Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 64

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 64
elberg hafi ætlað að gera raunverulega risaeðlumynd sem ætti engan sinn líka og fyrir okkur öll, sem höfum á- huga á myndum í þessum dúr, urðu þær tæknilegu fram- farir sem orðið hafa á hárrétt- um tíma. Steingervingafræðin hefur líka gefið okkur þá inn- sýn sem þurfti og umfjöllunar- efnið sem Michael Crichton skrifaði um er hugsanlega framkvæmanlegt núna. í Ijósi um og hvað mannkynið á að láta afskiptalaust í náttúrunni. Ef við tölum um að leika í mynd sem áhorfendur sækjast eftir að sjá í stað myndar sem þarf að hafa mikið fyrir að koma til áhorfenda þá er ég mjög ánægð með að þessi mynd skuli hafa verið Jurassic Park. Það var ævintýri fyrir mig að vinna að þessari mynd, ég er mikill aðdáandi Spielbergs því hann er virki- ▲ Laura Dem ásamt þeim Bob Peck og Jeff Gold- blum. Hún neitar því ekki f viö- talinu viö Vikuna aö meö henni og þeim síöarnefnda hafi tekist miklir kær- leikar viö töku mynd- arinnar. þessa gerði Spielberg mynd- ina og mér finnst stórkostlegt að hafa fengið tækifæri til að vera með í þessu tækniundri. Það er mikill munur á Ju- rassic Park og Rambó. Mynd-V in sýnir ekki tilgangslaust of- beldi og menn sem kreista líf- tóruna hver úr öðrum - bara til að reyna að græða sem mest á myndinni. Jurassic Park hef- ur sterkan boðskap um hver forgangsröð og markmið okk- ar eiga að vera með vísindun- lega góður kvikmyndagerðar- maður og það var gaman að leika í myndinni. Mig langaði til að vinna að verki sem ég hefði gaman af því ég hef ver- ið í mörgum myndum sem hefur verið mjög erfitt að vinna að þó uppskeran hafi verið góð síðar." - Fyrst þú minnist á Rambó langar mig að spyrja þig hvað þér finnist um myndir með konum í svipuðum hiutverkum og Rambó. Jodie Foster er að vinna að mynd þar sem hún leikur hörkukvendi í baráttu við skæruliöa, Sharon Stone er að leika kvenkúreka og Gena Davis sjóræningja. Gætir þú hugsanlega leikið kvenhetju afþessu tagi? „Það er erfitt að segja. Ég dæmi fólk ekki út frá vali þess. Ef karmenn eru í svona mynd- um, hví skyldu konur ekki leika í þeim líka? Kosturinn við það er að það sýnir að konur geta leikið aðalhlutverk í myndum sem ganga vel og fá marga á- horfendur. Ég vona að ég reynist ekki hræsnari í þessu sambandi því það er erfitt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef þú hefðir spurt mig fyrir nokkrum árum hefði ég ekki sagst búast við að leika i risaeðlumynd. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi eins og er að geta valið úr hlutverk- um sem mér bjóðast en margir leikarar hafa ekki þetta frelsi því þeir þurfa að sjá fyrir fjöl- skyldu og svo framvegis. Ég vil ekki vera hræsnari og segja að ég leiki aldrei í mynd af þessari gerð en ég get þó sagt að hafi ég frjálst val í sam- bandi við hlutverk á ég ekki von á að leika í myndum sem sýna ofbeldi án nokkurs ann- ars tilgangs en að selja það. Ég hef heldur ekki áhuga á að leika hlutverk konu með þann eina tilgang að vera jafnillskeytt og sumir karl- menn á hvíta tjaldinu. Þá kemur ekki til greina fyrir mig að leika konu sem nýtur þess að vera misnotuð kynferðis- lega eins og tilfellið var í ó- nefndri mynd sem naut mikilla vinsælda í fyrra. Kynlífið í henni var að mínu mati mjög ofbeldisfullt en fólk kunni að meta myndina og fannst allt í lagi með það sem gerðist í henni. Svona myndir geta ver- ið hættulegar, finnst mér - en að Gena Davis leiki sjóræn- ingja hljómar skaðlaust í mín- um eyrum." HVIRFILBYLUR OG ÁSTARÆVINTÝRI - Lítur þú á þig sem kvenrétt- indakonu? „Já, tvímælalaust en ég held að kvenréttindabaráttan só að breytast. Ég held að kvenréttindi fyrir leikkonur hafi þróast í þá átt að við viljum leika manneskjur í myndum og það vill svo til að við erum kvenkyns. Það er að mínu mati varasamt að berjast gegn því að vera fórnarlamb með því að segjast geta leikið hlut- verk sem hingað til hafa flokk- ast undir karlímynd. Kvenrétt- indi snúast um mannréttindi, ekki „konur gegn körlum bar- áttu“ eða að konur eigi að vera reiðar út í karlmenn. Ég var alin upp af vinnandi konu og það er eðlileg fjölskylda f Bandaríkjunum núna. Þess vegna fannst mér George Bush ekki vera hæfur til að stjórna. Hugmyndir hans um fjölskylduna voru að fjölskyld- an væri „mamma og pabbi með börnunum við kvöldverð- arborðið" en raunveruleikinn er sá að mamman og pabbinn eru skilin og mamman sér ein um uppeldið. Út frá þessu höf- um við allt aðrar hugmyndir um hvert hlutverk konunnar er í samfélaginu, fimmti áratugur- inn er liðinn.“ - Það gerðist margt óvenju- legt við tökurnar á Jurassic Park. Mikill hvirfilbylur skail á og þú byrjaðir að vera með Jeff Goldblum. Var eitthvert samband þar á milli? Laura fer að hlæja en segir að hún hafi aðeins átt vingott við Jeff Goldblum meðan á tökum á myndinni stóð og þau séu nýbyrjuð að vera saman. „Kvikmyndagerðin snerist ekki um heitt ástarævintýri meðal risaeðlanna en það er gott að stofna til vináttu áður en farið er út í ástarsamband. Varð- andi hvirfilbylinn þá var hann hápunktur þessarar reynslu. Fjöldi manna lét lífið og við vissum ekki hvað var að ger- ast eða hvenær það tæki enda. Þetta var í senn mjög sorgleg og fræðandi reynsla.“ - Samskipti kynjanna eru alltaf að breytast. Hverjar eru að þínu mati helstu breyting- arnar? „Ég vona að hlutirnir haldi áfram að þróast og breytast. Mín reynsla er sú að hrein- skilni sé lykilatriði í nánum samskiptum. Það er fals og lygi sem eyðileggur svona sambönd þvf þau verða að byggjast á gagnkvæmu trausti og heilindum. Einhver sagði að það væri ekki til nein góð leið til að slíta ástarsambandi en ég hef komist að því að það er ekki rétt. Við getum sýnt hlýhug og samúð, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Þeim mun betur sem karlar og konur gera sér grein fyrir því þeim mun áhugaverð- ari verða samböndin þeirra á milli - en það krefst ákveðinn- ar áhættu.“ - Þú ættir að gera mynd um þetta efni. „Ég lauk nýlega við það. Þetta er þrjátíu mínútna mynd sem heitir The Gift en ég er leikstjórinn og skrifaði handrit- ið akkúrat um þetta efni.“ Tími minn með Lauru Dern er á þrotum og það hefur ver- ið gaman að spjalla við þessa bráðgreindu og hæfileikaríku leikkonu. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.