Vikan


Vikan - 06.10.1983, Side 36

Vikan - 06.10.1983, Side 36
Sýning í Metropolitan Museum of Art: Umsjón: Hrafnhildur. Sumarfatnaður hcfðarkvcnna frá seinni hluta 20. aldar. La Belle Epoque, 1890—1914 Enginn vafi er á því að sýning- in La Belle Epoque, sem haldin var í Metropolitan Museum of Art á dögunum, hefur vakið feikna hrifningu, bæði áhorf- enda og fjölmiðla. Forsprakki sýningarinnar er engin önnur en drottning tískunnar, Diana Vreeland, sem var tískuritstjóri Harpers Bazaar í 28 ár og síðan aðalritstjóri Vogue þar til hún dró sig í hlé 1971. En Vreeland er ekki dauð úr öllum æðum enn. Hún setur árlega upp sýn- ingar í Metropolitan Museum of Art, sýningar sem sameina bæði búningasögu mannkynsins og tísku og er La Belle Epoque 11. sýningin sem hún heldur. Á þessa sýningu safnaði Vree- Diana Vreeland, oft kölluð drottning tískunnar. land saman rúmlega 150 bún- ingum karla, kvenna og barna frá ámnum 1890—1914. Þar gaf að líta ekki ómerkari búninga en sparikjóla Viktoríu og Alexöndru og kjóla Sömh Bernhardt, Lillie Langtry og konu Corneliusar Vanderbilt. Diana Vreeland og fjöldi að- stoðarmanna hennar gætti þess vandlega að ekkert smáatriði vantaði í sýninguna til að skapa sem réttast umhverfi fyrir bún- ingana. Og á meðan opnunar- gestir sýningarinnar, Raquel Welch og eiginmaður hennar, Andre Weinfeld, tískumódelin Lauren Hutton og Cheryl Tiegs og tískukóngurinn Halston ásamt fleiri góðum gestum, ráf- uðu um sýningarsali umvafin ilmi L’Heure Bleu, nýjasta ilm- vatninu frá Guerlain, var spiluð tónlist Offenbach sem undir- strikaði vel höfugt andrúmsloft- ið. Jafnvel matsalur sýningarhall- arinnar lék sitt hlutverk. Þar hafði Pierre Cardin, tískuhönn- uður og eigandi hins eina sanna Maxim’s í París, búið til efdrlík- ingu af aðalmatsal Maxim’s. Það kostaði litlar 14 þúsund krónur að njóta allrar þessarar dýrðar, en færri komust að en vildu. Hinir heppnu svifu út um dyr hallar- innar, umvafðir liðnum dýrðar- ljóma, og margir höfðu á orði að mikils fæmm við nútímafólk á mis, að líta ekki á fatahönnun sem iistgrein eins og forfeður okkargerðu! 36 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.