Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 48

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 48
„Var hún vinkona eldabusk- unnar?“ „Þær rifust stundum eins og gengur og gerist en á heildina litið kom þeim mjög vel sam- an.“ „Og getur Anna ekki varpað Ijósi á gátuna?" „Hún segist ekki geta það - en þú veist hvernig þetta þjónustufólk er - það stendur hvert með öðru.“ „Jæja, jæja. Við verðum að rannsaka þetta. Hvar sagðist þú búa?“ „Á Prins-Albertsvegi 88 í Clapham" „Gott, frú mín góð. Ég þakka þér fyrir og þú getur treyst því að ég kem í heim- sókn seinna í dag.“ Því næst kvaddi gesturinn okkar en frúin hét reyndar frú Todd. Poirot leit á mig lítið eitt dapur í bragði. „Jæja, Hastings. Þetta er aldeilis nýtt fyrir okkur. Elda- buskan frá Clapham sem hvarf. Þú mátt aldrei, aldrei segja vini okkar, Japp varð- stjóra, frá þessu!" Poirot hófst nú handa við að hita straujárnið og síðan fjarlægði hann varlega fitu- blettinn úr gráu jakkafötunum sínum með því að nota þerri- pappír. Því næst lögöum við af staö til Clapham en Poirot varð því miður að geyma það til betri tíma að snyrta yfir- skeggið. Húsin við Prins-Albertsveg voru öll eins, snyrtileg hús með blúndutjöldum fyrir gluggunum og skínandi lát- únsdyrahömrum á útidyra- hurðunum. Við hringdum bjöllunni á húsi númer 88 og þjónustu- stúlka með snoturt andlit kom til dyra. Frú Todd tók á móti okkur í ganginum. „Ekki fara, Anna,“ sagði hún. „Þessi herramaður er einkaspæjari og vill leggja nokkrar spurningar fyrir þig.“ Anna vissi ekki hvort hún ætti aö vera hrædd eða spennt. „Ég þakka þér fyrir, frú,“ sagði Poirot og hneigði sig. „Ég vildi gjarnan fá að tala við þjónustustúlkuna þína núna, helst í einrúmi." Okkur var vísað inn í litla stofu og þegar frú Todd yfir- gaf herbergið, þótt hún væri treg til, hóf Poirot yfirheyrsl- una. „Sjáðu nú til, ungfrú Anna. Það sem þú segir okkur skipt- ir miklu máli. Þú ert sú eina sem getur hjálpað okkur að finna Elísu. Án aðstoðar þinn- ar get ég ekkert gert.“ Hræðslusvipurinn hvarf af andliti hennar en í staðinn kom ánægjuleg spenna. „Ég skal segja ykkur allt sem ég veit,“ sagði hún. „Það er gott,“ sagði Poirot og Ijómaði. „Fyrst vil ég vita hvað þú heldur. Það er aug- Ijóst að þú ert mjög gáfuð stúlka. Hvaða skýringu hefur þú á hvarfi Elísu?“ Þar með var búið að koma henni af stað og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Hvítir þrælasalar. Það hef ég haldið frá upphafi! Elisa var alltaf að vara mig við þeim. Hún sagði mér að taka hvorki við sælgæti né þefa af neinu hjá ókunnugum herramönn- um, sama hversu vingjarnlegir þeir litu út fyrir að vera. Þetta sagði hún alltaf - og nú hafa þeir náð henni! Ég er viss um það. Það getur vel verið að þeir hafi farið með hana til Tyrklands eða annarra landa, þar sem ég hef frétt að þeir vilji hafa þær feitar." Það var aðdáunarvert að Poirot var enn alvarlegur. „En ef þessi hugmynd þín - sem er vissulega áhugaverð - er sönn, hefði hún þá látið senda eftir koffortinu sínu?" „Ja, ég veit ekki, herra. Hún myndi áreiðanlega vilja hafa dótiö sitt hjá sér, jafnvel þó hún væri einhvers staðar í út- löndum." „Hver sótti koffortið? Var það karlmaður?" „Þaö var Carter Paterson." „Pakkaðir þú dótinu hennar í það?“ „Nei, það var búið að pakka og koffortinu hafði einnig verið lokað með snæri.“ „Aha! Það er áhugavert. Það sýnir að þegar hún yfirgaf húsið á miðvikudaginn hafði hún ákveðið að snúa ekki aft- ur. Þú skilur þaö, er það ekki?" „Jú, herra.“ Önnu virtist vera nokkuð brugðiö. „Ég hafði ekki velt því fyrir mér. En það getur samt verið að hvítir þrælasalar hafi tekið hana, er það ekki, herra?" spurði hún og mændi á hann löngunaraugum. „Tvímælalaust," sagði Poirot alvarlega. Hann hélt á- fram: „Voruð þið saman í her- bergi?" „Nei, herra. Við vorum hvor í sínu herberginu.“ „Hafði Elísa látið í Ijós ein- hverja óánægju með núver- andi stöðu sína? Voruö þið báðar ánægðar hér?“ „Hún hafði aldrei minnst á að fara. Það er ágætt að vera hér...“ Hún hikaði. „Segðu það sem þú vilt," sagöi Poirot vingjarnlega. „Ég skal ekki segja húsmóður þinni neitt." „Ja - frúin er sannarlega ó- venjuleg kona. En maturinn er góöur. Maður fær nægan mat og það er engin níska hvað það varðar. Heitur matur á kvöldin og eins mikil steik- arfita og maður vill. En hvað sem þessu líður hefði Elísa aldrei notað þessa aðferð hefði hún viljað fara úr vist- inni. Hún hefði sagt upp með mánaðarfyrirvara. Og þegar hugsað er út í það getur frúin látið draga mánaöarlaun af henni fyrir þettal" „Og starfið er ekkert of erfitt, eða hvað?“ „Ja - frúin er dálítið sérvit- ur, alltaf að leita að ryki í skúmaskotum. Og svo er það leigjandinn eða heimilisgest- urinn eins og hann er alltaf kallaöur. En hann þarf bara morgunverð og kvöldverð - eins og húsbóndinn. Þeir vinna niðri í bæ allan daginn." „Líkar þér við húsbónda þinn?“ „Það er allt í lagi með hann - hann er mjög rólegur en svolítið nískur." „Þú manst ef til vill hvað var þaö síðasta sem Elísa sagði áður en hún fór út?“ „Já, það geri ég. „Ef það eru einhverjar soðnar ferskjur eftir," sagöi hún, „þá skulum við hafa þær í kvöldmatinn á- samt smávegis beikoni og steiktum kartöflum." Hún var alveg vitlaus í soðnar ferskjur. Ég væri ekki hissa ef þeir hefðu náð henni með þeirn." „Átti hún venjulega frí á miðvikudögum?“ „Já, hún átti frí á miðviku- dögum en ég á fimmtudög- um.“ Poirot spurði nokkurra spurninga til viðbótar en til- kynnti síðan að hann væri orðinn ánægður með spjallið. Anna fór og frú Todd flýtti sér inn og forvitnin skein úr andliti hennar. Mér fannst eins og hún hefði alls ekki verið á- nægð með að hafa ekki mátt hlusta á samtalið. Poirot passaöi sig þó á því að bæta úr því á kurteislegan hátt. „Það er erfitt fyrir konu sem er bráðgáfuð eins og þú að þola þær óvenjulegu aðferðir sem við aumir einkaspæjarar neyðumst til þess að nota,“ sagði hann. „Það er erfitt fyrir þá greindu að hafa þolinmæði með þeim sem eru ekki eins gáfaðir." Þar meö hafði hann eytt gremju hennar með persónu- töfrum sínum og gat farið að spyrja um eiginmann hennar. Hann komst að því að hann starfaöi hjá fyrirtæki í mið- bænum og kæmi ekki heim fyrr en eftir klukkan sex. „Hann er án efa leiöur og á- hyggjufullur yfir þessu furðu- lega máli, er ekki svo?“ „Hann hefur aldrei áhyggj- ur,“ sagði frú Todd. „Hann sagði mér bara að fá mér nýja eldabusku. Hann er svo róleg- ur aö það pirrar mig stundum. Hann sagði að hún væri van- þakklát kona og að farið hefði fé betra.“ „Hvað um aðra íbúa húss- ins?“ „Þú átt við heimilisgestinn okkar, hr. Simpson? Hann hefur engar áhyggjur svo lengi sem hann fær mat á morgnana og á kvöldin." „Við hvað starfar hann?“ „Hann starfar í banka." Hún nefndi nafn bankans og mér brá lítið eitt þar sem fyrirsagn- irnar í .Morgunfréttunum voru mér í fersku minni. „Er hann ungur maður?" „Ég held að hann sé tuttugu og átta ára. Viðkunnanlegur og rólegur ungur maður.“ „Ég myndi vilja hafa tal af honum - og einnig af eigin- manni þínum ef það er í lagi. Ég kem aftur í kvöld og sinni þeim erindum. Ég mæli með því að þú hvílir þig dálítið. Þú ert mjög þreytuleg." „Það gæti verið rétt hjá þér. Fyrst voru áhyggjurnar af El- ísu og auk þess fór ég á út- sölurnar ( gær og var þar næstum allan daginn og þú veist hvað það er þreytandi, hr. Poirot, og einnig var mikið að gera heima við af því að Anna getur ekki séð um allt sjálf. Það er að vísu líklegt að hún segi upp eftir öll þessi læti. Jæja, hvað um það - ég er útkeyrð af þreytu." Poirot sagði einhver hug- hreystingarorö í lágum hljóð- um og við yfirgáfum húsið. „Þetta er furðuleg tilviljun," sagöi ég, „en þessi gjaldkeri sem lagði á flótta, Davis, var frá sama banka og Simpson. Heldurðu aö það geti verið einhver tengsl þar á milli?" Poirot brosti. „Annars vegar er það gjald- keri sem enginn veit hvar er og hins vegar eldabuska sem hverfur. Það er erfitt að sjá einhver tengsl nema ef Davis hefur heimsótt Simpson, orðið ástfanginn af eldabuskunni og fengið hana til þess að flýja með sér.“ Ég hló en Poirot var enn þá alvarlegur. 48 VIKAN 16.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.