Vikan - 06.10.1983, Side 41
Kápan hetinar
Önnu .
1 Bjarkarlundi
ljósm .bagnaR™-
Anna Kristjánsdóttir í Bjarkar-
lundi var svo elskuleg aö leyfa
Vikunni aö birta uppskrift aö þess-
ari fallegu kápu sem klæðir ungar
sem aldnar. Uppskriftin er í
tveimur stæröum því aö Anna
prjónaöi einnig sams konar kápu á
unga tengdadóttur sína. Trefillinn
við má vera hvort heldur sem er
áfastur kápunni eða laus.
Stærð: 42—44.
Yfirvídd: 120/128 cm.
Sídd: 103/105.
Ermalengd: 38/40 cm.
Efni: Álafoss lynglopi.
Prjónfesta: 10 sléttar lykkjur = 8
cm á prjóna nr. 7.
Mynstur, tvöfalt perluprjón:
1. prjónn: 2 sléttar, 2 brugðnar.
2. prjónn: slétt yfir slétta,
brugðin yfir brugðna.
3. prjónn: 2 brugðnar, 2 sléttar.
4. prjónn: brugðin yfir brugðna,
slétt yfir slétta.
B0LUR:
Fitjiö upp 166/1801. á hringprjón
nr. 7. Prjóniö garðaprjón, 5 garða.
Skiptið yfir í tvöfalt perluprjón og
prjóniö 12 umferðir, síðan aftur 3
garða. Síöan er prjónað tvöfalt
perluprjón áfram þar til mælast
53/56 cm upp að vösum
(hliðarvasar). Takiö upp 34 1. á
hvorum boðungi. Prjónið bakið
sér. Prjónið 18 cm og takiö síðan
allt aftur á einn prjón. Prjónið þar
til mælast 83/85 cm að handvegi.
Takið þá hvorn boðunginn fyrir
sig og prjónið þar til mælast 24/28
cm. Þá er byrjað að taka úr fyrir
hálsmáli. Fellið af sex lykkjur.
Prjónið 6 umferðir og takið úr 1
lykkju í hverri umferð. Fellið af.
Prjónið bakið beint upp. Háls-
máliö er gert þannig að felldar eru
af 15/20 lykkjur á miðju baki.
Prjónið síðan 4 umferðir og takið
úr 1 lykkju sitt hvorum megin við
hálsmálið í hverri umferð. Prjónið
síðustu umferðina garðaprjón og
fellið af á réttunni.
HÁLSMÁL:
Takiö upp 56/60 lykkjur í hálsinn
og prjónið 6 garða. Fellið af.
ERMAR:
Takið upp 60/80 1. á bolnum og
prjónið ermina beina þar til hún
mælist 40/42 cm. Takið þá úr 40/50
1. Þá veröa 20/301. eftir. Prjóniö 6
garða og fellið af.
LISTI AÐ FRAMAN:
Takið upp lykkjur á vinstri boð-
ungi og prjónið á prjóna nr. 4.
Hlaupið yfir þriðju hverja lykkju,
prjónið garðaprjón. Gerið eins
hægra megin, nema hnappagöt
eru gerð að vild.
TREFILL:
Ef trefillinn er haföur með er
hann prjónaður 16 cm breiður og
l,5mlangur.
Hentugt er að hafa trefilinn fast-
an við kápuna. Hann er festur á
vinstri boðung með því að hekla
hann við endann. Heklið 14 fasta-
lykkjur, snúið við og heklið 3
fastalykkjur, 8 loftlykkjur og í lok-
in 3 fastalykkjur. Við þetta mynd-
ast op sem trefillinn er svo dreg-
inn í gegnum. Heklið 2 umferðir
fastalykkjur og gangið aö síðustu
frá öllum endum.