar opinberlega. Hann söng lagið Anarchy in the UK sem Sex Pistols geröu frægt um árið. Ekki fara fregnir af því hvernig Fagan var tekiö, né hvort ferill hans hefur náð lengra. Sexbeat Danielle Dax The Specimens Einn af aðdáendunum 40. tbl. Vikan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.