Vikan - 06.10.1983, Qupperneq 51
Fullir menn
og mýs
Kærí draumráðandi.
Eg vona að þú getir
ráðið þennan draum fyrir
mig.'
Eg og mamma mín
vorum staddar í sjoppu hér
á staðnum, sem er hætt.
Þegar við komum inn lágu
fyrrverandi vinnuveitandi
minn og bróðir minn á
gólfinu úti í horni. Þeir
voru fullir. Konan sem var
að afgreiða heitir X og hún
var grátandi. Svo
löbbuðum við út og þá
hittum við nokkra stráka en
ég man ekki eftir neinum
nema fyrrverandi skóla-
bróður mínum sem heitir
Z. Þeir voru meðþrjár litlar
mýs, tvær svartar og eina
hvíta. Eg varð ferlega
hrædd því að mér fannst
þeir ætla að setja þær inn á
okkur. Svo hljóp ég af stað
og þá var draumurinn
búinn. I von um birtingu.
Draumadís
Draumurinn (nöfnin og
drykkjan) bendir til þess
að þú munir eiga viðburða-
ríkt tímabil framundan og
þurfir að standa í talsverðri
baráttu til að ná því fram
sem þú ætlar þér. Útlit er
fyrir að þér takist það þótt
það verði ef til vill nokkuð
dýrkeypt. Þú þarft
áreiðanlega að gæta þess
að haga þér eins óað-
finnanlega og þú getur
og verða þér aldrei til
skammar. Ella verður
hegðun þín svo sannarlega
gagnrýnd. Sérstaklega
þarftu að vanda valið á vin-
um þínum og gæta þess að
leggja ekki lag þitt við
lítilsigldar persónur. Ef þér
tekst þetta vel máttu búast
við því að sigurinn verði
sætur þegar fram í sækir og
það er ekkert ólíklegt að á
þessu tímabili verði lögð
drög að því sem seinna
verður hjónabandið þitt.
Nektardans
og hestar
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi fyrir stuttu
að ég væri að dansa úti á
túni en þegar ég loksins
hætti var fullt af fólki að
horfa á mig. Þegar ég sá
það klæddi ég mig úr
öllum fötunum og fór að
dansa nektardans. Svo
fannst mér að ég stæði allt í
einu við glugga og horfði
út. Þá sá ég tíu rauða hesta.
Eg ætlaði að reka þá burt
en þegar ég kom út var
bara einn hvítur hestur.
Eg var eitthvað svo hissa.
Þá vaknaði ég.
Eg bara skilþetta ekki og
bið þig að ráða þennan
draum fyrir mig. Takk fyrir
birtinguna.
Bæ. Ein sofandi
Þessi draumur bendir til
þess að þú hafir einum of
mikla minnimáttarkennd
og sért hrædd um að fólk sé
að tala illa um þig á bak,
finni þér allt til foráttu og
beri út um þig sögur. Þegar
til á að taka og þú þorir að
athuga hvað hæft sé í þessu
kemstu hins vegar að raun
um að það er hreint ekki
eins slæmt og þú heldur og
flestir vilja þér ekkert nema
gott. Það væri gott fyrir þig
að reyna að skríða út úr
skelinni og athuga hvað
hæft er í þessum
hugleiðingum hjá þér. Ef
til vill áttu, eða hefur átt,
við veikindi að stríða og
það valdið einhverju um
þetta vantraust á sjálfri þér,
en það stendur þá greini-
lega allt til bóta.
Mannætuhákarlar
Kæri draumráðandi.
Núna í nótt sem leið
dreymdi mig þennan
draum, sem er svona: Eg
var með einhverjum
krökkum hjá árbakka. Við
ætluðum að ganga yfir brú,
sem var þarna, en einhvern
veginn gátum við það ekki
af því að stórir mannætu-
hákarlar voru þarna og við
urðum ofsa hrædd.
Hákarlarnir stukku alltaf
upp í loft og niður aftur
líkt og höfrungar. Nokknr
krakkar voru komnir yfir
ána en ég og einn strákur
áttum eftir að farayfir. Það
var ofsalegur straumur í
ánni. Loksins komumst við
þó yfir. Allt í einu sá ég að
einn úr hópnum var dott-
inn íána og mér fannst eins
og hákarlarnir væru að rífa
hann í sig þótt ég hafi
ekki séð það. Svo sá ég líka
haus af krókódíl undir
spýtum og varð skíthrædd.
Allt í einu vorum við
komin eitthvað annað, ég
get ekki skýrt hvert. Eg sat
við hliðina á strák sem var
að leita að einhverju. Hann
var æðislega sætur og ég
varð strax hrifin af honum.
En ég hélt líka að hann
værí hrifinn afmér. Augun
voru svo sérkennileg.
Bæ, bæ. Ein dreymin
P.S. Hvað merkir að vera
ein á skipi úti á sjó í
rauðum fötum.
Að vera ein á skipi úti á
sjó í rauðum fötum bendir
til þess að ástardraumarnir
rætist, svo framarlega sem
það er ekki of vont í sjóinn.
Hákarladraumurinn
getur merkt erfiðleika og
ósamkomulag og jafnvel
verið fyrirboði þess að ein-
hvern tíma á ævinni lendir
þú í meiriháttar lífsháska
sem þú munt þó komast
heil á húfi úr.
Svo er rétt að geta þess
að þessi hákarladraumur
hefur á sér martraðarblæ og
martraðir eru aldrei tákn-
draumar.
Ef draumurinn endur-
tekur sig skaltu ekkert
mark taka á honum.
Kvikmyndir í kvikmynda-
húsum og sjónvarpi hafa
oft mikil áhrif á mann í
draumi og auðvitað er
ekkert að marka draum um
hákarla ef maður er nýbú-
inn að sjá Ökindina eða
aðrar viðlíka ókindur, best
að taka það fram líka.
Urval
TÍMARIT I
k FYRIR ALLA /
40. tbl. Víkan 51