Vikan


Vikan - 06.10.1983, Side 24

Vikan - 06.10.1983, Side 24
NOKKUR GÓÐ RÁÐ UM HVERNIG BREGÐAST má m svmsónA Fyrir nokkrum vik- um skrifuðum við um poppstjörnur sem haldnar eru sviðsótta. Það eru ekki aðeins stjörnurnar sem eru haldnar þessum ótta, leikarar, íþróttamenn, stjórnmálamenn og fjöldi annarra, sem þurfa að koma fram fyrir almenning, þjá- ist af þessum ótta. Margir leikarar sem leikið hafa í fjölda ára, eins og til dæmis Laurence Olivier og James Stewart, hafa aldrei getað losnað við sviðsóttann. 24 Vikan 40. tbl. Flestir þurfa ein- hvern tímann að standa upp og halda ræðu. Það getur ver- ið í fimmtugsafmæli vinar, á kennarafundi eða fundi í verka- lýðsfálaginu. Margir koma einhvern tíma fram í sjónvarpi eða útvarpi og þá er gott að hafa eftirfarandi í huga. Þetta eru sem sagt góð ráð til þeirra sem haldnir eru sviðsótta. + Æfðu það sem þú ætlar að segja út af fyrir þig, fyrir framan spegil. Ekki skrifa ræðuna orð fyrir orð, punktaðu hjá þér aðalatriðin og æfðu þig í að tala út frá þeim. Það er um að gera að þekkja vel það sem þú ætlar að tala um, þannig að þú getir talað við- stöðulaust út frá punktunum. + Undirbúðu þig fyrir sviðsóttann. Þú veist að hann kemur og hafðu ekki áhyggj ur af honum. Skjálft- inn, það að hitna og kólna á víxl, kaldur sviti, þurr munnur, allt eru þetta gamlir kunningjar þeirra sem tala mikió opinber- lega. Taktu þessu eins og það kemur fyrir, þetta hverfur þegar líður á ræðuna. + Þú skalt bú- ast við hinu besta. Hugsaðu þér að þú sért að halda góða ræðu og ekki búast fyrirfram við því að ræðan verði hörm- ung. ímyndaðu þér að þér gangi stórvel, hafir mannfjöldann á valdi þínu. Hlustaðu á klappið. Það er að- eins í gömlum kvik- myndum sem áheyr- endur kasta tómötum í ræðumanninn. + Ekki taka sjálf- an þig of alvarlega. Sviðsskrekkur stafar oft af þörf ræðu- mannsins fyrir full- komnun. Enginn býst við fullkomnun. Af hverju skyldir þú ekki mega gera mis- tök eins og Jón og Margrét? + Ekki er gott að slaka of mikið á milli efnisatriða í ræðunni en hæfileg slökun er þó góð. Svolítill taugatitringur kemur að gagni. Andaðu djúpt, segðu sjálfum þér að þetta gangi allt saman mjög vel. + Þegar þú átt að fara í ræðustól, reyndu þá að slaka á, en ekki of mikið. Svolítill taugatitringur hjálpar þér við að hugsa skýrt. Andaðu djúpt, segðu sjálfum þér að þér muni ganga vel. Labbaðu um ef þú getur, hugsaðu um aðalat- riði ræðunnar og farðu með fyrstu tvær mínúturnar upp hátt. Svo er bara að vinda sér upp að ræðupúltinu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.