Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 4

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 4
12.ÁGÚST 1993 16.TBL. 55. ÁRG. VERÐ KR. 438 M/VSK í áskrift kostar VIKAN kr. 350 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 307 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum f síma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjarnason Sölustjórl: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22,108 Reykjavík Sími: 685020 Útlitsteikning: Guðmundur Ragnar Steingrímsson Ágústa Þórðardóttir og Þórarinn Jón Magnússon Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaði: Jóhann Guðni Reynisson Hjalti Jón Sveinsson Anna S. Björnsdóttir Halla Sverrisdóttir Áslaug Ragnars Sigrún Sigurðardóttir Anna Hildur Hildibrandsdóttir Guðjón Baldvinsson Sólveig Kr. Einarsdóttir Gunnar H. Ársælsson Jóna Rúna Kvaran Gísli Ólafsson Agatha Christie Pétur Valgeirsson Loftur Atli Eiríksson Ragnar Jónasson Myndir í þessu tölublaði: Jóhann Guðni Reynisson Hjalti Jón Sveinsson Gísli Þór Guðmundsson Odd Stefán Bragi Þ. Jósefsson Ólafur Guðlaugsson Pétur Valgeirsson Binni o.m.fl. SAMSTARF DÓRU OG DAÐA VIÐ BLEIKT OG BLÁTT: j\u SKfMiiu.T mm - FYRIR KYNLÍFSSPURNINGALEIK Á AÐALSTÖÐINNI Dóra Takefusa og Har- aldur Daði Ragnarsson eru með útvarpsþátt á Aðalstöðinni alla virka daga. Þau hafa í þættinum verið með spurningaleik í sumar í anda Trivial Pursuit. Þar er spurt ýmissa spurninga um spurningar og svör um kynlíf í loftinu alla daga á Aðalstöð- inni klukkan tvö. „Við viljum hafa eitthvað nýtt í útvarps- þættinum, eitthvað fræðandi og jafnframt skemmtilegt," segja þau Dóra og Daði í samtali við Vikuna. Dóra og Daði í útsendingu þáttar Aðalstöðvarinnar (FM 90,9) þar sem umræddur spurningaleikur um kynlíf á sér stað í dagskránni. tn CD kynlíf og ýmsa líffærafræði því tengda. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og segja þau Dóra og Daði að síminn stoppi ekki frá því leikurinn hefjist og þar til honum lýkur. Hugmyndina hafði Dóra með sér frá Bandaríkjunum þar sem hún bjó um tfma. Þegar þau fóru síðan að velta fyrir sór hvað þau gætu verið með f nýjum útvarpsþætti sá Dóra að þarna væri kominn kjörinn grundvöllur fyrir leik af þessu tagi. Hún fékk Maríu, vinkonu sína, Ellingsen til að senda sér öll gögn frá Banda- ríkjunum og nú eru fræðandi FYRSTI KITLUSMOKKURINN Alls kyns spurningar geta komið upp í þættinum. Svörin eru ýmist já/nei eða valmögu- leikar a/b/c. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að hlustendur hringja inn og fá spurningu. Fyrst er það j/n spurning og ef hlustandinn svarar henni rétt fær hann aðra með valmögu- leikum. Ef hann svarar þeirri síðari ekki rétt fær næsti hlustandi, sem nær inn á borð til Dóru og Daða, tækifæri til að svara síðari spurningunni. Sem dæmi um spurningu sem upp hefur verið borin má nefna: Fyrsti kitlusmokkurinn var gerður úr augnlokum og augnhárum geitar? Já eða nei? Lesendum er látið eftir að leita svara við spurning- unni. Og nú hafa þau Dóra og Daði hafið samstarf við Sam- útgáfuna Korpus hf. Samstarf- ið felst einkum f því að þau hafa aðgang að tímaritinu Bleikt og blátt til spurninga og umræðu um þær og svörin. Þetta segjast þau gera til þess að auka áreiðanleika þáttarins. „Við vinnum spurn- ingarnar upp úr Bleiku og bláu vegna þess að þá vitum við að við erum með skothelt efni, unnið af fagfólki. Við höfum þá líka úr meiru að moða og getum betur rætt um tiltekið efni eftir svörunum," segir Dóra. LESTUR OG KYNLÍF Undanfarin ár hefur umræða um kynlíf opnast og farið vaxandi. Engu að síður segj- ast þau Dóra og Daði hafa orðið vör við að almenningur líti oft á umræður um þetta hjartans mál okkar flestra sem eitthvað neikvætt. Þannig séu þættir f útvarpi þar sem kynlíf er til umfjöll- unar oft á tíðum útfærðir með þeim hætti að fólk er sífellt að tala um vandamál og vesen. Með þessu framtaki sínu vilja þau hins vegar fá fram opna og umfram allt fræðandi og skemmtilega hlið á kynlífi þar sem talað er um það á hispurslausan en jafnframt faglegan hátt. Vinningar í þessum skemmtilega útvarpsleik eru síðan árs áskrift að tímaritinu Bleikt og blátt. Dóra segir verðlaunin vel við hæfi þar sem fólk eigi hiklaust að leita sér aukinnar þekkingar á kynlífssviöinu eða eins og hún orðar það sjálf í líkingar- máli: „Til að geta lesið verður maður að kunna að lesa.“ □ 4 VIKAN 16. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.